Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5617 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Voru til risaeðlur á Íslandi?

Nei, það voru aldrei risaeðlur á Íslandi þar sem þær dóu út áður en Ísland tók að myndast. Blómatími risaeðlanna var á miðlífsöld en á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum, urðu miklar náttúruhamfarir sem talið er að hafi valdið aldauða um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu, þar á me...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru fjölmiðlar?

Sagt hefur verið að það sé álíka erfitt að skilgreina fjölmiðil eins og að skilgreina stól. Flestir telja sig hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig stóll lítur út en erfiðara getur reynst að tilgreina nákvæmlega hvaða eiginleika hann þarf að hafa til að geta talist stóll. Það sama gildir um fjölmiðla; flestir vita v...

category-iconVísindavefur

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?

Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...

category-iconNæringarfræði

Hvort geymist brauð betur fyrir utan ísskáp eða inni í honum?

Hægt er að svara þessari spurningu á tvo vegu eftir því hvort átt er við geymslu með tilliti til örverufræðilegra þátta eða gæðaskerðingar vegna hörðnunar brauðsins. Út frá örverufræði má reikna með að brauð geymist lengur í ísskáp heldur en í stofuhita en út frá gæðum er vænlegra að geyma það við stofuhita. Út ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?

Dow Jones er fyrirtæki sem meðal annars gefur út dagblaðið Wall Street Journal og ýmis viðskiptatímarit en er frægast fyrir eina af nokkrum hlutabréfavísitölum sem fyrirtækið reiknar út, Dow Jones Industrial Average, oftast bara kölluð Dow Jones. Nafnið er fengið frá tveimur af þremur stofnendum fyrirtækisins, Cha...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig myndast frostrósir á rúðum? Myndast þær annars staðar?

Öll könnumst við líklega við frostrósir sem myndast oft inni á rúðum þegar frost er úti. Myndun þessara frostrósa er náskyld myndun snjókorna og vöxtur þeirra lýtur svipuðum eðlisfræðilögmálum.Frostrósir myndast þegar hlýtt loft sem inniheldur raka kemur í snertingu við yfirborð sem er undir frostmarki eins og til...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru jöklabréf?

Jöklabréf (e. glacier bonds) er heiti sem notað er yfir skuldabréf sem erlendir aðilar hafa gefið út í íslenskum krónum. Þessi útgáfa hófst í ágúst árið 2005 og hefur vaxið mjög hratt síðan. Í grundvallaratriðum er enginn munur á jöklabréfum og skuldabréfi sem íslenskur banki hefur gefið út í sömu mynt, nema hv...

category-iconHugvísindi

Hversu gömul eru orðin áramót, nýársdagur, nýársnótt og gamlárskvöld?

Orðið áramót er ekki gamalt í málinu ef marka má Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Þar er elsta dæmið fengið úr öðru bindi Íslands Árbóka í sögu-formi sem ritaðar voru af Jóni Espólín og gefnar út í 12 bindum á árunum 1821–1855. Orðið skýrir sig sjálft. Það á við mót liðins árs og ársins sem er að hefjast, þegar ga...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hringrás kolefnis háttað í náttúrunni?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er hringrás kolefnis í náttúrunni? Og hvernig tengist hringrás þess hringrás vatns? Hringrás kolefnis í náttúrunni er afar flókin og margbreytileg enda er kolefnið ein af lykilsameindum lífs hér á jörðu. Í hnotskurn er hægt að lýsa hringrásinni þannig að koltvíoxíð (CO2...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Ef svo er þá hvaða árabil? Ástæða spurningar minnar er sú að amerísk vinkona stendur á því fastar en fótunum að hún hafi fengið háhyrning á Sjávargreifanum fyrir 7 árum síðan. Ég hef aldrei vitað til þess að háhyrningskvó...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?

Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð?

Ekkert er vitað með vissu um upphaf laufabrauðs á Íslandi. Að öllum líkindum kom verkþekkingin, að hnoða saman vökva og mjöli, fletja það svo út og steikja í fitu, með því fólki sem fluttist til landsins í upphafi búsetu. Það sem aðgreinir laufabrauð frá öðru steiktu mjölmeti er kringlótta lagið, áferðin, það e...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?

Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ek...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum? Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsi...

category-iconTölvunarfræði

Hver er Donald Knuth og hvert er framlag hans til tölvunarfræðinnar?

Donald Knuth er líklega þekktasti núlifandi tölvunarfræðingurinn. Hann er fæddur í Bandaríkjunum árið 1938 og hefur verið prófessor við Stanford-háskóla frá 1968. Knuth er menntaður stærðfræðingur en fékk áhuga á tölvum þegar hann var við háskólanám. Fyrsta tölvan sem hann sá var IBM 650 en það var fyrsta fjöldafr...

Fleiri niðurstöður