Nokkrum milljón árum eftir að risaeðlurnar reikuðu um jörðina, eða fyrir um það bil 60 milljón árum, tók Norður-Atlantshafið að opnast. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum sem nú er undir Íslandi. Landið okkar er þó ekki frá þeim tíma heldur hefur nýtt berg myndast á hverjum tíma í gosbeltunum sem síðan rekur út til beggja hliða með um það bil 1 cm hraða á ári og sekkur í sæ eftir 15 milljón ár eða svo. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú finnst ofanjarðar á Íslandi er einungis um 16 milljón ára gamalt en eldra berg er sokkið í sæ. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?
- Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?
- Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?