
Laufabrauð er þunn hveitikaka með margvíslegum útskurði.
Laufa-brauð eður kökur af hveiti-deigi, vættu í sykur-blandinni góðri mjólk eður rjóma, út-skornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, að frá þeim þarf ecki meira að segja. (bls. 92)Þessi afgreiðsla á laufabrauði í fyrstu íslensku matreiðslubókinni hefur angrað margan áhugamanninn um íslenskar matreiðsluhefðir. Hún segir samt ýmislegt og það þá helst að laufabrauð hefur ekki verið alþýðufæða á þessum tíma. Það var ekki á færi nema allra ríkasta fólksins á landinu að bruðla með hveiti, sem var alltaf af skornum skammti fram undir allra síðasta árhundrað. Einnig var smjör og rjómi eitthvað sem aðeins tengdist fáum betri heimilum og þá til hátíðarbrigða og við gestakomur. Það má gera því skóna að þegar bæði var farið að nota annað mjöl svo sem bygg eða rúgmjöl með hveitinu eða í staðinn fyrir hveiti og skipta smjörinu út fyrir tólg þá hafi þessar ofskreyttu þunnu kökur orðið algengara sælgæti hjá almenningi. Ýmislegt er gert til að bragðbæta laufabrauðið og ein frumlegasta aðferð sem höfundur veit um er að sjóða kúmen í mjólkinni sem nota á í deigið og sía það svo frá. Við lok 19. aldar var laufabrauðið og ekki síst laufabrauðsgerðin orðin að föstum þætti í jólahaldi í sveitum bæði norðanlands og norðausturlands og eflaust á fleiri stöðum á landinu. Það var helst suðvesturlandið sem smitaðist lítið af laufabrauðsdellunni.

Laufabrauðsmynstrin eru kafli út af fyrir sig. Þau eru bæði hefðbundin, fjölskyldubundin og einstaklingsbundin.
Barnsins kvöld - sem endar bara allt of fljótt.Heimildir og myndir:
Eftir hlátur, kútur stúrinn. Góða nótt!
Mamma sækir laufabrauð, sem læknar alt strax -
lúrir barn - með sneið í hönd, til næsta dags.
- Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver, fyrir heldri manna Húss-freyjur / Utgefid af Frú Assessorinnu Mørtu Maríu Stephensen, Leirárgørdum vid Leirá : Islands konúnglega Uppfrædíngar Stiptun, 1800, bls. 92.
- Hallgerður Gísladóttir Íslensk matarhefð, Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 222-223.
- Morgunblaðið 54 tbl. (24. desember 1915), bls. 1.
- Myndir: Elín Mjöll Jónasdóttir.