Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6138 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um kameljón?

Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?

Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?

Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið frætt mig um lemúra?

Lemúrar eru hálfapar og tilheyra ættbálki prímata rétt eins og apar og menn. Lemúrar eru einlendir og finnast aðeins á eyjunni Madagaskar í Indlandshafi, úti fyrir suðausturströnd Afríku. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvernig lemúrar, og reyndar margar aðrar dýrategundir, bárust til Madagaskar. Ljós...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...

category-iconFélagsvísindi

Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?

Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er talað um gulu pressuna?

Gula pressan dregur nafn sitt af skopmyndapersónu sem kölluð var The Yellow Kid og birtist í bandarískum dagblöðum í lok 19. aldar. Árið 1895 teiknaði Richard Felton Outcault teiknimyndaseríu fyrir dagblaðið New York World sem var í eigu Joseph Pulitzer. Serían hét Hogan's Alley og þar mátti sjá fremur ófríðan,...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kindakjöt verið könnuð?

Svarið er já, slíkar kannanir hafa verið gerðar. Niðurstöður þeirra benda ekki til þess að neysla riðusýkts kindakjöts valdi heilasjúkdómnum sem átt er við hjá mönnum. Hér mun vera átt við hugsanleg tengsl smitandi heilasjúkdóms hjá mönnum, sem kenndur er við Þjóðverjana Creutzfeldt og Jakob, við neyslu rið...

category-iconTrúarbrögð

Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.

Kona Nóa er ekki nafngreind í Biblíunni en Gyðingar nefna hana Naamah, sem merkir „hin fagra“ eða „hin góða“. Samkvæmt sögnum Gyðinga bað Guð Nóa um að færa öll dýr heimsins í örkina og hann bað Naamah konu hans að bjarga jurtum jarðarinnar. Söguna um Nóa, flóðið og örkina er að finna í fyrstu Mósebók Gamla tes...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?

Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...

category-iconHugvísindi

Hvað eru rafmagnsgítarar gamlir?

Rafmagnsgítar er gítargerð þar sem tónninn er magnaður upp með rafseglum sem nema truflanir í segulsviði sem strengirnir valda þegar þeir sveiflast. Ólíkt venjulegum gítörum þjónar því kassi rafmagngítars ekki þeim tilgangi að magna upp hljóð og því getur lögun hans verið með ýmsu móti. Rafmagnsgítar náði fyr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?

Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

category-iconHeimspeki

Hvað er til af efni um og eftir heimspekinginn Senecu sem var kennari og ráðgjafi Nerós Rómakeisara?

Rómverski heimspekingurinn Lucius Annaeus Seneca, stundum nefndur Seneca yngri til aðgreiningar frá föður sínum Senecu eldri, fæddist árið 4 f.Kr. í Corduba á Spáni. Hann var af auðugum ættum, gekk í skóla í Róm og hlaut menntun í mælskufræði, heimspeki og lögfræði. Hann hóf feril í stjórnmálum, kleif metorðastiga...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Bangsímon gamall?

Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...

Fleiri niðurstöður