Hann var alinn upp við slark,Viðurnefnið valdi Kristján sér sjálfur. Í grein eftir Helga S. Jónsson í Sjómannadagsblaðinu árið 1949 segir þetta um tilurð þess:
útilegur, skútuhark.Kjörin settu á manninn mark,
meitluðu svip og stældu kjark.[1]
Sjálfur valdi Stjáni sér viðurnefnið Blái. - Sú saga lýsir lund hans nokkuð, en þau drög liggja þar til, að eitt sinn bjargaði Stjáni mönnum af brennandi skipi og hlaut af því nokkur brunasár á höndum, og voru þær síðan oft bláar í kulda og vosbúð. Eitt sinn er Kristján var við færi dró hann steinbítstegund þá sem Blágóma nefnist [...] er sagt að þá hafi Kristjáni fallið svo orð: Blár ertu líka greyið - bezt að þú og Stjáni séu nafnar héðan í frá, og eftir þetta kallaði hann sig alla jafna Stjána Bláa.[2]Í annarri heimild segir hins vegar að Kristján hafi brennst á höndum þegar hann hafi verið að bjarga munum úr brennandi húsi en ekki mönnum af brennandi skipi.[3] Þegar sögurnar um bandaríska sægarpinn Popeye tóku að birtast í íslenskri þýðingu virðist þýðandi þeirra hafa gripið til þess ráðs að íslenska heiti teiknimyndahetjunnar með nafni þessa þekkta íslenska sjómanns. Elsta dæmið er sennilega að finna í tímaritinu Vikunni frá árinu 1961. Það er hins vegar ekki elsta dæmið um að heitið Stjáni blái hafi verið notað til að íslenska nafn persóna í teiknimyndasögum. Árið 1944 var það notað um persónu í sögunum um Rasmínu og Gissur gullrass.[4] Sjómaðurinn Kristján Sveinsson lést í sjóslysi 16. desember 1922 og fannst lík hans aldrei. Tilvísanir:
- ^ Eimreiðin, 41. Árgangur 1935, 4. Hefti - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
- ^ Sjómannadagsblaðið, 12. Árgangur 1949, 1. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
- ^ Bækur.is - Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. (Sótt 21.06.2017).
- ^ Vikan, 7. árgangur 1944, 7. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
- Sjómannadagsblaðið, 12. Árgangur 1949, 1. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
- 95 (Nordens kalender / 1938). (Sótt 21.06.2017).
- Vikan, 23. árgangur 1961, 3. Tölublað - Timarit.is. (Sótt 21.06.2017).
- 98 (Nordens kalender / 1938). (Sótt 21.06.2017).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.