Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?

Gylfi Magnússon

Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla.

Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því algengara að rekast á aðra seðla. Í lok apríl 2007 voru rétt tæplega 200 þúsund slíkir seðlar í umferð á Íslandi en til samanburðar voru fimm þúsund krónu seðlar meira en átta sinnum fleiri og þúsund krónu seðlar meira en tólf sinnum fleiri.

Þess má geta að tvö þúsund krónu seðillinn er yngstur þeirra seðla sem Seðlabanki Íslands gefur út. Hann kom fyrst í umferð árið 1995. Elsti seðillinn af þeim sem eru enn í notkun er hins vegar 500 krónu seðillinn. Hann var fyrst settur í umferð við gjaldmiðilsbreytinguna árið 1981. Fimm hundruð krónu seðillinn er sá eini frá þeim tíma sem enn er í notkun. Síðan hafa bæst við þúsund krónu seðill árið 1984, fimm þúsund krónu seðill árið 1986 og nú síðast tvö þúsund krónu seðillinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.5.2007

Síðast uppfært

29.1.2020

Spyrjandi

Halldóra Alleva, f. 1993

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6649.

Gylfi Magnússon. (2007, 22. maí). Er tvö þúsund króna seðill verðmætur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6649

Gylfi Magnússon. „Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6649>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?
Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla.

Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því algengara að rekast á aðra seðla. Í lok apríl 2007 voru rétt tæplega 200 þúsund slíkir seðlar í umferð á Íslandi en til samanburðar voru fimm þúsund krónu seðlar meira en átta sinnum fleiri og þúsund krónu seðlar meira en tólf sinnum fleiri.

Þess má geta að tvö þúsund krónu seðillinn er yngstur þeirra seðla sem Seðlabanki Íslands gefur út. Hann kom fyrst í umferð árið 1995. Elsti seðillinn af þeim sem eru enn í notkun er hins vegar 500 krónu seðillinn. Hann var fyrst settur í umferð við gjaldmiðilsbreytinguna árið 1981. Fimm hundruð krónu seðillinn er sá eini frá þeim tíma sem enn er í notkun. Síðan hafa bæst við þúsund krónu seðill árið 1984, fimm þúsund krónu seðill árið 1986 og nú síðast tvö þúsund krónu seðillinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:...