Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?

Stefán Arnarson

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og 100 kr. seðlum sem nú sjást sjaldan.

Bankinn leggur mikla áherslu á að viðhalda trúverðugleika íslenskra peninga, meðal annars með öryggisþáttum í seðlum og reglulegri greiningu. Í greiningunni felst meðal annars að seðlar eru taldir, flokkaðir í nothæfa og ónothæfa og leitað er að fölsuðum seðlum. Nothæfir seðlar eru settir aftur í umferð en þeim ónothæfu er eytt. Greining og eyðing fer fram í vélum. Í seðlagreiningardeild bankans eru að jafnaði greindar um 19 milljónir seðla árlega. Þessir seðlar koma frá bönkum og sparisjóðum sem innlagnir í Seðlabankann. Þetta þýðir að hver seðill í umferð er greindur að meðaltali um fjórum sinnum á ári.

Seðlabanki Íslands hefur markað sér ákveðna stefnu varðandi gæði seðla í umferð. Seðlabankinn framfylgir þessari stefnu með því að setja aðeins nýja seðla og nothæfa eldri seðla í umferð. Seðill telst ónothæfur ef hann er áberandi óhreinn, rifinn, þvældur, útkrotaður eða skemmdur á annan hátt, og þannig seðli er eytt. Skynjarar í greiningarvélum eru forritaðir til að flokka seðla út frá framannefndum viðmiðum. Á hverju ári eyðir seðlagreiningardeildin að jafnaði um 3 milljónum seðla, eða um 15% af þeim seðlum sem koma til deildarinnar.



Almennt má segja að líftími seðla aukist með verðgildi þeirra. Verðminni seðlar velta hraðar, auk þess sem flestir fara betur með verðmeiri seðil en verðminni. Þetta leiðir til þess að þeir síðarnefndu verða ónothæfir fyrr. Önnur atriði hafa einnig áhrif á líftíma seðla, svo sem gæðaþröskuldur seðlabanka, veðurfar, styrkleiki pappírsins sem notaður er í seðlana og hönnun þeirra. Líftími íslenskra seðla er eftirfarandi:
  • 500 kr. 12 mánuðir
  • 1.000 kr. 12 mánuðir
  • 2.000 kr. 26 mánuðir
  • 5.000 kr. 36 mánuðir

Ef litið er til landa í Vestur-Evrópu koma svipaðar tölur í ljós fyrir svipaðar seðlastærðir. Á Bretlandseyjum er talið að líftími 5 punda seðils sé um 9 mánuðir, 10 og 20 punda seðla um 24 mánuðir og 50 punda seðils um 42 mánuðir.



Mynt endist mun lengur en seðlar, enda er málmur endingarbetri en pappír. Líftími myntar mælist í áratugum. Í lok nóvember 2003 voru um 7,3 milljónir 100 kr. peninga í umferð. Síðan 100 kr. myntin var fyrst sett í umferð árið 1995 hefur Seðlabankinn aðeins dæmt um 9.000 stykki hennar ónýt og í fyllingu tímans verður þeim eytt.

Sem dæmi um endingu myntar þá voru rómverskir koparpeningar frá 3. öld eftir Kristburð enn í umferð í Alsír í lok 19. aldar, eða meira en 1500 árum eftir að þeir voru slegnir. Þrátt fyrir langan líftíma myntar þá hefur hún þann eiginleika að týnast í nokkrum mæli, sérstaklega á það við um lægri mynteiningar. Hætt var að setja 50 aura mynt í umferð árið 1990 og 1. október árið 2002 var hún innkölluð. Samt sem áður eru um 10 milljónir 50 aura peninga enn þá í umferð og meirihluti þeirra er líklega týndur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Spurningin í heild sinni hljóðai svona:
Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi? Hver sér um að henda peningum?

Höfundur

forstöðumaður fjárhirslna Seðlabanka Íslands

Útgáfudagur

16.12.2003

Spyrjandi

Andri Elvar Guðmundsson

Tilvísun

Stefán Arnarson. „Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3918.

Stefán Arnarson. (2003, 16. desember). Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3918

Stefán Arnarson. „Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3918>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?
Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og 100 kr. seðlum sem nú sjást sjaldan.

Bankinn leggur mikla áherslu á að viðhalda trúverðugleika íslenskra peninga, meðal annars með öryggisþáttum í seðlum og reglulegri greiningu. Í greiningunni felst meðal annars að seðlar eru taldir, flokkaðir í nothæfa og ónothæfa og leitað er að fölsuðum seðlum. Nothæfir seðlar eru settir aftur í umferð en þeim ónothæfu er eytt. Greining og eyðing fer fram í vélum. Í seðlagreiningardeild bankans eru að jafnaði greindar um 19 milljónir seðla árlega. Þessir seðlar koma frá bönkum og sparisjóðum sem innlagnir í Seðlabankann. Þetta þýðir að hver seðill í umferð er greindur að meðaltali um fjórum sinnum á ári.

Seðlabanki Íslands hefur markað sér ákveðna stefnu varðandi gæði seðla í umferð. Seðlabankinn framfylgir þessari stefnu með því að setja aðeins nýja seðla og nothæfa eldri seðla í umferð. Seðill telst ónothæfur ef hann er áberandi óhreinn, rifinn, þvældur, útkrotaður eða skemmdur á annan hátt, og þannig seðli er eytt. Skynjarar í greiningarvélum eru forritaðir til að flokka seðla út frá framannefndum viðmiðum. Á hverju ári eyðir seðlagreiningardeildin að jafnaði um 3 milljónum seðla, eða um 15% af þeim seðlum sem koma til deildarinnar.



Almennt má segja að líftími seðla aukist með verðgildi þeirra. Verðminni seðlar velta hraðar, auk þess sem flestir fara betur með verðmeiri seðil en verðminni. Þetta leiðir til þess að þeir síðarnefndu verða ónothæfir fyrr. Önnur atriði hafa einnig áhrif á líftíma seðla, svo sem gæðaþröskuldur seðlabanka, veðurfar, styrkleiki pappírsins sem notaður er í seðlana og hönnun þeirra. Líftími íslenskra seðla er eftirfarandi:
  • 500 kr. 12 mánuðir
  • 1.000 kr. 12 mánuðir
  • 2.000 kr. 26 mánuðir
  • 5.000 kr. 36 mánuðir

Ef litið er til landa í Vestur-Evrópu koma svipaðar tölur í ljós fyrir svipaðar seðlastærðir. Á Bretlandseyjum er talið að líftími 5 punda seðils sé um 9 mánuðir, 10 og 20 punda seðla um 24 mánuðir og 50 punda seðils um 42 mánuðir.



Mynt endist mun lengur en seðlar, enda er málmur endingarbetri en pappír. Líftími myntar mælist í áratugum. Í lok nóvember 2003 voru um 7,3 milljónir 100 kr. peninga í umferð. Síðan 100 kr. myntin var fyrst sett í umferð árið 1995 hefur Seðlabankinn aðeins dæmt um 9.000 stykki hennar ónýt og í fyllingu tímans verður þeim eytt.

Sem dæmi um endingu myntar þá voru rómverskir koparpeningar frá 3. öld eftir Kristburð enn í umferð í Alsír í lok 19. aldar, eða meira en 1500 árum eftir að þeir voru slegnir. Þrátt fyrir langan líftíma myntar þá hefur hún þann eiginleika að týnast í nokkrum mæli, sérstaklega á það við um lægri mynteiningar. Hætt var að setja 50 aura mynt í umferð árið 1990 og 1. október árið 2002 var hún innkölluð. Samt sem áður eru um 10 milljónir 50 aura peninga enn þá í umferð og meirihluti þeirra er líklega týndur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Spurningin í heild sinni hljóðai svona:
Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi? Hver sér um að henda peningum?
...