Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?

Gylfi Magnússon

Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslensku seðlarnir hafa verið prentaðir þar síðan árið 1986 en það ár keypti De La Rue fyrirtækið Bradbury, Wilkinson & Co. sem hafði prentað íslenska seðla um langt árabil.

Seðlabankinn íslenski hefur skipt við þessi fyrirtæki frá stofnun bankans árið 1961. Fram að 1961 gaf Landsbankinn út peningaseðla og var þá bæði seðlabanki og hefðbundinn viðskiptabanki. Einnig hefur ríkissjóður sjálfur gefið út íslenska peningaseðla, forveri hans, Landssjóður Íslands, og Íslandsbanki hinn eldri. Þessir seðlar voru prentaðir á ýmsum stöðum, í Englandi, Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi. Á Íslandi voru seðlar prentaðir í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg.

The Royal Mint í London.

Íslensk mynt er nú slegin í Royal Mint í London og svo hefur verið síðan Seðlabankinn tók til starfa. Eldri mynt var bæði slegin í Bretlandi og Danmörku. Ýmis svokölluð tilefnismynt, það er peningar sem gefnir eru út af tilteknu tilefni en ekki ætlaðir til almennrar notkunar, hefur þó verið slegin víðar. Þannig var til dæmis 1000 króna peningur sem gefinn var út í tilefni af því að eitt þúsund ár voru liðin frá ferð Leifs Eiríkssonar til Norður-Ameríku sleginn vestanhafs.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.2.2003

Spyrjandi

Bára Dís Benediktsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3173.

Gylfi Magnússon. (2003, 26. febrúar). Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3173

Gylfi Magnússon. „Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3173>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?
Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslensku seðlarnir hafa verið prentaðir þar síðan árið 1986 en það ár keypti De La Rue fyrirtækið Bradbury, Wilkinson & Co. sem hafði prentað íslenska seðla um langt árabil.

Seðlabankinn íslenski hefur skipt við þessi fyrirtæki frá stofnun bankans árið 1961. Fram að 1961 gaf Landsbankinn út peningaseðla og var þá bæði seðlabanki og hefðbundinn viðskiptabanki. Einnig hefur ríkissjóður sjálfur gefið út íslenska peningaseðla, forveri hans, Landssjóður Íslands, og Íslandsbanki hinn eldri. Þessir seðlar voru prentaðir á ýmsum stöðum, í Englandi, Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi. Á Íslandi voru seðlar prentaðir í ríkisprentsmiðjunni Gutenberg.

The Royal Mint í London.

Íslensk mynt er nú slegin í Royal Mint í London og svo hefur verið síðan Seðlabankinn tók til starfa. Eldri mynt var bæði slegin í Bretlandi og Danmörku. Ýmis svokölluð tilefnismynt, það er peningar sem gefnir eru út af tilteknu tilefni en ekki ætlaðir til almennrar notkunar, hefur þó verið slegin víðar. Þannig var til dæmis 1000 króna peningur sem gefinn var út í tilefni af því að eitt þúsund ár voru liðin frá ferð Leifs Eiríkssonar til Norður-Ameríku sleginn vestanhafs.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...