Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1311 svör fundust
Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?
Tardigrade eða bessadýr eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku tilheyrir fylkingu hryggleysingja. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Bessadýrum var fyrst lýst á vísindalegan hátt af þýska dýrafræðingnum Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) árið 1773 og hefur nú rúmlega 400 tegundum verið lýst. ...
Er prótín frumefni?
Hvert frumefni er úr einni gerð frumeinda og er ekki hægt að greina þau niður í smærri einingar með hefðbundnum efnafræðilegum aðferðum eða búa þau til úr öðrum efnum. Dæmi um frumefni sem fjallað hefur verið um á Vísindavefnum eru kolefni (C), súrefni (O), vetni (H), kvikasilfur (Hg), neon (Ne) og járn (Fe). P...
Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?
Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...
Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?
Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, or...
Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...
Af hverju verða stökkbreytingar?
Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...
Hvað er RNA-inngrip?
Almennt er litið svo á að DNA geymi upplýsingar, þá sérstaklega um byggingu prótína. Prótín sjá svo um byggingu og starf fruma. Í frumum berast erfðaupplýsingar frá DNA, til ríbósóma með hjálp RNA, sem gegnir þannig hlutverki boðbera. Lesa má nánar um kjarnsýrurnar DNA og RNA í svari Guðmundar Eggertssonar við spu...
Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?
Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...
Hverjar eru líkurnar á að fá par, tvö pör, þrennu og svo framvegis í fimm spila póker?
Heildarfjöldi möguleika á að fá fimm spil á hendi í póker er \[{52 \choose 5} = \frac{52!}{5! \cdot (52-5)!} = \frac{52!}{5! \cdot 47!} = 2.598.960.\] Hér táknar ${52 \choose 5}$ tvíliðustuðul, sem lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tv...
Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?
Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í ...
Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?
Með alþjóðalögum er átt við reglur sem gilda í lögskiptum ríkja, það er samskiptum sem lúta ákvæðum laga. Einnig þær réttarreglur sem gilda um starfsemi alþjóðastofnana. Aðallega er því um að ræða ákvæði alþjóðasamninga, venjur og meginreglur. Ekkert eitt löggjafarþing setur reglurnar heldur eru þær settar af þeim...
Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?
Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...
Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?
Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...
Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd?
Hér er einnig svarað spurningunum:Tíu ára syni mínum langar svo að vita hvað fitusprenging í mjólk er. Hvernig virkar fitusprenging í mjólkurafurðum? Þ.e.a.s hvernig fer hún fram? Mjólk sem kemur beint úr spenum kúa inniheldur um 3,8-4,2% fituefni á formi fitukúla (e. fat globules). Þessar fitukúlur eru um 0,1...
Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...