Þegar hér er komið sögu höfum við valið tvö spil á hendi og eigum þá eftir að velja hin þrjú. Þar sem við viljum aðeins enda með eitt par á hendi verðum við að gæta að því að þessi þrjú spil hafi þrjú ólík gildi. Við höfum alls úr 12 gildum að velja, því við megum auðvitað ekki velja sama gildi og við völdum fyrir spilin tvö í síðustu efnisgrein, svo gildi spilanna þriggja getum við valið á ${12 \choose 3}$ vegu. Loks getum við valið sortir þeirra á $4^3$ vegu, því spilin eru þrjú og fyrir sérhvert þeirra getum við valið sortina á fjóra vegu. Ef við tökum talninguna úr síðustu tveimur efnisgreinum saman, þá sjáum við að heildarfjöldi möguleika á að fá par á hendi í fimm spila póker er: \[13 \cdot {4 \choose 2} \cdot {12 \choose 3} \cdot 4^3 = 1.098.240.\] Samkvæmt formúlunni að ofan er þá hægt að reikna líkurnar á að fá par á hendi svona: \[\frac{1.098.240}{2.598.960} \approx 42,\!26\%.\] Taflan hér að neðan sýnir líkurnar á að fá hverja og eina pókerhönd. Fyrir þá sem hafa áhuga á því er einnig sýnt hvernig hægt er að reikna fjölda möguleika á að fá viðkomandi hönd. Í flestum tilfellum er hugsunin bakvið útreikningana mjög svipuð hugsuninni bakvið útreikningana sem farið var í hér að ofan.
Hönd | Fjöldi möguleika | Líkur |
Par | $\displaystyle 13 \cdot {4 \choose 2} \cdot {12 \choose 3} \cdot 4^3 = 1.098.240$ | $42,\!26\%$ |
Tvö pör | $\displaystyle {13 \choose 2} \cdot {4 \choose 2}^{\!\!2} \cdot 44 = 123.552$ | $4,\!75\%$ |
Þrenna | $\displaystyle 13 \cdot {4 \choose 3} \cdot {12 \choose 2} \cdot 4^2 = 54.912$ | $2,\!11\%$ |
Röð | $\displaystyle 10 \cdot 4^5 - 10 \cdot 4 = 10.200$ | $0,\!39\%$ |
Litur | $\displaystyle 4 \cdot {13 \choose 5}- 4 \cdot 10 = 5.108$ | $0,\!20\%$ |
Fullt hús | $\displaystyle {13 \choose 2} \cdot 2 \cdot {4 \choose 3} \cdot {4 \choose 2} = 3.744$ | $0,\!14\%$ |
Ferna | $\displaystyle 13 \cdot 48 = 624$ | $0,\!024\%$ |
Litaröð | $\displaystyle 4 \cdot 9 = 36$ | $0,\!0014\%$ |
Konungleg litaröð | $4$ | $0,\!0000015\%$ |
- Terminators. Sótt 4.10.2011.
Hverjar eru líkurnar á að fá „royal flush“ í póker?