Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 291 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?

Spurningin hljóðar svona í heild sinni: Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær verða kettir kynþroska og hvað geta þeir eignast marga kettlinga í einu?

Heimiliskötturinn (Felis silvestris catus) verður kynþroska við 7 til 12 mánaða aldur og undir eðlilegum kringumstæðum verður læða breima fimm sinnum á ári. Kettir fara því ekki á lóðarí, heldur breima þeir. Það eru hundtíkur sem lóða og fara á lóðarí. Meðgangan tekur að meðaltali 63 til 65 daga og meðal kettl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir orðið þunglyndir?

Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir eignast hvolpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Jörðina. Þar kom fram, mér til furðu, að bæði ljón og snæhlébarðar eignast hvolpa. Því spyr ég hvernig eignast köttur hvolp?Engin ástæða er til að ætla annað en þarna sé rétt með farið um málnotkun í sjónvarpsþætti. Hins vegar er orðið ljónsungi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kettir verið hættulegir?

Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir kafað? Hvernig?

Sennilega geta kettir kafað þó þeir forðist vatn eins og heitan eldinn. Fáeinar tegundir katta eru þó lausar við vatnsfælni, svo sem indverski fiskikötturinn (Prionailurus viverrinus) og mun stærri frændi hans, tígrisdýrið (Panthera tigris). Þessar tvær tegundir geta vel haldið í sér andanum þegar þær stinga hausn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?

Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löppunum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir. Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers eru veiðihár á köttum og vaxa þau aftur ef þeir missa þau?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr? er fjallað um hlutverk veiðihára hjá dýrum. Hjá köttum gegna þau mikilvægu hlutverki við skynjun á umhverfinu, líkt og gildir um þreifara hjá skordýrum. Kettir hafa að meðaltali 12 hreyfanleg hár á hvorri hlið trý...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon? Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju? Geta kettir verið andvaka? Hvað pissar meðalmaðurinn mikið á dag? Hvað er úrkoma í grennd? ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Ef kettir missa klær vaxa þær aftur og getur komið sýking? Já, kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins, líkt og neglur okkar mannanna. Það er þeim nauðsynlegt því annars hefðu ansi margir kettir stuttar og slitnar klær. Kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins en e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sjá kettir og hundar eitthvað sem við sjáum ekki?

Hinn mikli náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) velti því fyrir sér í einu af ritum sínum hvort hundar sæju drauga. Þetta ályktaði hann út frá því að eitt sinn var hann út í garði við hús sitt og tók eftir því að svartur labradorhundur sem hann átti starði í ákveðna átt. Darwin sjálfur kvaðst ekki hafa orði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru refir skyldir köttum?

Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?

Hundar eru á margan hátt hættulegri og varasamari dýr en kettir. Hundar eiga það til að bíta fólk og bit þeirra getur verið býsna hættulegt vegna þess að það getur flutt með sér sjúkdóm sem nefnist hundaæði (rabies á erlendum málum). Það er bráður veirusjúkdómur í heila og getur lagst á öll dýr með heitt blóð. Það...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?

Varmi berst með þrennum hætti frá hlut sem er heitari en umhverfið. Í fyrsta lagi verður svokölluð varmaleiðing (e. conduction) sem felst í því að frumeindir og sameindir efnisins kringum hlutinn taka að hreyfast örar en áður og þessi hreyfing eindanna breiðist smám saman út í allar áttir frá hlutnum. Í öðru lagi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju vísar skottið á ljónum og rófan á köttum alltaf upp í loft?

Skottið á ljónum og rófan á köttum vísar alls ekki alltaf upp á við. Staða rófunnar (eða skottsins í tilviki ljónsins) lýsir geðslagi viðkomandi kattardýrs og er afar mikilvæg í samskiptum þess við aðra meðlimi tegundar sinnar. Sperrt rófan á þessum kettlingi gæti verið merki um áhuga eða forvitni. Oft er hægt ...

Fleiri niðurstöður