En burtséð frá vangaveltum Darwins þá byggist skynjun á fleiru en því sem augað nemur. Skynfæri katta og hunda eru mjög vel þróuð og mynda fullkomið samspil sem leiðir til úrlausnar í miðtaugakerfinu líkt og hjá okkur. Dýr lifa í mismunandi skynheimi og skynja því umhverfið á afar breytilegan hátt. Skynheimur hunda og katta er því mjög frábrugðinn þeim skynheimi sem við mennirnir hrærumst í. Þau geta þannig sýnt viðbrögð við einhverjum skynhrifum sem við verðum ekki vör við. Til dæmis getur köttur verið staddur í sama herbergi og einhver manneskja og heyrt í flugu í næsta herbergi. Við heyrum ekki í henni en kötturinn greinir hljóðið og bregst við með því að stara í áttina þaðan sem hljóðið barst frá. Þetta gætu einhverjir túlkað á þá leið að kötturinn hafi séð einhverja yfirskilvitlega veru. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig sjá kettir? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig sjá hundar? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvaða dýr sjá liti rétt? eftir Jörgen Pind
- Getur skynjunin gefið okkur raunverulega þekkingu á veröldinni kringum okkur? eftir Atla Harðarson
- Skynjum við hlutina beint og milliliðalaust? eftir Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Wikipedia.com. Sótt 26.7.2010.
Við vitum að kettir og hundar sjá í svörtu og hvítu en ef þú horfir á ketti þá sérðu að þeir horfa út um allt, þó að þar séu einungis veggir eða gólf. Þannig að ég var að spá hvort kettir og hundar geta séð eitthvað sem við sjáum ekki?