Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig sjá kettir?

Jón Már Halldórsson

Sjón katta er ákaflega vel þróuð. Kettir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir en slík sjón er algeng hjá rándýrum því þau þurfa að meta fjarlægðir og afstöðu hluta í rúmi til dæmis þegar þau eru á veiðum. Rannsóknir á sjón katta bendir til þess að þeir séu frekar nærsýnir þannig að veiðidýr eða hlutur sem er nálægt þeim grípur athygli þeirra en fjarlægari hlutir fara fram hjá þeim. Í augum katta eru bæði svokallaðar keilur og stafir. Stafir og keilur eru sérhæfðar frumur sem nema ljós og senda taugaboð upp í heila. Frumurnar eru viðkvæmar og þess vegna stjórna augun því ljósmagni sem berst þeim með því að draga saman ljósopin í birtu og stækka þau í dimmu, eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssyni við spurningunni Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?

Stafirnir nýtast köttum í myrkri við það að greina snöggar hreyfingar í umhverfinu en keilurnar nýtast í birtu sérstaklega við greiningu á litum.

Kettir geta greint liti en litaskynjun þeirra er ekki jafn þróuð og hjá prímötum. Rannsóknir benda til þess að kettir sjái liti eins og fjólubláan, bláan, grænan og gulan frekar en liti á hinum enda litrófsins eins og rauðan og appelsínugulan eins og sjá má á myndunum.

Hjá köttum virðist rauður vera svartur eða mjög dökkur en grænn virðist fölgrænn enda liggur grænn við jaðar sjónskynjunar kattarins. Litaskyn hunda er svipað.



Fiðrildi eins og mannsaugað greinir það.



Fiðrildi eins og kattaraugað greinir það.

Kattaraugað er þó ekki eins næmt og mannsaugað eða allt að fimmfalt ónæmara. Hundar hafa helmingi næmari sjón en kettir. Sjónsvið katta líkt og hunda er 180° en hjá grasbítum er sjónsviðið mun víðara eða um 350° þar sem augun eru staðsett á sitthvorri hliðinni á höfði þeirra en á rándýrum eru augun á sama fleti. Sjónsvið manna er eitthvað minna en hjá rándýrum.

Skoðið einnig tengdar spurningar

Helstu heimildir, myndir og frekara lesefni um sjón katta:

Video for cats

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.6.2002

Spyrjandi

Henrietta Kjeldal

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig sjá kettir?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2520.

Jón Már Halldórsson. (2002, 24. júní). Hvernig sjá kettir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2520

Jón Már Halldórsson. „Hvernig sjá kettir?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2520>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig sjá kettir?
Sjón katta er ákaflega vel þróuð. Kettir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir en slík sjón er algeng hjá rándýrum því þau þurfa að meta fjarlægðir og afstöðu hluta í rúmi til dæmis þegar þau eru á veiðum. Rannsóknir á sjón katta bendir til þess að þeir séu frekar nærsýnir þannig að veiðidýr eða hlutur sem er nálægt þeim grípur athygli þeirra en fjarlægari hlutir fara fram hjá þeim. Í augum katta eru bæði svokallaðar keilur og stafir. Stafir og keilur eru sérhæfðar frumur sem nema ljós og senda taugaboð upp í heila. Frumurnar eru viðkvæmar og þess vegna stjórna augun því ljósmagni sem berst þeim með því að draga saman ljósopin í birtu og stækka þau í dimmu, eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssyni við spurningunni Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?

Stafirnir nýtast köttum í myrkri við það að greina snöggar hreyfingar í umhverfinu en keilurnar nýtast í birtu sérstaklega við greiningu á litum.

Kettir geta greint liti en litaskynjun þeirra er ekki jafn þróuð og hjá prímötum. Rannsóknir benda til þess að kettir sjái liti eins og fjólubláan, bláan, grænan og gulan frekar en liti á hinum enda litrófsins eins og rauðan og appelsínugulan eins og sjá má á myndunum.

Hjá köttum virðist rauður vera svartur eða mjög dökkur en grænn virðist fölgrænn enda liggur grænn við jaðar sjónskynjunar kattarins. Litaskyn hunda er svipað.



Fiðrildi eins og mannsaugað greinir það.



Fiðrildi eins og kattaraugað greinir það.

Kattaraugað er þó ekki eins næmt og mannsaugað eða allt að fimmfalt ónæmara. Hundar hafa helmingi næmari sjón en kettir. Sjónsvið katta líkt og hunda er 180° en hjá grasbítum er sjónsviðið mun víðara eða um 350° þar sem augun eru staðsett á sitthvorri hliðinni á höfði þeirra en á rándýrum eru augun á sama fleti. Sjónsvið manna er eitthvað minna en hjá rándýrum.

Skoðið einnig tengdar spurningar

Helstu heimildir, myndir og frekara lesefni um sjón katta:

Video for cats

...