Þegar við tökum ljósmynd af einstaklingi í rökkri eru ljósop hans vel opin. Sterkt leifturljósið lendir á rauðum augnbotninum og það er endurkast frá honum sem veldur því augun virðast rauð. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist eru margar myndavélar þannig útbúnar að leifturljósið blikkar nokkrum sinnum áður en myndin er tekin. Það veldur því að ljósopin dragast saman og því eru minni líkur á að ljósið nái að endurkastast af augnbotninum. Mynd:
- Wikipedia - red-eye effect. Sótt 28. 6. 2011