Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr? er fjallað um hlutverk veiðihára hjá dýrum. Hjá köttum gegna þau mikilvægu hlutverki við skynjun á umhverfinu, líkt og gildir um þreifara hjá skordýrum. Kettir hafa að meðaltali 12 hreyfanleg hár á hvorri hlið trýnisins, 24 alls.
Veiðihárin eru tvöfalt þykkari en önnur líkamshár katta og ná þrisvar sinnur dýpra niður í húðina. Við rætur þeirra eru fjöldi taugaenda og þau tengjast þannig taugakerfi kattarins. Veiðihárin gefa kettinum dýrmætar upplýsingar um vindátt, loftþrýsting og hvaðeina sem hann snertir, til dæmis þegar hann athafnar sig í gróðurlendi og þarf að fara hljóðlega um til að styggja ekki bráð.
Fræðiheitið á veiðihárum er vibrissae, dregið af latneska sagnorðinu vibro sem þýðir í nafnhætti „að hrista“ eða „titra“. Það gefur til kynna óvenju mikla næmni háranna fyrir titringi í lofti en hún veitir kettinum mikilvægar upplýsingar um nærliggjandi hlut, stærð hans og lögun án þess að kötturinn sjái hann eða snerti á honum.
Kettir missa veiðihárin og ný koma í staðinn. Um eðlilega endurnýjun er að ræða líkt og á við um öll önnur líkamshár þeirra. Ef trýni á köttum er skoðað má sjá lítil veiðihár sem eru í vexti á milli stórra og fullvaxinna hára.
Heimildir og mynd:Cat's Whiskers á vefsíðunni Moggies - Home of the Online Cat Guide.
Jón Már Halldórsson. „Til hvers eru veiðihár á köttum og vaxa þau aftur ef þeir missa þau?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3623.
Jón Már Halldórsson. (2003, 30. júlí). Til hvers eru veiðihár á köttum og vaxa þau aftur ef þeir missa þau? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3623
Jón Már Halldórsson. „Til hvers eru veiðihár á köttum og vaxa þau aftur ef þeir missa þau?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3623>.