Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Jörðina. Þar kom fram, mér til furðu, að bæði ljón og snæhlébarðar eignast hvolpa. Því spyr ég hvernig eignast köttur hvolp?Engin ástæða er til að ætla annað en þarna sé rétt með farið um málnotkun í sjónvarpsþætti. Hins vegar er orðið ljónsungi líka til í íslensku samkvæmt Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og fleiri heimildum, til dæmis Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals. Í dönsku munu þess konar dýr alltaf vera kölluð løveunger. En afkvæmi nokkurra kattardýra eru sem sagt oft kölluð hvolpar á íslensku. Þetta eru afkvæmi stórkatta, það er tegunda sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Afkvæmi annarra kattadýra eru hins vegar kölluð kettlingar. Þessa málvenju má hugsanlega rekja til áhrifa frá enskri tungu á síðari árum, en á ensku eru afkvæmi stórra kattardýra kölluð cubs eða hvolpar, líkt og afkvæmi hunda. Afkvæmi annarra katta, til dæmis heimiliskattarins (Felis silvestris catus) og annarra kattardýra af Feliseða Leopardus ættkvíslunum svo sem gaupur og blettatígrar, nefnast hins vegar kittens eða kettlingar.
Ljónshvolpar að leik.