Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löppunum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir. Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ef honum er sleppt á hvolfi þá snýr hann skrokkinum við þannig að hann byrjar á því að snúa löppunum í átt til jarðar áður en hann réttir sig fullkomlega við. Þessi hæfileiki smárra kattardýra er ákaflega mikilvægur í lífsbaráttunni því hann gefur þeim færi á að verjast falli og bregðast fljótt við eftir að þau eru lent. Ef kötturinn kemur niður á löppunum er hann eldfljótur að hlaupa á brott frá stærri rándýrum eða stökkva á bráð sína. Frá sjónarmiði eðlisfræðinnar er það engan veginn auðskilið að kötturinn skuli yfirhöfuð geta snúið sér í loftinu til þess að lenda á fótunum. Hann hefur ekkert að spyrna í! Hreyfingarnar sem kötturinn beitir í fallinu eru því býsna flóknar og eru þær sýndar að nokkru leyti á myndinni hér á undan. Hún er tekin úr kennslubók í eðlisfræði fyrir fyrsta ár í háskóla þar sem fjallað er meðal annars um varðveislu hverfiþungans sem svo er kölluð. Mynd: Benson, Harris, University Physics.
Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?
Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löppunum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir. Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ef honum er sleppt á hvolfi þá snýr hann skrokkinum við þannig að hann byrjar á því að snúa löppunum í átt til jarðar áður en hann réttir sig fullkomlega við. Þessi hæfileiki smárra kattardýra er ákaflega mikilvægur í lífsbaráttunni því hann gefur þeim færi á að verjast falli og bregðast fljótt við eftir að þau eru lent. Ef kötturinn kemur niður á löppunum er hann eldfljótur að hlaupa á brott frá stærri rándýrum eða stökkva á bráð sína. Frá sjónarmiði eðlisfræðinnar er það engan veginn auðskilið að kötturinn skuli yfirhöfuð geta snúið sér í loftinu til þess að lenda á fótunum. Hann hefur ekkert að spyrna í! Hreyfingarnar sem kötturinn beitir í fallinu eru því býsna flóknar og eru þær sýndar að nokkru leyti á myndinni hér á undan. Hún er tekin úr kennslubók í eðlisfræði fyrir fyrsta ár í háskóla þar sem fjallað er meðal annars um varðveislu hverfiþungans sem svo er kölluð. Mynd: Benson, Harris, University Physics.
Útgáfudagur
25.2.2002
Spyrjandi
Ólafía Sveinsdóttir
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2139.
Jón Már Halldórsson. (2002, 25. febrúar). Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2139
Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2139>.