Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 133 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?

Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?

Barrskógabelti jarðar, sem gengur gjarnan undir orðinu taiga í erlendum málum, liggur aðallega á svæðum á milli 50° og 60° norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurpól. Mestir eru barrskógarnir í Rússlandi þar sem langstærstur hluti þeirra vex, auk þess sem skógarnir teygja sig suður yfir landamærin til norðurhlu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?

Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?

Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) (laxfiskaættin Salmonidae) fjölgar sér úti í náttúrinni í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku, en hérlendis hrygnir hann ekki nema í eldi. Hann er af sömu ættkvísl og Kyrrahafslaxar. Til eru bæði staðbundnir stofnar í ám á vesturströnd Norð...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni?

Hæsti hiti sem mælst hefur á jörðinni er 57,7°C. Sá hiti var mældur í Líbýu í Afríku þann 13. september 1922. Lægsti hiti sem mældur hefur verið í Afríku var í Marokkó 11. febrúar 1935. Þá var hitinn –23,9 °C. Hæsti hiti sem mældur hefur verið á Suðurskautslandinu var á Vonarflóa (e. Hope Bay) og var hann ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?

Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er pizzly? Gæti stofn af pizzly-björnum orðið til? Heitið „pizzly“ er viðurkennt alþýðuheiti yfir blending brúnbjarnar (Ursus arctos) og hvítabjarnar (Ursus maritimus). Formlegt vísindaheiti hefur ekki náð alþjóðlegri útbreiðslu. Það eru vísbendingar um að í kjölfar...

category-iconUmhverfismál

Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?

Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig voru loðfílar?

Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...

category-iconLandafræði

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?

Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag! Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir voru denisóvamenn?

Í dag lifir aðeins ein tegund manna á jörðinni, Homo sapiens, sem við tilheyrum. Fyrir 100.000 árum voru hins vegar fjórir ef ekki fleiri hópar (eða tegundir) manna á jörðinni. Auk okkar hafa flestir heyrt um neanderdalsmenn og einhverjir um hina lágvöxnu flóreseyjamenn í Suðaustur-Asíu.[1] Í þessu svari verður fj...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?

Orðið GULAG (eða GULag) er skammstöfun og stendur fyrir Главное Управление Лагерей (Glavnoe Upravlenie Lagerej) sem þýðir einfaldlega „yfirstjórn búða“. Heitið er tilkomið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?

Þetta er ein af þeim spurningum sem mætti svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Af hverju ættu rándýr ekki að éta kjöt? Og síðan mætti bæta við: Ef rándýr ætu ekki kjöt, væru þau þá rándýr? Hér er vert að hafa í huga orðið sem notað er í mörgum málum um rándýr, samanber í ensku carnivore. Þetta orð ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um fálka?

Fálkinn (Falco rusticolus) er ein af þremur ránfuglstegundum sem verpir hér á landi. Fálkinn er stærsta fálkategund heims. Karlfuglar eru um 900-1500 grömm og kvenfuglar um 1300-2100 grömm. Minnsta fálkategundin, smyrill (Falco columbriaris) lifir einnig á Íslandi. Heimkynni fálka. Dökk-appelsínugula svæðið sýn...

Fleiri niðurstöður