Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?

Gísli Már Gíslason



Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) (laxfiskaættin Salmonidae) fjölgar sér úti í náttúrinni í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku, en hérlendis hrygnir hann ekki nema í eldi. Hann er af sömu ættkvísl og Kyrrahafslaxar.


Til eru bæði staðbundnir stofnar í ám á vesturströnd Norður-Ameríku og stofnar sem ganga í sjó, líkt og þekkist hjá urriða og bleikju á Íslandi og í Evrópu. Regnbogasilungur þolir meira hitasvið og þarf ekki eins hreint og súrefnisríkt vatn og urriði og bleikja. Í náttúrunni lifir hann á skordýrum, krabbadýrum og smáfiski, þar á meðal silungaseiðum. Regnbogasilung var dreift um alla Norður-Ameríku á nítjándu öld og fannst um alla álfuna um 1870. Hann var fluttur til Bretlands um 1880 til eldis í vötnum, bæði náttúrulegum vötnum og nýmynduðum til sportveiða. Þótti hann skemmtilegri veiðifiskur en karparnir og aborrarnir sem voru algengir í þessum vötnum.

Regnbogasilungur var síðan fluttur til annarra Evrópulanda. Hann var fluttur til Noregs 1908 og til Íslands um 1950, en þeim stofni var eytt vegna nýrnaveiki. Hann var fluttur aftur til landsins stuttu síðar. Regnbogasilungur berst hingað einnig öðru hvoru á náttúrulegan hátt, sennilega úr fiskeldi í Færeyjum. Regnbogasilungur er nær eingöngu alinn til manneldis í dag, en nokkuð er um að honum sé sleppt í vötn til sportveiða, til dæmis í Reynisvatn fyrir ofan Grafarholt í Reykjavík.

Regnbogasilungur hrygnir á vorin, en ekki á haustin eins og evrópskir laxfiskar. Hrognin klekjast því á haustin og lifa seiðin ekki af veturinn austan Atlantsála. Hrogn laxfiska sem hrygna á haustin klekjast síðla vetrar og á vorin og nýta seiðin því sumarið til vaxtar þegar þau fara af kviðpokaseiðastiginu.

Regnbogasilungur er því aðeins eldisfiskur í Evrópu og þar sem hann hefur sloppið úr eldi hefur hann ekki getað tímgast nema í undantekningartilfellum. Hann fannst hrygnandi í læk á Hvalfjarðarströnd um 1990 en ólíklegt er að seiðin hafi lifað af fyrsta veturinn. Vinsældir regnbogasilungs sem eldisfisks stafa af því hve hann vex hratt og hve hann er ódýr í eldi. Hann verður 25 cm langur (og allt að 56 cm) eftir 2-3 ár og um 1 kg eftir 3-4 ár. Hængar verða kynþroska eins til tveggja ára gamlir og hrygnur tveggja til þriggja ára. Hann verður allt að 9,4 kg að þyngd í Evrópu og í N-Ameríku verður hann allt að 20 kg að þyngd.

Annar Kyrrahafslax hefur borist til Íslands og er það bleiklax (O. gorbuscha). Hann barst hingað um og eftir 1960 úr hafbeit á Kólaskaga í Rússlandi en hans hefur ekki orðið vart eftir að eldið lagðist af um 1980. Rússarnir fluttu hann úr Kyrrahafinu og úr ám sem liggja í Íshafið í austanverðri Síberíu vestur á Kólaskaga.


Mynd fengin af vefsetri Global Connection

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

25.6.2000

Spyrjandi

Gísli Sigurhansson

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=569.

Gísli Már Gíslason. (2000, 25. júní). Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=569

Gísli Már Gíslason. „Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=569>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?


Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) (laxfiskaættin Salmonidae) fjölgar sér úti í náttúrinni í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku, en hérlendis hrygnir hann ekki nema í eldi. Hann er af sömu ættkvísl og Kyrrahafslaxar.


Til eru bæði staðbundnir stofnar í ám á vesturströnd Norður-Ameríku og stofnar sem ganga í sjó, líkt og þekkist hjá urriða og bleikju á Íslandi og í Evrópu. Regnbogasilungur þolir meira hitasvið og þarf ekki eins hreint og súrefnisríkt vatn og urriði og bleikja. Í náttúrunni lifir hann á skordýrum, krabbadýrum og smáfiski, þar á meðal silungaseiðum. Regnbogasilung var dreift um alla Norður-Ameríku á nítjándu öld og fannst um alla álfuna um 1870. Hann var fluttur til Bretlands um 1880 til eldis í vötnum, bæði náttúrulegum vötnum og nýmynduðum til sportveiða. Þótti hann skemmtilegri veiðifiskur en karparnir og aborrarnir sem voru algengir í þessum vötnum.

Regnbogasilungur var síðan fluttur til annarra Evrópulanda. Hann var fluttur til Noregs 1908 og til Íslands um 1950, en þeim stofni var eytt vegna nýrnaveiki. Hann var fluttur aftur til landsins stuttu síðar. Regnbogasilungur berst hingað einnig öðru hvoru á náttúrulegan hátt, sennilega úr fiskeldi í Færeyjum. Regnbogasilungur er nær eingöngu alinn til manneldis í dag, en nokkuð er um að honum sé sleppt í vötn til sportveiða, til dæmis í Reynisvatn fyrir ofan Grafarholt í Reykjavík.

Regnbogasilungur hrygnir á vorin, en ekki á haustin eins og evrópskir laxfiskar. Hrognin klekjast því á haustin og lifa seiðin ekki af veturinn austan Atlantsála. Hrogn laxfiska sem hrygna á haustin klekjast síðla vetrar og á vorin og nýta seiðin því sumarið til vaxtar þegar þau fara af kviðpokaseiðastiginu.

Regnbogasilungur er því aðeins eldisfiskur í Evrópu og þar sem hann hefur sloppið úr eldi hefur hann ekki getað tímgast nema í undantekningartilfellum. Hann fannst hrygnandi í læk á Hvalfjarðarströnd um 1990 en ólíklegt er að seiðin hafi lifað af fyrsta veturinn. Vinsældir regnbogasilungs sem eldisfisks stafa af því hve hann vex hratt og hve hann er ódýr í eldi. Hann verður 25 cm langur (og allt að 56 cm) eftir 2-3 ár og um 1 kg eftir 3-4 ár. Hængar verða kynþroska eins til tveggja ára gamlir og hrygnur tveggja til þriggja ára. Hann verður allt að 9,4 kg að þyngd í Evrópu og í N-Ameríku verður hann allt að 20 kg að þyngd.

Annar Kyrrahafslax hefur borist til Íslands og er það bleiklax (O. gorbuscha). Hann barst hingað um og eftir 1960 úr hafbeit á Kólaskaga í Rússlandi en hans hefur ekki orðið vart eftir að eldið lagðist af um 1980. Rússarnir fluttu hann úr Kyrrahafinu og úr ám sem liggja í Íshafið í austanverðri Síberíu vestur á Kólaskaga.


Mynd fengin af vefsetri Global Connection...