Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni?

Þórunn Jónsdóttir



Hæsti hiti sem mælst hefur á jörðinni er 57,7°C. Sá hiti var mældur í Líbýu í Afríku þann 13. september 1922. Lægsti hiti sem mældur hefur verið í Afríku var í Marokkó 11. febrúar 1935. Þá var hitinn –23,9 °C.

Hæsti hiti sem mældur hefur verið á Suðurskautslandinu var á Vonarflóa (e. Hope Bay) og var hann 14,6°C, mældur 5. janúar 1957. Lægsti hiti sem mældur hefur verið þar er –89,2°C og er það lægsti hiti sem mældur hefur verið á jörðinni. Hitinn var mældur í Vostock II, 21. júlí 1983.

Í Asíu er hitametið 53,9°C. Sá hiti var mældur í Ísrael 21. júní 1942. Í Asíu er lægsti hitinn sem mælst hefur –69,8°C. Hann var mældur í Síberíu 7. febrúar 1892.

Ástralska hitametið mældist 50,7°C. Hitinn var mældur í Ooddnatta í Suður-Ástralíu 2. janúar 1960. Lægsti hitinn í Ástralíu var mældur í Charlotte Pass, New South Wales 29. júní 1994. Hitinn var –23°C.

Hæsti hiti í Evrópu var mældur á Spáni 4. ágúst 1881 og var 50°C. Í Rússlandi hefur mælst lægsti hiti Evrópu og var hann -55°C. Ekki er víst hvenær sá hiti var mældur.

Hitametið í Norður-Ameríku er 56,7°C. Sá hiti var mældur í Dauðadal (Death Valley) í Bandaríkjunum 10. júlí 1913. Lægsti hitinn í Norður-Ameríku var mældur í Kanada 3. febrúar 1947 og var hitinn –63°C.

Í Suður-Ameríku var hitinn mestur í Argentínu 11. desember 1905. Hitinn mældist 48,9°C. Lægsti hiti Suður-Ameríku var einnig mældur í Argentínu og var hann mældur 1. júní 1907. Hitinn var – 33°C.



Á Íslandi er hæsti hiti sem mælst hefur 30,5°C og var sá hiti mældur á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Hitinn 36°C var mældur á Teigarhorni árið 1940, en sú mæling er ekki talin vera trúverðug. Það hefur líka gerst erlendis að hitamælingar séu ekki taldar trúverðugar; til dæmis átti að hafa verið mældur 70°C hiti í Portúgal í júlí árið 1949.

Heimildir:Myndin er af Teigarhorni og er fengin á vef Náttúruverndar

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.



Mynd: HB

Höfundur

nemandi í Langholtsskóla

Útgáfudagur

12.3.2002

Spyrjandi

Gunnar Sæmundsson
Andri Stefánsson

Tilvísun

Þórunn Jónsdóttir. „Hver er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2177.

Þórunn Jónsdóttir. (2002, 12. mars). Hver er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2177

Þórunn Jónsdóttir. „Hver er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2177>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni?


Hæsti hiti sem mælst hefur á jörðinni er 57,7°C. Sá hiti var mældur í Líbýu í Afríku þann 13. september 1922. Lægsti hiti sem mældur hefur verið í Afríku var í Marokkó 11. febrúar 1935. Þá var hitinn –23,9 °C.

Hæsti hiti sem mældur hefur verið á Suðurskautslandinu var á Vonarflóa (e. Hope Bay) og var hann 14,6°C, mældur 5. janúar 1957. Lægsti hiti sem mældur hefur verið þar er –89,2°C og er það lægsti hiti sem mældur hefur verið á jörðinni. Hitinn var mældur í Vostock II, 21. júlí 1983.

Í Asíu er hitametið 53,9°C. Sá hiti var mældur í Ísrael 21. júní 1942. Í Asíu er lægsti hitinn sem mælst hefur –69,8°C. Hann var mældur í Síberíu 7. febrúar 1892.

Ástralska hitametið mældist 50,7°C. Hitinn var mældur í Ooddnatta í Suður-Ástralíu 2. janúar 1960. Lægsti hitinn í Ástralíu var mældur í Charlotte Pass, New South Wales 29. júní 1994. Hitinn var –23°C.

Hæsti hiti í Evrópu var mældur á Spáni 4. ágúst 1881 og var 50°C. Í Rússlandi hefur mælst lægsti hiti Evrópu og var hann -55°C. Ekki er víst hvenær sá hiti var mældur.

Hitametið í Norður-Ameríku er 56,7°C. Sá hiti var mældur í Dauðadal (Death Valley) í Bandaríkjunum 10. júlí 1913. Lægsti hitinn í Norður-Ameríku var mældur í Kanada 3. febrúar 1947 og var hitinn –63°C.

Í Suður-Ameríku var hitinn mestur í Argentínu 11. desember 1905. Hitinn mældist 48,9°C. Lægsti hiti Suður-Ameríku var einnig mældur í Argentínu og var hann mældur 1. júní 1907. Hitinn var – 33°C.



Á Íslandi er hæsti hiti sem mælst hefur 30,5°C og var sá hiti mældur á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. Hitinn 36°C var mældur á Teigarhorni árið 1940, en sú mæling er ekki talin vera trúverðug. Það hefur líka gerst erlendis að hitamælingar séu ekki taldar trúverðugar; til dæmis átti að hafa verið mældur 70°C hiti í Portúgal í júlí árið 1949.

Heimildir:Myndin er af Teigarhorni og er fengin á vef Náttúruverndar

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.



Mynd: HB...