Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?

Helgi Björnsson

Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrnun Grænlandsjökuls og er hlutur hans nú talinn nærri 30% af heildinni. Stærsti hluti Suðurskautsíssins er enn nærri jafnvægi en veruleg bráðnun hefur þó orðið á vestasta og lægsta hluta hans.

Ísbirnir og veiðimenn á Grænlandi fara yfir hafísbreiður nærri landi við selveiðar. Hvernig fara þeir að þegar hafísinn hverfur?

Sjávarborð er nú um 20 cm hærra en það var fyrir hundrað árum og það rís um 3,4 mm á hverju ári. Helmingur af þessari hækkun er vegna þess að hafið hefur hitnað og þanist út. Hinn helmingurinn stafar af því að jöklar bráðna um allan heim. Hafísbreiðan á Norður-Íshafi er nú að meðaltali einum metra þynnri en hún var um 1980 og siglingaleiðir hafa opnast æ fyrr hvert sumar með fram ströndum Síberíu og um Barentssund til Kyrrahafs. Þótt hafís sem flýtur á sjó bráðni hækkar sjávarborðið ekki.

Sjávarborð er nú um 20 cm hærra en það var fyrir hundrað árum og það rís um 3,4 mm á hverju ári.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndirnar eru úr sömu bók og eru eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

31.10.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?“ Vísindavefurinn, 31. október 2017, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72455.

Helgi Björnsson. (2017, 31. október). Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72455

Helgi Björnsson. „Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2017. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72455>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?
Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrnun Grænlandsjökuls og er hlutur hans nú talinn nærri 30% af heildinni. Stærsti hluti Suðurskautsíssins er enn nærri jafnvægi en veruleg bráðnun hefur þó orðið á vestasta og lægsta hluta hans.

Ísbirnir og veiðimenn á Grænlandi fara yfir hafísbreiður nærri landi við selveiðar. Hvernig fara þeir að þegar hafísinn hverfur?

Sjávarborð er nú um 20 cm hærra en það var fyrir hundrað árum og það rís um 3,4 mm á hverju ári. Helmingur af þessari hækkun er vegna þess að hafið hefur hitnað og þanist út. Hinn helmingurinn stafar af því að jöklar bráðna um allan heim. Hafísbreiðan á Norður-Íshafi er nú að meðaltali einum metra þynnri en hún var um 1980 og siglingaleiðir hafa opnast æ fyrr hvert sumar með fram ströndum Síberíu og um Barentssund til Kyrrahafs. Þótt hafís sem flýtur á sjó bráðni hækkar sjávarborðið ekki.

Sjávarborð er nú um 20 cm hærra en það var fyrir hundrað árum og það rís um 3,4 mm á hverju ári.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndirnar eru úr sömu bók og eru eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

...