Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 273 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi?

Munur er á fyrrverandi og þáverandi. Fyrrverandi merkir ‘sem áður var’, til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi rektor, fyrrverandi prófessor, fyrrverandi leikhússtjóri, fyrrverandi fóstra, fyrrverandi kennari og svo framvegis. Þetta fólk gegndi ákveðnu embætti áður fyrr en ekki lengur, oft vegna aldurs, en þe...

category-iconNæringarfræði

Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?

Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...

category-iconFornfræði

Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða kona er á svissneskum myntum?

Á flestum svissneskum myntum sem nú eru í umferð er mynd af konu sem þarlendir nefna Helvetia. Helvetía er tákngervingur Sviss en latneska heiti landsins er Confederatio Helvetica. Helvetía er því ekki raunveruleg kona en gegnir svipuðu hlutverki fyrir Svisslendinga og fjallkonan fyrir Íslendinga. Íslendingar hafa...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?

Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar?

Höfuðin fjögur á fjallinu Rushmore í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum eru af forsetunum George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Roosevelt. Andlitin eru um 20 metrar á hæð. Forsetarnir fjórir höfðu hver um sig mikil áhrif á þróun og sögu Bandaríkjanna. George Washington var til dæmis fyr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?

Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ek...

category-iconHagfræði

Var til 1000 króna seðill 1944?

Nei, það var ekki til 1000 króna seðill árið 1944. Verðmesti seðillinn sem var í umferð 1944 var 500 króna seðill og var hann fyrst gefinn út það ár. Hann var grænn að lit, á framhliðinni var andlitsmynd af Jóni Sigurðssyni en á bakliðinni var mynd af Þingvöllum. Seðillinn var í gildi til ársloka 1947 en með nýrri...

category-iconLögfræði

Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?

Upprunalega spurningin var: Er til skilgreining á hugtakinu stofnun, þá er til dæmis átt við kirkjuna eða sjúkrahús sem stofnun? Stofnun er meðal annars skilgreind sem „föst starfsemi með ákveðin verkefni í almanna þágu“, og einnig „eitthvað fyrirtæki eða annars konar skipulögð starfsemi, opinber eður ei, s...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig fer passaskoðun fram þegar strangtrúaðar múslimakonur með blæju fyrir andlitinu eiga í hlut?

Eins og kunnugt er bera sumar strangtrúaðar múslimskar konur blæju sem þekur ekki eingöngu hár þeirra og axlir heldur einnig andlit þeirra. Ef ferðamenn eru þannig til fara liggur það í hlutarins eðli að erfitt er fyrir lögreglu og útlendingaeftirlit að sannreyna að manneskjan sem fer í gegnum vegabréfsskoðunina s...

category-iconFélagsvísindi

Hvar eru íslensku peningarnir prentaðir, eða má enginn vita það?

Það er ekkert leyndarmál að íslensku peningaseðlarnir eru prentaðir hjá fyrirtæki í Englandi sem nefnist De La Rue. De La Rue er afar umsvifamikið fyrirtæki í peningaprentun og kemur að prentun peningaseðla í um 150 ríkjum. Fyrirtækið er nær tveggja alda gamalt og nefnt eftir stofnandanum, Thomas de la Rue. Íslens...

category-iconLögfræði

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?

Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....

category-iconVísindi almennt

Hverjir hafa hafnað Nóbelsverðlaununum og af hverju?

Fimm einstaklingar hafa hafnað Nóbelsverðlaunum frá því þau voru fyrst veitt árið 1901. Þetta eru þeir Boris Pasternak, Jean-Paul Sartre, Le Duc Tho, Adolf Butenandt og Gerhard Domagk. Tveir þeir síðastnefndu tóku þó við verlaununum að lokum. Árið 1958 hlaut sovéski rithöfundurinn Boris Leonídovítsj Pasternak (...

category-iconFélagsvísindi

Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?

Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þát...

category-iconMálvísindi: almennt

Hversu langan tíma tekur það að búa til tvö tungumál úr einu?

Ætla má að spyrjandi eigi við það hvenær tiltekið tungumál hafi þróast svo mikið að hægt sé að tala um nýtt tungumál og hversu langan tíma það taki. Grundvallaratriði í þessu samhengi er skilgreining hugtaksins tungumál. Eins og áður hefur komið fram í svari Diane Nelson við spurningu um fjölda tungumála í heim...

Fleiri niðurstöður