Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Munur er á fyrrverandi og þáverandi. Fyrrverandi merkir ‘sem áður var’, til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi rektor, fyrrverandi prófessor, fyrrverandi leikhússtjóri, fyrrverandi fóstra, fyrrverandi kennari og svo framvegis. Þetta fólk gegndi ákveðnu embætti áður fyrr en ekki lengur, oft vegna aldurs, en þekkist ef til vill best af störfum sínum.

Fyrrverandi merkir ‘sem áður var’, til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi rektor, fyrrverandi prófessor.

Þegar talað er um þáverandi er verið að vísa til ákveðins atburðar eða tímabils, til dæmis 1963 var þáverandi rektor MR Kristinn Ármannsson. Þáverandi menntamálaráðherra XX lagði fram miðlunartillögu. Fjölmörg góð dæmi um þáverandi er að finna á Tímarit.is.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.2.2021

Spyrjandi

Guðný Björnsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2021, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79608.

Guðrún Kvaran. (2021, 18. febrúar). Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79608

Guðrún Kvaran. „Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2021. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79608>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi?
Munur er á fyrrverandi og þáverandi. Fyrrverandi merkir ‘sem áður var’, til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi rektor, fyrrverandi prófessor, fyrrverandi leikhússtjóri, fyrrverandi fóstra, fyrrverandi kennari og svo framvegis. Þetta fólk gegndi ákveðnu embætti áður fyrr en ekki lengur, oft vegna aldurs, en þekkist ef til vill best af störfum sínum.

Fyrrverandi merkir ‘sem áður var’, til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi rektor, fyrrverandi prófessor.

Þegar talað er um þáverandi er verið að vísa til ákveðins atburðar eða tímabils, til dæmis 1963 var þáverandi rektor MR Kristinn Ármannsson. Þáverandi menntamálaráðherra XX lagði fram miðlunartillögu. Fjölmörg góð dæmi um þáverandi er að finna á Tímarit.is.

Mynd:...