Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2935 svör fundust
Hvaða áhrif hefur dægurklukkan á svefn?
Í stuttu máli má segja að dægurklukkan knýi áfram og samhæfi margbreytilega virkni í líkamanum sem sveiflast yfir sólarhringinn. Gott dæmi um það er dægursveifla melatóníns. Í takti við melatónín eru dægursveiflur í líkamshita en andhverfar, það er hæsti styrkur melatóníns er þegar líkamshitinn er lægstur og öfugt...
Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt?
Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað má reikna með að 1% atvinnuleysi þýði margra milljarða króna minni tekjur fyrir þjóðarbúið? Þessari spurningu reyndi bandaríski hagfræðingurinn Arthur Okun (1928-1980) að svara um bandaríska hagkerfið árið 1962 í skýrslu sinni Potential GNP: It's measurement and significance. ...
Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?
Því er til að svara að hrekkjavakan sem slík hefur líklega ekki merkjanleg áhrif á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Hins vegar er til vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni, það e...
Hvaða áhrif hefur ofþjálfun á líkamann?
Skilgreiningar á ofþjálfun (e. overtraining) hafa verið á talsverðu reiki og orðið er bæði notað í mjög þröngri merkingu en einnig mjög víðri. Ofþjálfun er því oft notað yfir mörg mismunandi fyrirfæri í líkamanum. Árið 2013 var sett fram skilgreining sem flestir fræðimenn hafa stuðst við síðan.[1] Í henni felst að...
Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...
Hvaða áhrif hefur fitusprenging á mjólk?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða mjólkurvörur eru fitusprengdar?Er rjómi fitusprengdur? Er rjómi sem notaður er í smjör fitusprengdur? Lesa má um fitusprengingu og hvernig hún virkar í mjólkurafurðum í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd? og eru lese...
Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?
Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...
Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?
Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...
Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?
Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...
Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?
Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar. Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í...
Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?
Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...
Hversu mikil gjóska myndaði landnámslagið og hve lengi stóð gosið yfir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld? Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla...
Hvaða áhrif hefur minkur á íslenskt vistkerfi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru stundaðar skipulegar veiðar á mink á Íslandi? Er hann svona mikill skaðvaldur? Að hvaða leyti?Lesa má um veiðar á mink í svari sömu höfunda við spurningunni: Hvernig er minkaveiðum háttað á Íslandi? Almennt gildir að möguleikar rándýrs til að hafa á...
Hver eru helstu áhrif flúors á manninn?
Flúor sem frumefni er mjög hvarfgjarnt gulgrænt tærandi gas, en í náttúrunni er það yfirleitt bundið í steinefnum eins og til dæmis flúrspati (CaF2), krýólíti (Na3AlF6) eða sílíkötum. Vatnsefnisflúoríð eða HF er litlaus en lyktsterk gastegund sem myndar flúrsýru í vatni. Flúor er rafdrægasta frumefnið, þ.e. það ...
Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?
Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...