
Við líkamlega áreynslu gengur á orkubirgðir líkamans og slit verður á vefjum hans. Ef endurheimt eftir áreynslu tekur óeðlilega langan tíma er talað um ofþjálfun.
- Röskun á heilastarfsemi sem kemur fram í geðsveiflum og depurð og talin stafa af röskun á jafnvægi heilaboðefna (hugsanlega boðefnunum seratóníni og/eða dópamíni).
- Röskun á jafnvægi á milli semjuhluta (sympatíska) og utansemjuhluta (parasympatíska) ósjálfráða taugakerfisina. Þekkist bæði að ofvirkni verði í semjuhlutanum og vanvirkni í utansemjuhlutanum, en einnig öfugt, það er að það verði vanvirkni í semjuhlutanum og ofvirkni í utansemjuhlutanum.
- Ójafnvægi á milli vefaukandi (anabólískra) og frálífandi (katabólískra) stera í líkamanum, það er testósteróns og kortisóls. Þá verður of mikil framleiðsla á kortisóli í líkamanum miðað við framleiðslu á testósteróni og fleirum vefaukandi hormónum.
- Bæling getur einnig orðið á ónæmiskerfinu, sennilega annað hvort vegna orkuskorts eða ofvirkni hormóna eins og kortisóls.
- Einnig hafa fundist vísbendingar um röskun á, eða ójafnvægi á, ýmsum öðrum hormónum (vaxtarhormón, prólaktín, kynkveikjuhormón og fleiri) og boðefnakerfum, eins og frumuboðum (cytókínum) og boðferlum fruma.

Einkenni ofþjálfunar geta verið margskonar, meðal annars minnkuð afkastageta en einnig getur fylgt andleg og líkamleg þreyta, orkuleysi, svefnleysi, lystarleysi, depurð og jafnvel þunglyndi.
- ^ Meeusen, R., Duclos, M., Foster, C., Fry, A., Gleeson, M., Nieman, D., Raglin, J., Rietjens, G., Steinacker, J. og Urhausen, A. (2013). Prevention, diagnosis, and treatment of the overtraining syndrome: joint consensus statement of the European College of Sport Science and the American College of Sports Medicine. Medicine & Science in Sports & Exercise, 45(1): 186-205.
- ^ Hægt er að lesa meira um rákvöðvarof til dæmis í stuttri grein á doktor.is : Hvað er ofþjálfun – rákvöðvarof ? og í grein í Læknablaðinu (2016, 102(3)) Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna áreynslurákvöðvarofs árin 2008-2012.
- Runner | Flickr. Höfundur myndar: nakashi. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 15.3.2021).
- How Much Exercise Is Too Much? - Finix Fitness. (Sótt 15.3.2021).