- Röskun á heilastarfsemi sem kemur fram í geðsveiflum og depurð og talin stafa af röskun á jafnvægi heilaboðefna (hugsanlega boðefnunum seratóníni og/eða dópamíni).
- Röskun á jafnvægi á milli semjuhluta (sympatíska) og utansemjuhluta (parasympatíska) ósjálfráða taugakerfisina. Þekkist bæði að ofvirkni verði í semjuhlutanum og vanvirkni í utansemjuhlutanum, en einnig öfugt, það er að það verði vanvirkni í semjuhlutanum og ofvirkni í utansemjuhlutanum.
- Ójafnvægi á milli vefaukandi (anabólískra) og frálífandi (katabólískra) stera í líkamanum, það er testósteróns og kortisóls. Þá verður of mikil framleiðsla á kortisóli í líkamanum miðað við framleiðslu á testósteróni og fleirum vefaukandi hormónum.
- Bæling getur einnig orðið á ónæmiskerfinu, sennilega annað hvort vegna orkuskorts eða ofvirkni hormóna eins og kortisóls.
- Einnig hafa fundist vísbendingar um röskun á, eða ójafnvægi á, ýmsum öðrum hormónum (vaxtarhormón, prólaktín, kynkveikjuhormón og fleiri) og boðefnakerfum, eins og frumuboðum (cytókínum) og boðferlum fruma.
- ^ Meeusen, R., Duclos, M., Foster, C., Fry, A., Gleeson, M., Nieman, D., Raglin, J., Rietjens, G., Steinacker, J. og Urhausen, A. (2013). Prevention, diagnosis, and treatment of the overtraining syndrome: joint consensus statement of the European College of Sport Science and the American College of Sports Medicine. Medicine & Science in Sports & Exercise, 45(1): 186-205.
- ^ Hægt er að lesa meira um rákvöðvarof til dæmis í stuttri grein á doktor.is : Hvað er ofþjálfun – rákvöðvarof ? og í grein í Læknablaðinu (2016, 102(3)) Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna áreynslurákvöðvarofs árin 2008-2012.
- Runner | Flickr. Höfundur myndar: nakashi. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 15.3.2021).
- How Much Exercise Is Too Much? - Finix Fitness. (Sótt 15.3.2021).