- Hvaða mjólkurvörur eru fitusprengdar?
- Er rjómi fitusprengdur? Er rjómi sem notaður er í smjör fitusprengdur?
Hvaða áhrif hefur fitusprengingin á mjólkina?
- Fitusprenging gefur mjólkinni meiri fyllingu því fitukúlurnar eru jafndreifðar í mjólkinni í stað þess að safnast saman á yfirborðinu.
- Fitusprengda mjólkin er hvítari á litinn en sú ófitusprengda vegna þess að litlu fitukúlurnar dreifa ljósi meira en stóru fitukúlurnar.
- Mjólkurfita er viðkvæm fyrir oxun vegna súrefnis. Geymslutími mjólkur eykst við fitusprengingu þar sem fitan í mjólkinni skemmist síður þegar hún er dreifð um mjólkina og súrefni hefur ekki greiðan aðgang að fitunni. Geymslutími mjólkurafurða sem eru framleidd úr fitusprengdri mjólk er einnig lengri en með ófitusprengdri mjólk.
- Fitusprengd mjólk er viðkvæmari fyrir ljósi sem kemur ekki að sök þar sem hún er í ógegnsæjum umbúðum og geymd í myrkum ísskáp fjarri ljósi.
- Fitusprengd mjólk hentar ekki jafn vel í framleiðslu allra osta.
- Homogenizers | Dairy Processing Handbook. TetraPac.com. (Sótt 11.5.2022).
- Reglugerð um mjólkurvörur nr. 851 (2012). (Sótt 12.5.2022).
- Mynd: Arby's.ca. (Sótt 12.5.2022).