Hve þungur er lítri af rjóma?Mjólkurfita er eðlisléttari en vatn og þar sem rjómi og mjólkurafbrigði (nýmjólk, léttmjólk og undanrenna) eru að stærstum hluta vatn getum við sagt til um röð eðlismassa þessara vökva ef við vitum fitumagnið í vökvanum. Magn annarra efna í þessum mjólkurvörum skiptir einnig máli. Rjómi er langfeitastur (36% fita), nýmjólkin næstfeitust (3,9% fita), þá léttmjólkin (1,5% fita) og undanrennan rekur lestina (0,1% fita). Rjóminn ætti því að vera mun eðlisléttari en mjólkin en það ætti ekki að vera mikill munur á eðlismassa mjólkurafbrigðanna. Sú er líka raunin eins og sést í töflunni hér fyrir neðan, þar sem einn lítri af rjóma vegur 0,997 kg en mjólkurafbrigðin vega 1,032-1,035 kg.
Vara | |||||
---|---|---|---|---|---|
Rjómi | |||||
Nýmjólk | |||||
Léttmjólk | |||||
Undanrenna |
- ^ Eðlismassar eru fengnir frá starfsmönnum mjólkurvinnslunnar MS. Aðrar tölur í töflunni eru fengnar af heimasíðu mjólkurvinnslunnar MS.
- Dairy Processing Handbook - Tetra Pak. (Sótt 13.4.2022).
- Density of Milk and the Trick Question About the Weight of a Gallon of Milk - Matmatch. (Sótt 13.4.2022).
- Parenting.firstcry.com. (Sótt 13.4.2022).