Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?

Gylfi Magnússon

Því er til að svara að hrekkjavakan sem slík hefur líklega ekki merkjanleg áhrif á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Hins vegar er til vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni, það er maí til október, en sex mánuðina eftir hana, það er nóvember til apríl.

Þetta hafa Bandaríkjamenn kallað „Halloween Effect“, það er hrekkjavökuáhrif þótt ekki sé nú líklegt að hrekkjavakan sjálf skipti máli í þessu samhengi. Í Bretlandi tóku menn eftir sömu sveiflu en þar er almennt ekki haldið upp á hrekkjavöku og urðu því áhrifin þekkt þar undir slagorðinu „Sell in May and Go Away“.

Til er vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni en sex mánuðina eftir hana.

Þessi sveifla er í grundvallaratriðum óútskýrð. Ein tilgáta til skýringar er að skammdegisþunglyndi (e. Seasonal Affective Disorder, SAD) hafi þessi áhrif á þátttakendur á mörkuðum. Það dugar þó ekki vel til að skýra sveiflur í ávöxtun hlutabréfa enda eru þær ekki í góðu samræmi við þekktar sveiflur í tíðni skammdegisþunglyndis.

Áhrifin eru furðu lífseig og teljast bæði tölfræðilega marktæk og hafa marktæk hagræn áhrif.

Þeir sem vilja lesa sér nánar til um þetta geta meðal annars lesið grein höfundar þessa svars í International Economic Journal sem birtist fyrr á þessu ári. Greinina er hægt að nálgast hér: It is not SAD if you Sell in May: Seasonal Effects in Stock Markets Revisited.

Mynd:

Spurningu Guðmundar er hér svarað að hluta.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.10.2019

Spyrjandi

Guðmundur Jónsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?“ Vísindavefurinn, 31. október 2019, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78197.

Gylfi Magnússon. (2019, 31. október). Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78197

Gylfi Magnússon. „Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2019. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78197>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?
Því er til að svara að hrekkjavakan sem slík hefur líklega ekki merkjanleg áhrif á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Hins vegar er til vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni, það er maí til október, en sex mánuðina eftir hana, það er nóvember til apríl.

Þetta hafa Bandaríkjamenn kallað „Halloween Effect“, það er hrekkjavökuáhrif þótt ekki sé nú líklegt að hrekkjavakan sjálf skipti máli í þessu samhengi. Í Bretlandi tóku menn eftir sömu sveiflu en þar er almennt ekki haldið upp á hrekkjavöku og urðu því áhrifin þekkt þar undir slagorðinu „Sell in May and Go Away“.

Til er vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni en sex mánuðina eftir hana.

Þessi sveifla er í grundvallaratriðum óútskýrð. Ein tilgáta til skýringar er að skammdegisþunglyndi (e. Seasonal Affective Disorder, SAD) hafi þessi áhrif á þátttakendur á mörkuðum. Það dugar þó ekki vel til að skýra sveiflur í ávöxtun hlutabréfa enda eru þær ekki í góðu samræmi við þekktar sveiflur í tíðni skammdegisþunglyndis.

Áhrifin eru furðu lífseig og teljast bæði tölfræðilega marktæk og hafa marktæk hagræn áhrif.

Þeir sem vilja lesa sér nánar til um þetta geta meðal annars lesið grein höfundar þessa svars í International Economic Journal sem birtist fyrr á þessu ári. Greinina er hægt að nálgast hér: It is not SAD if you Sell in May: Seasonal Effects in Stock Markets Revisited.

Mynd:

Spurningu Guðmundar er hér svarað að hluta....