Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu!Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur frá netbeini (e. router). Styrkur á þráðlausu neti á ákveðnum stað fer mest eftir því hve langt er í netbeininn og því hvort eitthvað er á milli netbeinis og tækisins sem notar netið. Oftast eru bæði netbeinir og tækið sem er að nota þráðlausa netið inni í sama húsinu, en ef netbeinir er í öðru húsi er rökrétt að velta fyrir sé hvort veðrið hafi áhrif á netsambandið. Rafsegulbylgja notar ekki efni til að ferðast og getur því ferðast í tómarúmi eins og lýst er í svari við spurningunni Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum? Efnið sem bylgjan fer um hefur hins vegar áhrif á styrk merkisins, sem veikist eftir því sem meira efni er á leiðinni.
Frekara lesefni:
- Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum?
- Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?
- How to improve wireless network signal range and strength - Comparitech. (Sótt 31.01.2022).
- Snowstorm | Atli Harðarson | Flickr. (Sótt 31.01.2022). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NoDerivs 2.0 Generic — CC BY-ND 2.0.