Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?

Jónína Guðjónsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu!

Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur frá netbeini (e. router). Styrkur á þráðlausu neti á ákveðnum stað fer mest eftir því hve langt er í netbeininn og því hvort eitthvað er á milli netbeinis og tækisins sem notar netið.

Oftast eru bæði netbeinir og tækið sem er að nota þráðlausa netið inni í sama húsinu, en ef netbeinir er í öðru húsi er rökrétt að velta fyrir sé hvort veðrið hafi áhrif á netsambandið.

Rafsegulbylgja notar ekki efni til að ferðast og getur því ferðast í tómarúmi eins og lýst er í svari við spurningunni Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum? Efnið sem bylgjan fer um hefur hins vegar áhrif á styrk merkisins, sem veikist eftir því sem meira efni er á leiðinni.

Vindur hefur ekki áhrif á rafsegulbylgjur. Rigning og snjókoma gæti valdið truflun með því að gleypa hluta orkunnar í rafsegulbylgjunum. Líklegasta skýringin á slæmu netsambandi milli húsa er hins vegar álag á netbeininn vegna notkunar sem krefst mikillar bandvíddar.

Af þessu getum við dregið þá ályktun að vindur hafi ekki áhrif á styrk þráðlauss nets vegna þess að það skiptir ekki máli þó loftið sem rafsegulbylgjan fer um sé á hreyfingu, svo fremi sem það er jafn efnismikið (eða efnislítið). Hins vegar getur vindur fært eitthvað til, eins og til dæmis trjágreinar, sem gæti breytt styrk nets á ákveðnum stað.

Það eru meiri líkur á að úrkoma hafi áhrif á styrk þráðlausa netsins vegna þess að regndroparnir geta gleypt hluta orkunnar (merkisins). Sama gildir um snjókomu, sem er líklegri til að valda truflun en rigning vegna þess að snjókorn eru stærri og nær bylgjulengd þráðlausa netsins (bylgjulengd 5 GHz rafsegulbylgju er 6 cm).

Áhrifin sem veðrið hefur á það hvernig merki frá netbeini skilar sér til tækis sem er að nota þráðlaust net eru líklega lítil. Ef netsamband er lélegra í vondu veðri en góðu er líklegra að það sé vegna meira álags á netbeininn, til dæmis ef margir notendur eru samtímis að gera eitthvað sem krefst mikillar bandvíddar, eins og að spila tölvuleik, hringja myndsamtöl eða horfa á bíómynd á netinu.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

4.2.2022

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59729.

Jónína Guðjónsdóttir. (2022, 4. febrúar). Hefur vindur áhrif á þráðlaust net? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59729

Jónína Guðjónsdóttir. „Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59729>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu!

Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur frá netbeini (e. router). Styrkur á þráðlausu neti á ákveðnum stað fer mest eftir því hve langt er í netbeininn og því hvort eitthvað er á milli netbeinis og tækisins sem notar netið.

Oftast eru bæði netbeinir og tækið sem er að nota þráðlausa netið inni í sama húsinu, en ef netbeinir er í öðru húsi er rökrétt að velta fyrir sé hvort veðrið hafi áhrif á netsambandið.

Rafsegulbylgja notar ekki efni til að ferðast og getur því ferðast í tómarúmi eins og lýst er í svari við spurningunni Hver er munurinn á hljóði og útvarpsbylgjum? Efnið sem bylgjan fer um hefur hins vegar áhrif á styrk merkisins, sem veikist eftir því sem meira efni er á leiðinni.

Vindur hefur ekki áhrif á rafsegulbylgjur. Rigning og snjókoma gæti valdið truflun með því að gleypa hluta orkunnar í rafsegulbylgjunum. Líklegasta skýringin á slæmu netsambandi milli húsa er hins vegar álag á netbeininn vegna notkunar sem krefst mikillar bandvíddar.

Af þessu getum við dregið þá ályktun að vindur hafi ekki áhrif á styrk þráðlauss nets vegna þess að það skiptir ekki máli þó loftið sem rafsegulbylgjan fer um sé á hreyfingu, svo fremi sem það er jafn efnismikið (eða efnislítið). Hins vegar getur vindur fært eitthvað til, eins og til dæmis trjágreinar, sem gæti breytt styrk nets á ákveðnum stað.

Það eru meiri líkur á að úrkoma hafi áhrif á styrk þráðlausa netsins vegna þess að regndroparnir geta gleypt hluta orkunnar (merkisins). Sama gildir um snjókomu, sem er líklegri til að valda truflun en rigning vegna þess að snjókorn eru stærri og nær bylgjulengd þráðlausa netsins (bylgjulengd 5 GHz rafsegulbylgju er 6 cm).

Áhrifin sem veðrið hefur á það hvernig merki frá netbeini skilar sér til tækis sem er að nota þráðlaust net eru líklega lítil. Ef netsamband er lélegra í vondu veðri en góðu er líklegra að það sé vegna meira álags á netbeininn, til dæmis ef margir notendur eru samtímis að gera eitthvað sem krefst mikillar bandvíddar, eins og að spila tölvuleik, hringja myndsamtöl eða horfa á bíómynd á netinu.

Frekara lesefni:

Mynd:...