Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?

Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...

category-iconHugvísindi

Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?

Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur, eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er stóuspeki? En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei. Enda þótt einungis dygðin hafi raunverulegt gildi (axia) og sé eftirsókna...

category-iconStærðfræði

Hver er Terence Tao og hvert er hans framlag til stærðfræðinnar?

Terence Tao er ástralskur stærðfræðingur. Tao er undrabarn í stærðfræði, hann keppti í alþjóðlegum stærðfræðikeppnum aðeins tíu ára gamall, lauk doktorsprófi tvítugur og var 24 ára þegar hann varð prófessor við UCLA-háskólann. Tao hlaut hin virtu Fields-verðlaun 31 árs. Sú stærðfræðiniðurstaða sem hann er einna þe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918? Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið í febrúar 1951?

Á bloggi sínu, Hungurdiskar, fjallar Trausti Jónsson veðurfræðingur iðulega um veður tiltekinna ára undir yfirskriftinni „Hugsað til ársins ....“ Þar er að finna mikinn fróðleik sem tengist veðurari tiltekinna ára. Í þessu svari er birtir nokkrir bútar úr umfjölluninni um árið 1951 og sérstaklega horft til febrúar...

category-iconJarðvísindi

Gætu virkjanir og uppistöðulón verið í hættu ef Bárðarbunga gýs?

Árið 1951 birtist grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir ungan jarðfræðing, Guðmund Kjartansson. Þar lýsir hann miklu hrauni, sem hann nefnir Þjórsárhraun og birtir fyrsta kortið af útbreiðslu unga hraunsins um Suðurland og alla leið á haf út hjá Stokkseyri og Eyrarbakka. Við vitum nú að Þjórsárhraun er stærsta hrau...

category-iconHeimspeki

Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum árið 2014?

Árið 2014 var birt 431 svar við spurningum á Vísindavefnum. Sú tala segir þó ekki allt um það hversu mörgum spurningum var svarað það árið. Oft spyrja notendur Vísindavefsins spurninga sem ekki er til birt svar við á Vísindavefnum. En svarið er kannski að finna í öðru svari um skylt efni. Þá senda starfsmenn ve...

category-iconVeðurfræði

Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?

Svarið er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt sjó eða litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í lo...

category-iconHagfræði

Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?

Um hugtakið innflytjandi er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Samsetning hópsins sem dvelur á Íslandi hefur breyst umtalsvert á undangengnum 20-30 árum. Hagstofan upplýsir að skipta megi mannfjöldanum sem ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hinn svokallaði G-blettur?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar er G-bletturinn? Er sannað að G-bletturinn sé til? Gräfenberg-bletturinn eða G-bletturinn er nefndur eftir þýska kvensjúkdómalækninum Dr. Ernst Gräfenberg (1881-1957). Hann var fyrstur til að skrifa um næmt svæði á framvegg legganga sem á þátt í fullnægingu sumra kvenna ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað?

Orðið öræfi er notað um óbyggðir, auðnir og hafnleysi og kemur það þegar fyrir í fornu máli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1230) er vísað í orðið örhóf í fornu máli í merkingunni ‛oflæti, ofsi; fjöldi, ótal’ og örhæfi ‛óbyggðir, eyðilönd, hafnleysa’. Í myndinni öræfi h...

category-iconVeðurfræði

Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?

Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir það að þreyja þorra og hvaðan er það komið?

Sögnin að þreyja merkir 'þrauka, bíða e-s með eftirvæntingu' og er skyld sögninni að þrá. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á föstudegi á bilinu 19. til 25. janúar. Þegar þorra lýkur tekur góan við en hún hefst á sunnudegi á bilinu 18. til 24. febrúar. Þetta eru venjulega köldustu og erfiðustu mánuðir ársi...

category-iconUmhverfismál

Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?

Ástand vatnasvæða heimsins hefur versnað allverulega á undanförnum árum og áratugum. Sérstaklega á þetta við um vötn í löndum þar sem hagvöxtur hefur verið mikill, svo sem í Kína og á Indlandi. Nú er svo komið að á lista yfir menguðustu vötn heims eru fjölmörg í Kína. Erfitt er að nefna eitt vatn sem það menga...

Fleiri niðurstöður