Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?

ÞV

Svarið er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt sjó eða litlum fiskum við sérstakar aðstæður.

Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í loftið. Og við þessar aðstæður geta litlir fiskar farið sömu leið og droparnir.

En vatnsdroparnir geta líka borist upp í skýin og fallið til jarðar eins og hver önnur venjuleg rigning. Líklegast er þó að saltið í þeim sé þá orðið svo útþynnt að við verðum ekki vör við það.

Venjuleg rigning kemur úr skýjunum en þau myndast úr vatni sem hefur gufað upp frá jörðinni og sjónum og þéttíst í skýjunum. Þannig er talsverður hluti rigningarinnar kominn úr sjónum ef grannt er skoðað, ekki síst á eyju langt úti í úthafinu eins og Íslandi. En af hverju skyldi rigningin þá ekki vera sölt eins og sjórinn?

Svarið við þessu er það að saltið verður eftir í sjónum þegar vatnið gufar upp. Hið sama gerist þegar vatn frýs, að saltið verður eftir og sest utan á ísinn ef allt vatnið verður að ís.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

27.5.2004

Spyrjandi

Anna Bjarnadóttir

Tilvísun

ÞV. „Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4295.

ÞV. (2004, 27. maí). Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4295

ÞV. „Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4295>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?
Svarið er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt sjó eða litlum fiskum við sérstakar aðstæður.

Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í loftið. Og við þessar aðstæður geta litlir fiskar farið sömu leið og droparnir.

En vatnsdroparnir geta líka borist upp í skýin og fallið til jarðar eins og hver önnur venjuleg rigning. Líklegast er þó að saltið í þeim sé þá orðið svo útþynnt að við verðum ekki vör við það.

Venjuleg rigning kemur úr skýjunum en þau myndast úr vatni sem hefur gufað upp frá jörðinni og sjónum og þéttíst í skýjunum. Þannig er talsverður hluti rigningarinnar kominn úr sjónum ef grannt er skoðað, ekki síst á eyju langt úti í úthafinu eins og Íslandi. En af hverju skyldi rigningin þá ekki vera sölt eins og sjórinn?

Svarið við þessu er það að saltið verður eftir í sjónum þegar vatnið gufar upp. Hið sama gerist þegar vatn frýs, að saltið verður eftir og sest utan á ísinn ef allt vatnið verður að ís. ...