- Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin?
- Ég las einhverstaðar að í Birmingham 1954 hafi ringt litlum froskum, er einhver eðlileg skýring á þessu?
- Hefur einhverntíma froskum rignt af himninum? Ef svo er hvar og hvers vegna?
- Hvernig getur ýmsum dýrum t.d froskum, fiskum o.fl rignt af himnum ofan?
- Í Biblíunni er sagt að það hafi rignt froskum. Ég var að heyra það að þetta gæti hafa gerst í alvörunni. Hvernig þá?
Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í loftið. Og við þessar aðstæður geta litlir fiskar farið sömu leið og droparnir.Það er ekki bara á stöðum í næsta nágrenni við vatn eða sjó sem fólk hefur orðið vitni að svona óvenjulegri „rigningu“. Það komst til dæmis í fréttir árið 2010 að rignt hefði fiskum í ástralska smábænum Lajamanu en bærinn er inni í miðju landi við jaðar eyðimerkurinnar, rúmum 500 km frá næsta vatni. Og það sem meira var, þetta var í þriðja skipt á nokkrum áratugum sem bæjarbúar upplifðu fiska af himni ofan. Þess má að lokum geta að hér á landi eru nokkuð áreiðanlegar heimildir um að rignt hafi síld í fáein skipti. Hins vegar hefur ekki rignt froskum á Íslandi enda finnast engir froskar í náttúru landsins og ólíklegt er að vindur gæti borið þá með sér yfir Atlantshafið. Trausti Jónsson veðurfræðingur fær þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars. Heimildir og myndir:
- Frog Rain Causes: The Flight of the Amphibians - Frog Rain Causes: The Flight of the Amphibians | HowStuffWorks. (Skoðað 26. 9. 2017).
- Strange Rains | National Geographic Society. (Skoðað 26. 9. 2017).
- Can it rain frogs, fish, and other objects? Everyday Mysteries: Fun Science Facts from the Library of Congress. (Skoðað 26. 9. 2017).
- Strange Rain: Why Fish, Frogs and Golf Balls Fall From the Skies | Science | Smithsonian. (Skoðað 26. 9. 2017).
- Raining Frogs & Fish: A Whirlwind of Theories | Livescience.com. (Skoðað 26. 9. 2017).
- ustralian town, 326 miles from river, hit by raining fish - Telegraph. (Skoðað 26. 9. 2017).
- Fish rain down on Top End town of Lajamanu The Australian. (Skoðað 26. 9. 2017).
- Raining fish‘n’frogs instead of proverbial cats‘n’dogs | The Sundaytimes Sri Lanka. (Skoðað 26. 9. 2017).
- Fyrri mynd: Punta Gorda waterspout.jpg. (Sótt 13. 10. 2017).
- Seinni mynd: OMG! Fish Raining From The Sky In Thailand - Candymesh. (Sótt 10. 10. 2017).
Aðrir spyrjendur eru:
Heiðrún Káradóttir, Sigrún Jakobsdóttir, Jón Brynjar Ólafsson, Pétur Björnsson, Einar Aðalsteinsson, Guðjón Magnússon, Jóhann Páll Jóhannsson, Eybjörg Helga, Helga Hjartardóttir, Fanney Svansdóttir, Sóley Kristjánsdóttir og Þórunn Þórðardóttir.