Vegna uppgufunar og minna aðrennslis eykst einnig styrkur ýmissa efna sem leysast upp vegna veðrunar og berast í vötn með framburði fljóta. Nú er svo komið að saltremman er orðin það mikil í Aralvatni að engum fiski eða öðru vatnalífi er vært þar. Nánar má lesa um Aralvatn í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið? Karachaivatn í Rússlandi kemur sterklega til álita sem mengaðasta vatn jarðar, eða öllu heldur það hættulegasta. Í um hálfa öld hafa Rússar losað geislavirkan úrgang í vatnið og er magn geislavirkra efna nú talið vera um 120 milljónir geislaskammta (curies) (mælingar frá 10. áratug síðustu aldar). Það er 10 sinnum meira magn en losnaði í kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl í Úkraínu. Ef einhverjum dytti það glapræði í hug að fá sér sundsprett í vatninu, yrði sá hinn sami látinn innan einnar klukkustundar. Því miður eru fleiri dæmi um geislavirk vatnasvæði frá tímum Sovétríkjanna þó ekkert vatn hafi mælst með jafn mikla geislavirkni og Karachaivatn. Mynd: EARTH FROM ABOVE
Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?
Vegna uppgufunar og minna aðrennslis eykst einnig styrkur ýmissa efna sem leysast upp vegna veðrunar og berast í vötn með framburði fljóta. Nú er svo komið að saltremman er orðin það mikil í Aralvatni að engum fiski eða öðru vatnalífi er vært þar. Nánar má lesa um Aralvatn í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið? Karachaivatn í Rússlandi kemur sterklega til álita sem mengaðasta vatn jarðar, eða öllu heldur það hættulegasta. Í um hálfa öld hafa Rússar losað geislavirkan úrgang í vatnið og er magn geislavirkra efna nú talið vera um 120 milljónir geislaskammta (curies) (mælingar frá 10. áratug síðustu aldar). Það er 10 sinnum meira magn en losnaði í kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl í Úkraínu. Ef einhverjum dytti það glapræði í hug að fá sér sundsprett í vatninu, yrði sá hinn sami látinn innan einnar klukkustundar. Því miður eru fleiri dæmi um geislavirk vatnasvæði frá tímum Sovétríkjanna þó ekkert vatn hafi mælst með jafn mikla geislavirkni og Karachaivatn. Mynd: EARTH FROM ABOVE
Útgáfudagur
22.10.2004
Spyrjandi
Lárus Hafsteinn Fjeldsted, f. 1992
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?“ Vísindavefurinn, 22. október 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4571.
Jón Már Halldórsson. (2004, 22. október). Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4571
Jón Már Halldórsson. „Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4571>.