Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?

Jón Már Halldórsson

Ástand vatnasvæða heimsins hefur versnað allverulega á undanförnum árum og áratugum. Sérstaklega á þetta við um vötn í löndum þar sem hagvöxtur hefur verið mikill, svo sem í Kína og á Indlandi. Nú er svo komið að á lista yfir menguðustu vötn heims eru fjölmörg í Kína.

Erfitt er að nefna eitt vatn sem það mengaðasta því mengun getur verið af ýmsum toga, til dæmis af völdum áburðar í landbúnaði, kvikasilfurs eða geislavirkra efna. Einnig eru dæmi um vötn þar sem efnasamsetningin hefur tekið verulegum breytingum í kjölfar áveituframkvæmda eða annarra framkvæmda sem hafa áhrif á rennsli úr eða í þau. Þessi vötn eru ekki endilega menguð í þrengstu merkingu þess orðs en þau og lífríki þeirra hafa engu að síður orðið fyrir skaðlegum áhrifum af mannavöldum.

Dæmi um vatn sem er mjög mengað af landbúnaðaráburði er Aralvatn í Mið-Asíu. Aralvatn hefur skroppið gríðarlega mikið saman á undanförnum áratugum þar sem rennsli í það hefur snarminnkað vegna breytinga á árfarvegum og meiri uppgufunar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að styrkur áburðarefna í vatninu er orðinn mjög hár.



Vegna uppgufunar og minna aðrennslis eykst einnig styrkur ýmissa efna sem leysast upp vegna veðrunar og berast í vötn með framburði fljóta. Nú er svo komið að saltremman er orðin það mikil í Aralvatni að engum fiski eða öðru vatnalífi er vært þar. Nánar má lesa um Aralvatn í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið?

Karachaivatn í Rússlandi kemur sterklega til álita sem mengaðasta vatn jarðar, eða öllu heldur það hættulegasta. Í um hálfa öld hafa Rússar losað geislavirkan úrgang í vatnið og er magn geislavirkra efna nú talið vera um 120 milljónir geislaskammta (curies) (mælingar frá 10. áratug síðustu aldar). Það er 10 sinnum meira magn en losnaði í kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl í Úkraínu. Ef einhverjum dytti það glapræði í hug að fá sér sundsprett í vatninu, yrði sá hinn sami látinn innan einnar klukkustundar.

Því miður eru fleiri dæmi um geislavirk vatnasvæði frá tímum Sovétríkjanna þó ekkert vatn hafi mælst með jafn mikla geislavirkni og Karachaivatn.

Mynd: EARTH FROM ABOVE

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.10.2004

Spyrjandi

Lárus Hafsteinn Fjeldsted, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?“ Vísindavefurinn, 22. október 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4571.

Jón Már Halldórsson. (2004, 22. október). Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4571

Jón Már Halldórsson. „Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4571>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða vatn er það mengaðasta í heimi og hvar er það?
Ástand vatnasvæða heimsins hefur versnað allverulega á undanförnum árum og áratugum. Sérstaklega á þetta við um vötn í löndum þar sem hagvöxtur hefur verið mikill, svo sem í Kína og á Indlandi. Nú er svo komið að á lista yfir menguðustu vötn heims eru fjölmörg í Kína.

Erfitt er að nefna eitt vatn sem það mengaðasta því mengun getur verið af ýmsum toga, til dæmis af völdum áburðar í landbúnaði, kvikasilfurs eða geislavirkra efna. Einnig eru dæmi um vötn þar sem efnasamsetningin hefur tekið verulegum breytingum í kjölfar áveituframkvæmda eða annarra framkvæmda sem hafa áhrif á rennsli úr eða í þau. Þessi vötn eru ekki endilega menguð í þrengstu merkingu þess orðs en þau og lífríki þeirra hafa engu að síður orðið fyrir skaðlegum áhrifum af mannavöldum.

Dæmi um vatn sem er mjög mengað af landbúnaðaráburði er Aralvatn í Mið-Asíu. Aralvatn hefur skroppið gríðarlega mikið saman á undanförnum áratugum þar sem rennsli í það hefur snarminnkað vegna breytinga á árfarvegum og meiri uppgufunar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að styrkur áburðarefna í vatninu er orðinn mjög hár.



Vegna uppgufunar og minna aðrennslis eykst einnig styrkur ýmissa efna sem leysast upp vegna veðrunar og berast í vötn með framburði fljóta. Nú er svo komið að saltremman er orðin það mikil í Aralvatni að engum fiski eða öðru vatnalífi er vært þar. Nánar má lesa um Aralvatn í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið?

Karachaivatn í Rússlandi kemur sterklega til álita sem mengaðasta vatn jarðar, eða öllu heldur það hættulegasta. Í um hálfa öld hafa Rússar losað geislavirkan úrgang í vatnið og er magn geislavirkra efna nú talið vera um 120 milljónir geislaskammta (curies) (mælingar frá 10. áratug síðustu aldar). Það er 10 sinnum meira magn en losnaði í kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl í Úkraínu. Ef einhverjum dytti það glapræði í hug að fá sér sundsprett í vatninu, yrði sá hinn sami látinn innan einnar klukkustundar.

Því miður eru fleiri dæmi um geislavirk vatnasvæði frá tímum Sovétríkjanna þó ekkert vatn hafi mælst með jafn mikla geislavirkni og Karachaivatn.

Mynd: EARTH FROM ABOVE

...