Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 16:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:31 • Sest 16:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:17 • Síðdegis: 21:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:55 • Síðdegis: 15:40 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 16:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:31 • Sest 16:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:17 • Síðdegis: 21:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:55 • Síðdegis: 15:40 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?

Þórólfur Matthíasson

Um hugtakið innflytjandi er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst.

Samsetning hópsins sem dvelur á Íslandi hefur breyst umtalsvert á undangengnum 20-30 árum. Hagstofan upplýsir að skipta megi mannfjöldanum sem ekki er fæddur hér á landi með eftirfarandi hætti árin 1998 og 2024. Ekki eru tölur frá því fyrir 1998 aðgengilegar á vef Hagstofunnar:

Heimshluti 1998 fjöldi 1998 % 2024 fjöldi 2024 %
Norðurlönd4.88139,38.19710,0
Evrópa utan Norðurlanda með Rússlandi 3.974 32,0 52.112 63,7
Norður-Ameríka1.49711,93.1033,8
Mið- og Suður Ameríka2512,03.2404,0
Afríka2852,32.4433,0
Asía1.46811,811.43814,0
Eyjaálfa900,72490,3
Ótilgreint00,01.0131,2
Samtals12.42881.795

Innfæddir voru 16% fleiri árið 2024 en 1998 á sama tíma og þeim sem fæddir voru erlendis hafði fjölgað um 558%!

Nú telst hluti þeirra sem fæddir eru erlendis til hópsins innlendir. Það á til dæmis við um börn íslenskra námsmanna sem fædd eru erlendis. Upplýsingar um fjöldann 2024 liggja ekki fyrir og því eru tölur fyrir 2023 sýndar í meðfylgjandi töflu:

Bakgrunnur 1998 fjöldi 2023 fjöldi
Enginn erlendur bakgrunnur253.651281.425
Fædd/ur á Íslandi, annað foreldri erlent 5.91515.604
Önnur kynslóð innflytjenda3876.830
Fædd/ur erlendis, íslenskur bakgrunnur 3.6816.830
Fædd/ur erlendis: annað foreldri erlent 2.2335.479
Innflytjandi6.51471.424
Alls272.381387.758

Það vekur athygli að íbúum sem fæddir eru á einhverju Norðurlandanna fjölgar að tiltölu en fækkar hlutfallslega. Á sama tíma fjölgar mjög bæði að tiltölu og hlutfallslega þeim sem fæddir eru annars staðar í Evrópu. Munar þar mest um Pólverja, en þeir voru orðnir um 27% þeirra sem hér dvöldu og fæddir voru erlendis árið 2024. Þrjú lönd Asíu skera sig einnig úr, en það eru Filippseyjar, Taíland og Víetnam.

Af þeim sem fæddir eru erlendis hafa aðeins 3% afrískan bakgrunn og 4% eru ættuð frá Mið- og Suður-Ameríku. Töflurnar tvær sýna að nú hafa tæp 80% þeirra sem fædd eru erlendis og hér búa, evrópskan eða norður-amerískan bakgrunn.

Samanburður við önnur Norðurlönd

Norræni tölfræðigagnagrunnurinn (nordicstatistics.com) birtir upplýsingar um bakgrunn mannfjöldans í fjórum norrænu landanna, það er að segja öllum fullvalda ríkjunum að Íslandi frátöldu. Með hliðsjón af upplýsingum frá Hagstofu Íslands má álykta um Ísland. Niðurstaðan er gefin í meðfylgjandi töflu (árið 2022).

Bakgrunnur Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Ísland
Fæddur erlendis og báðir foreldrar sömuleiðis10,9%7,0% 15,1%19,0%16,5%
Önnur kynslóð innflytjenda 3,4%1,5%3,8%6,3%1,8%
Allir aðrir85,7%91,5%81,1%74,7%81,7%
Heildarfjöldi100,0% 100,0%100,0%100,0% 100,0%

Nýjustu upplýsingar ná til ársins 2022. Athygli vekur að fjöldi þeirra sem eru fæddir erlendis af erlendum foreldrum er næst hæstur á Íslandi af löndunum fimm. Aðeins í Svíþjóð er hlutfallið hærra. Þá vekur einnig athygli að hlutfall annarrar kynslóðar einstaklinga er næst lægst á Íslandi. Ástæða þessa skýrist að nokkru þegar aldurssamsetning innflytjenda á Íslandi og þróun hennar er skoðuð.

Myndin er fengin að láni úr grein Ólafs Þórissonar og Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðinga hjá HMS í Vísbendingu 20. september 2024.

Myndin sýnir að innflytjendur eru hlutfallslega flestir á þeim aldri sem fólk er virkt á vinnumarkaði. Fáir eldri og fáir yngri. Fjölgunin á 10 ára tímabilinu 2013 til 2023 er öll hjá fólki á aldursbilinu 22-60 ára. Væntalega endurspeglar aldursmynstrið á myndinni að margir innflytjendur eru komnir vegna áhuga atvinnurekenda frekar en að viðkomandi séu að leita að framtíðardvalarlandi fyrir sig og fjölskyldu sína. Með hliðsjón af þessum upplýsingum um aldurssamsetningu innflytjenda á Íslandi má velta fyrir sér hvort kostnaður ríkis og sveitarfélaga á Íslandi vegna notkunar þeirra á félags- og heilbrigðiskerfum sé minni en ella.

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.11.2024

Spyrjandi

Sigurður Ellertsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2024, sótt 20. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87162.

Þórólfur Matthíasson. (2024, 18. nóvember). Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87162

Þórólfur Matthíasson. „Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2024. Vefsíða. 20. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87162>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?
Um hugtakið innflytjandi er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst.

Samsetning hópsins sem dvelur á Íslandi hefur breyst umtalsvert á undangengnum 20-30 árum. Hagstofan upplýsir að skipta megi mannfjöldanum sem ekki er fæddur hér á landi með eftirfarandi hætti árin 1998 og 2024. Ekki eru tölur frá því fyrir 1998 aðgengilegar á vef Hagstofunnar:

Heimshluti 1998 fjöldi 1998 % 2024 fjöldi 2024 %
Norðurlönd4.88139,38.19710,0
Evrópa utan Norðurlanda með Rússlandi 3.974 32,0 52.112 63,7
Norður-Ameríka1.49711,93.1033,8
Mið- og Suður Ameríka2512,03.2404,0
Afríka2852,32.4433,0
Asía1.46811,811.43814,0
Eyjaálfa900,72490,3
Ótilgreint00,01.0131,2
Samtals12.42881.795

Innfæddir voru 16% fleiri árið 2024 en 1998 á sama tíma og þeim sem fæddir voru erlendis hafði fjölgað um 558%!

Nú telst hluti þeirra sem fæddir eru erlendis til hópsins innlendir. Það á til dæmis við um börn íslenskra námsmanna sem fædd eru erlendis. Upplýsingar um fjöldann 2024 liggja ekki fyrir og því eru tölur fyrir 2023 sýndar í meðfylgjandi töflu:

Bakgrunnur 1998 fjöldi 2023 fjöldi
Enginn erlendur bakgrunnur253.651281.425
Fædd/ur á Íslandi, annað foreldri erlent 5.91515.604
Önnur kynslóð innflytjenda3876.830
Fædd/ur erlendis, íslenskur bakgrunnur 3.6816.830
Fædd/ur erlendis: annað foreldri erlent 2.2335.479
Innflytjandi6.51471.424
Alls272.381387.758

Það vekur athygli að íbúum sem fæddir eru á einhverju Norðurlandanna fjölgar að tiltölu en fækkar hlutfallslega. Á sama tíma fjölgar mjög bæði að tiltölu og hlutfallslega þeim sem fæddir eru annars staðar í Evrópu. Munar þar mest um Pólverja, en þeir voru orðnir um 27% þeirra sem hér dvöldu og fæddir voru erlendis árið 2024. Þrjú lönd Asíu skera sig einnig úr, en það eru Filippseyjar, Taíland og Víetnam.

Af þeim sem fæddir eru erlendis hafa aðeins 3% afrískan bakgrunn og 4% eru ættuð frá Mið- og Suður-Ameríku. Töflurnar tvær sýna að nú hafa tæp 80% þeirra sem fædd eru erlendis og hér búa, evrópskan eða norður-amerískan bakgrunn.

Samanburður við önnur Norðurlönd

Norræni tölfræðigagnagrunnurinn (nordicstatistics.com) birtir upplýsingar um bakgrunn mannfjöldans í fjórum norrænu landanna, það er að segja öllum fullvalda ríkjunum að Íslandi frátöldu. Með hliðsjón af upplýsingum frá Hagstofu Íslands má álykta um Ísland. Niðurstaðan er gefin í meðfylgjandi töflu (árið 2022).

Bakgrunnur Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Ísland
Fæddur erlendis og báðir foreldrar sömuleiðis10,9%7,0% 15,1%19,0%16,5%
Önnur kynslóð innflytjenda 3,4%1,5%3,8%6,3%1,8%
Allir aðrir85,7%91,5%81,1%74,7%81,7%
Heildarfjöldi100,0% 100,0%100,0%100,0% 100,0%

Nýjustu upplýsingar ná til ársins 2022. Athygli vekur að fjöldi þeirra sem eru fæddir erlendis af erlendum foreldrum er næst hæstur á Íslandi af löndunum fimm. Aðeins í Svíþjóð er hlutfallið hærra. Þá vekur einnig athygli að hlutfall annarrar kynslóðar einstaklinga er næst lægst á Íslandi. Ástæða þessa skýrist að nokkru þegar aldurssamsetning innflytjenda á Íslandi og þróun hennar er skoðuð.

Myndin er fengin að láni úr grein Ólafs Þórissonar og Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðinga hjá HMS í Vísbendingu 20. september 2024.

Myndin sýnir að innflytjendur eru hlutfallslega flestir á þeim aldri sem fólk er virkt á vinnumarkaði. Fáir eldri og fáir yngri. Fjölgunin á 10 ára tímabilinu 2013 til 2023 er öll hjá fólki á aldursbilinu 22-60 ára. Væntalega endurspeglar aldursmynstrið á myndinni að margir innflytjendur eru komnir vegna áhuga atvinnurekenda frekar en að viðkomandi séu að leita að framtíðardvalarlandi fyrir sig og fjölskyldu sína. Með hliðsjón af þessum upplýsingum um aldurssamsetningu innflytjenda á Íslandi má velta fyrir sér hvort kostnaður ríkis og sveitarfélaga á Íslandi vegna notkunar þeirra á félags- og heilbrigðiskerfum sé minni en ella.

Myndir:

...