Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?

Unnar Ingvarsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918?

Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún leiddi til þess að siglingar til Íslands voru í lágmarki. Bretar settu hafnbann á Þýskaland og Þjóðverjar stunduðu kafbátahernað af miklum móð. Íslendingar reyndu að auka viðskipti við Bandaríkin og tengsl Íslands og Bandaríkjanna urðu þegar mikil. Gífurlegar verðhækkanir fylgdu í kjölfar ófriðarins, sumar vörur eins og kol var afar erfitt að fá og verðhækkun á þeim nam allt að því 1000 prósentum. Það var sérstaklega slæmt þar sem miklir kuldar voru á fyrri hluta ársins, enda var veturinn nefndur frostaveturinn mikli.

Síðari hluti ársins var ekki síður viðburðaríkur. Á Íslandi gaus Katla stóru gosi sem hófst 12. október með tilheyrandi erfiðleikum og um sama leyti nam spánska veikin land á Íslandi. Spánska veikin var ein illvígasta farsótt sem gengið hefur yfir heiminn. Óljóst er hversu margir létust af völdum hennar í heiminum öllum en þó er ljóst að fórnarlömb hennar hafa verið á bilinu frá 25 til 40 milljónir. Þúsundir Íslendinga veiktust af inflúensunni og hátt í 500 manns létust.

Dönsk - íslensk sambandslög 1918.

Á Íslandi er ársins þó ekki síst minnst fyrir þá staðreynd að Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918. Eftir snarpa samningalotu við dönsk stjórnvöld náðust samningar sem voru samþykktir af danska þinginu og af íslensku þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningurinn er nefndur sambandslagasamningur og þau lög sem gerð voru á grundvelli hans sambandslögin.

Þær spurningar sem hér eru lagðar til grundvallar: Hvort einhver skjöl frá 1918 séu mikilvægri en önnur eða hvaða skjöl séu sérlega áhugaverð frá því ári eru í raun og veru nokkuð flóknar. Skjalasöfnin geyma margar heimildir frá þessum tíma. Ákvarðanir stjórnvalda og viðbrögð við aðsteðjandi hættu eru flest varðveitt í skjalasafni Stjórnarráðsins í Þjóðskjalasafni Íslands. Skjalasöfn annarra embætta og jafnvel einstaklinga segja jafnframt mikla sögu. Hins vegar eru í fæstum tilfellum til skjöl sem segja söguna sem eina heild heldur gefa skjölin okkur innsýn í þróun mála. Sem dæmi má nefna að skjalabunkar um fullveldismálið innihalda upplýsingar um framkvæmd samningaviðræðna milli Íslands og Danmerkur. Í skjalasöfnum Hagstofunnar má hins vegar sjá fjölda kjósenda í hverjum hreppi fyrir sig, hversu margar konur kusu og hversu margar greiddu atkvæði utan kjörfundar. Þessi skjöl eru afar merkileg, sérstaklega í ljósi þess að konur á Íslandi höfðu nýlega fengið kosningarétt.

Þau skjöl sem tengjast viðbrögðum Íslendinga við heimstyrjöldinni eru ekki síður merkileg en stjórnvöld reyndu hvað þau gátu að finna markaði fyrir íslenskar vörur og fá til landsins nauðsynjar. Þá má nefna stóra skjalabunka sem snerta viðbrögð stjórnvalda við spánsku veikinni, tilraunir þeirra til að takmarka útbreiðslu hennar og bregðast við því neyðarástandi sem ríkti. Svo má nefna skjöl sem tengjast Kötlugosinu 1918, lýsingum á framgangi gossins og viðbrögðum stjórnvalda við náttúruhamförunum.

Niðurstaða kosninga um sambandslögin í Vestur-Skaftafellssýslu.

Ef nefnd væru skjöl frá 1918 sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands og væru sérstaklega merkileg myndu eflaust margir nefna sambandslagasamninginn sjálfan, eða sambandslögin sem undirrituð voru af konungi. Jafnvel væri hægt að nefna stjórnarskrána sem samin var í kjölfar sambandslaganna en tók gildi árið 1920. Vissulega eru þessi skjöl merkileg og mikilvæg í íslenskri sögu, þau eru staðfest af þar til bærum yfirvöldum, sönnun á niðurstöðu mála. Hins vegar er sagan rituð á grundvelli ólíkra heimilda og þess vegna er samhengi skjalanna oft mikilvægara en skjölin sjálf. Þetta samhengi gefur okkur innsýn í hvers vegna einhver ákvörðun var tekin og varpar ljósi á tengsl milli ólíkra atburða. Þannig má til dæmis halda því fram að Ísland hefði ekki orðið fullvalda ríki árið 1918 ef ekki hefði komið til fyrri heimsstyrjaldar. Skjölin sýna einnig að tengsl Breta við Ísland og síðar Bandaríkjanna við Ísland höfðu mikil áhrif á fullveldi landsins og loks sjálfstæði þess.

Myndir:


Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er að finna lið sem heitir heimild mánaðarins þar sem eru birtir fróðlegir textar um tiltekin skjöl. Árið 2018 eru nokkrar færslur um skjöl frá 1918 í tilefni af 100 ára fullveldisafmælis Íslands.

Spurningu Soffíu er hér svarað að hluta.

Höfundur

Unnar Ingvarsson

sérfræðingur á Þjóðskjalasafni Íslands

Útgáfudagur

6.7.2018

Spyrjandi

Soffía

Tilvísun

Unnar Ingvarsson. „Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76072.

Unnar Ingvarsson. (2018, 6. júlí). Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76072

Unnar Ingvarsson. „Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76072>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918?

Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún leiddi til þess að siglingar til Íslands voru í lágmarki. Bretar settu hafnbann á Þýskaland og Þjóðverjar stunduðu kafbátahernað af miklum móð. Íslendingar reyndu að auka viðskipti við Bandaríkin og tengsl Íslands og Bandaríkjanna urðu þegar mikil. Gífurlegar verðhækkanir fylgdu í kjölfar ófriðarins, sumar vörur eins og kol var afar erfitt að fá og verðhækkun á þeim nam allt að því 1000 prósentum. Það var sérstaklega slæmt þar sem miklir kuldar voru á fyrri hluta ársins, enda var veturinn nefndur frostaveturinn mikli.

Síðari hluti ársins var ekki síður viðburðaríkur. Á Íslandi gaus Katla stóru gosi sem hófst 12. október með tilheyrandi erfiðleikum og um sama leyti nam spánska veikin land á Íslandi. Spánska veikin var ein illvígasta farsótt sem gengið hefur yfir heiminn. Óljóst er hversu margir létust af völdum hennar í heiminum öllum en þó er ljóst að fórnarlömb hennar hafa verið á bilinu frá 25 til 40 milljónir. Þúsundir Íslendinga veiktust af inflúensunni og hátt í 500 manns létust.

Dönsk - íslensk sambandslög 1918.

Á Íslandi er ársins þó ekki síst minnst fyrir þá staðreynd að Ísland varð fullvalda ríki þann 1. desember 1918. Eftir snarpa samningalotu við dönsk stjórnvöld náðust samningar sem voru samþykktir af danska þinginu og af íslensku þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningurinn er nefndur sambandslagasamningur og þau lög sem gerð voru á grundvelli hans sambandslögin.

Þær spurningar sem hér eru lagðar til grundvallar: Hvort einhver skjöl frá 1918 séu mikilvægri en önnur eða hvaða skjöl séu sérlega áhugaverð frá því ári eru í raun og veru nokkuð flóknar. Skjalasöfnin geyma margar heimildir frá þessum tíma. Ákvarðanir stjórnvalda og viðbrögð við aðsteðjandi hættu eru flest varðveitt í skjalasafni Stjórnarráðsins í Þjóðskjalasafni Íslands. Skjalasöfn annarra embætta og jafnvel einstaklinga segja jafnframt mikla sögu. Hins vegar eru í fæstum tilfellum til skjöl sem segja söguna sem eina heild heldur gefa skjölin okkur innsýn í þróun mála. Sem dæmi má nefna að skjalabunkar um fullveldismálið innihalda upplýsingar um framkvæmd samningaviðræðna milli Íslands og Danmerkur. Í skjalasöfnum Hagstofunnar má hins vegar sjá fjölda kjósenda í hverjum hreppi fyrir sig, hversu margar konur kusu og hversu margar greiddu atkvæði utan kjörfundar. Þessi skjöl eru afar merkileg, sérstaklega í ljósi þess að konur á Íslandi höfðu nýlega fengið kosningarétt.

Þau skjöl sem tengjast viðbrögðum Íslendinga við heimstyrjöldinni eru ekki síður merkileg en stjórnvöld reyndu hvað þau gátu að finna markaði fyrir íslenskar vörur og fá til landsins nauðsynjar. Þá má nefna stóra skjalabunka sem snerta viðbrögð stjórnvalda við spánsku veikinni, tilraunir þeirra til að takmarka útbreiðslu hennar og bregðast við því neyðarástandi sem ríkti. Svo má nefna skjöl sem tengjast Kötlugosinu 1918, lýsingum á framgangi gossins og viðbrögðum stjórnvalda við náttúruhamförunum.

Niðurstaða kosninga um sambandslögin í Vestur-Skaftafellssýslu.

Ef nefnd væru skjöl frá 1918 sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands og væru sérstaklega merkileg myndu eflaust margir nefna sambandslagasamninginn sjálfan, eða sambandslögin sem undirrituð voru af konungi. Jafnvel væri hægt að nefna stjórnarskrána sem samin var í kjölfar sambandslaganna en tók gildi árið 1920. Vissulega eru þessi skjöl merkileg og mikilvæg í íslenskri sögu, þau eru staðfest af þar til bærum yfirvöldum, sönnun á niðurstöðu mála. Hins vegar er sagan rituð á grundvelli ólíkra heimilda og þess vegna er samhengi skjalanna oft mikilvægara en skjölin sjálf. Þetta samhengi gefur okkur innsýn í hvers vegna einhver ákvörðun var tekin og varpar ljósi á tengsl milli ólíkra atburða. Þannig má til dæmis halda því fram að Ísland hefði ekki orðið fullvalda ríki árið 1918 ef ekki hefði komið til fyrri heimsstyrjaldar. Skjölin sýna einnig að tengsl Breta við Ísland og síðar Bandaríkjanna við Ísland höfðu mikil áhrif á fullveldi landsins og loks sjálfstæði þess.

Myndir:


Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er að finna lið sem heitir heimild mánaðarins þar sem eru birtir fróðlegir textar um tiltekin skjöl. Árið 2018 eru nokkrar færslur um skjöl frá 1918 í tilefni af 100 ára fullveldisafmælis Íslands.

Spurningu Soffíu er hér svarað að hluta.

...