Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfelli spönsku veikinnar. Á fræðimáli ber veirustofninn sem þar kom við sögu heitið H1N1 innan inflúensu af A-stofni.

Spánska veikin er mannskæðasta farsótt sögunnar og deyddi um 25 milljónir manna. Sumir telja að tala látinna hafi jafnvel verið mun hærri eða allt að 40 milljónir. Á Indlandi einu saman dóu nálægt 12,5 milljónir manna. Veikinni fylgdi jafnan lungnabólga og menn létust oft innan tveggja daga eftir að sóttarinnar varð vart. Til samanburðar létust „aðeins“ rúmar 8,5 milljónir hermanna og á að giska 13 milljónir óbreyttra borgara í allri fyrri heimsstyrjöldinni.

Sóttin sem gekk í þrem bylgjum er talin hafa byrjað í bandarísku herstöðinni Camp Funston í Kansas. Þaðan barst hún með bandarískum hermönnum til Evrópu í apríl 1918. Þessi fyrsta bylgja virðist hafa verið tiltölulega saklaus en um sumarið kom banvænna afbrigði fram sem lét verulega kveða að sér í ágúst. Þriðja bylgjan gekk svo yfir heimsbyggðina veturinn 1918-19.

Frá Camp Funston í Kansas í Bandaríkjunum þar sem veikin er talin hafa komið fyrst upp.

Inflúensan fékk fljótlega viðurnefnið spánska veikin því átta milljónir manna sýktust á Spáni strax í maí 1918. Spænskir fjölmiðlar fylgdust ítarlega með framgangi veikinnar sem þeir kölluðu „frönsku flensuna”. Fjölmiðlar styrjaldarríkjanna voru aftur á móti ritskoðaðir og áttu því auðveldara með að fjalla um „spönsku veikina“ en inflúensuna sem geisaði í heimalöndum þeirra.

Í Evrópu var fyrri heimsstyrjöldinni að ljúka. Fjöldi óbreyttra borgara og hermanna hafði búið við slæman aðbúnað í lengri tíma sem varð til þess að mótstöðuafl þeirra var enn minna en ella. Ekki var til neitt bóluefni við þessum í inflúensustofni og til að bæta gráu ofan á svart þá var ekki búið að finna upp penisilín til að verjast lungnabólgu sem var afskaplega alvarlegur fylgikvilli. Á þessum tíma jafngilti það nánast dauðadómi að fá lungnabólgu.

Þórður Thoroddsen læknir lýsti spönsku veikinni svo:
Að öllu því er sjálfa veikina snertir, var hún mjög einkennileg og að mörgu leyti allt öðruvísi en þær inflúensusóttir, sem áður hafa gengið og ég hef séð. Ég var alvanur við að sjá í fyrri sóttum barkakvef og hálsbólgur, lungnakvef og lungnabólgur, bæði broncho-pneumoníur og krúpösar, eyrnabólgur, taugaveiki, uppköst og niðurgang, konur hafa misst [fóstur] og sumir orðið hálfbrjálaðir um tíma. En svo þungt lungnakvef, svo tíðar lungnabólgur sem í þessari sótt hef ég aldrei séð. Og þessar blæðingar. Blóðið streymdi ekki aðeins úr nösum, stundum óstöðvandi, heldur og upp úr lungum, niður úr þörmum, upp úr maga og gegnum þvagrásina. Lungnabólgan kom, þótt menn lægju kyrrir í rúmunum og gættu allrar varúðar. Og þótt lungnabólgan rénaði, fór hjartað að ólmast, hræðsla greip menn og kvíði, þyngsli komu og andarteppa, menn bólgnuðu í andliti, á höndum og fótum og köfnuðu að lokum. Og svo eftir allt saman urðu líkin helblá. Þetta er það, sem gerði þessa inflúensusótt svo einkennilega og ægilegri en aðrar inflúensusóttir, sem ég hef séð.

„Lýsing spænsku veikinnar.“
Ísland í aldanna rás, s. 150.

Veikin er talin hafa borist hingað til lands með skipunum Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá Bandaríkjunum 19. október 1918, sama dag og fullveldi Íslands var samþykkt. Fljótlega fór fólk að veikjast og í byrjun nóvember var faraldurinn kominn verulega á skrið og fyrsta dauðsfallið skráð. Sólveig Vigfúsdóttir frá Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum hafði harkað af sér og haldið áfram vinnu sinni í Reykjavík þrátt fyrir að vera veik. Hún lagðist með lungnabólgu og lést innan sólarhrings. Miðvikudaginn 6. nóvember er talið að þriðjungur Reykvíkinga hafi legið sjúkur. Fimm dögum síðar er talið að tveir þriðju íbúa höfuðborgarinnar hafi verið rúmfastir. Á þessum tíma var mikill húsnæðisskortur og bjuggu margir við ömurlegar aðstæður sem gerði illt verra. Til að bæta gráu ofan á svart gekk kuldakast yfir.

Sérstök hjúkrunarnefnd var skipuð í Reykjavík 9. nóvember. Borginni var skipt í þrettán hverfi og gengið var í hús. Aðkoman var víða hroðaleg og í einu tilfelli fundust börn ein hjá látinni móður og ósjálfbjarga föður. Öll tiltæk lyf sem hjálpað gátu við lungnabólgu og hitasótt kláruðust umsvifalaust. Læknar unnu myrkranna á milli og læknanemar fengu bráðabirgðaskírteini til að sinna smituðum. Reynt var eftir megni að hlúa að sjúklingum, koma þeim á sjúkrahús og sjá til þess að kuldi og hungur næði ekki til þeirra.

Allt athafnalíf í Reykjavík lamaðist. Flestar verslanir lokuðust og 6. nóvember hættu blöð að koma út vegna veikinda starfsmanna. Samband við útlönd féll niður því allir starfsmenn Landsímahússins utan einn veiktust. Messufall varð og sömuleiðis féll niður sorphirða og hreinsun útisalerna. Erfitt var að anna líkflutningum og koma varð upp bráðabirgða líkhúsum. Brugðið var á það ráð að jarðsetja fólk í fjöldagrafreitum 20. nóvember. Þá var veikin þó tekin að réna.

Samkvæmt opinberum tölum létust alls 484 Íslendingar úr spönsku veikinni. Veikin kom þyngst niður á Reykjavíkingum en með ströngum sóttvörnum og einangrun manna og hluta sem grunaðir voru um að geta borið smit tókst að verja algerlega Norður- og Austurland. Í eftirfarandi töflu sjást dauðsföll af völdum veikinnar samkvæmt opinberum tölum. Einungis eru nefndir kaupstaðir en inni í þeim tölum eru aðliggjandi svæði. Vert er að taka fram að tölur yfir dauðsföll ná ekki til fósturláta sem töluvert var um.

Reykjavík258
Hafnarfjörður18
Keflavík44
Vestmannaeyjar25
Akranes28
Borgarfjörður2
Hesteyri4
Eyrarbakki31
Flatey17
Ísafjörður23
Rangárvallasýsla18
Árnessýsla16

[Heimild: „Hátt í fimm hundruð manns dóu.“ Ísland í aldanna rás, s. 149.]

Eitt einkenna veikinnar var að hún herjaði mest á fólk á besta aldri. Það vekur upp spurningar hvort miðaldra og aldrað fólk hafi verið búið að öðlast ónæmi við inflúensustofninum eftir skæða inflúensu sem gekk árið 1894. Vísindamönnum tókst á síðasta ári að uppgvöta vírusstofninn sem olli spönsku veikinni með því að rannsaka sýni úr jarðneskum leifum konu sem varðveist höfðu í Alaska og úr sýnum sem tekin höfðu verið úr bandarískum hermönnum sem létust í fyrri heimsstyrjöld. Í ljós kom að prótínsameind hafði stökkbreyst sem gerði flensustofninum, sem var upphaflega fuglaflensa, kleift að berast til manna. Vísindamönnum hefur nú tekist að þróa bóluefni við H1N1 vírusnum en þeir hafa samt sem áður miklar áhyggjur af því hvað kynni að gerast ef vírusinn myndi berast út í andrúmsloftið. Stafar það aðallega af því hve framleiðsla bóluefnis tekur langan tíma og því yrði erfitt að bregðast við stórfelldum faraldri. Enn fremur óttast menn að vírusstofn á við þann sem olli spönsku veikinni sé ákjósanlegt vopn í höndum hryðjuverkamanna. Í ljósi þess hve flensustofninn var banvænn og að um 20% jarðarbúa sýktust er ljóst að fuglaflensan sem nú herjar í Asíu (H5N1) getur orðið stórhættuleg nái hún að stökkbreytast og taka upp á því að berast á milli manna.

Höfundur þakkar Eiríki Sæland, doktor í ónæmisfræði, vinsamlegar ábendingar við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Skúli Sæland

sagnfræðingur

Útgáfudagur

28.2.2005

Síðast uppfært

21.10.2018

Spyrjandi

Haukur H. Þorsteinsson
Ella Björg Rögnvaldsdóttir
Eyrún Björgvinsdóttir
Rebekka Þórhallsdóttir

Tilvísun

Skúli Sæland. „Hvað var spánska veikin?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4775.

Skúli Sæland. (2005, 28. febrúar). Hvað var spánska veikin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4775

Skúli Sæland. „Hvað var spánska veikin?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4775>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var spánska veikin?
Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfelli spönsku veikinnar. Á fræðimáli ber veirustofninn sem þar kom við sögu heitið H1N1 innan inflúensu af A-stofni.

Spánska veikin er mannskæðasta farsótt sögunnar og deyddi um 25 milljónir manna. Sumir telja að tala látinna hafi jafnvel verið mun hærri eða allt að 40 milljónir. Á Indlandi einu saman dóu nálægt 12,5 milljónir manna. Veikinni fylgdi jafnan lungnabólga og menn létust oft innan tveggja daga eftir að sóttarinnar varð vart. Til samanburðar létust „aðeins“ rúmar 8,5 milljónir hermanna og á að giska 13 milljónir óbreyttra borgara í allri fyrri heimsstyrjöldinni.

Sóttin sem gekk í þrem bylgjum er talin hafa byrjað í bandarísku herstöðinni Camp Funston í Kansas. Þaðan barst hún með bandarískum hermönnum til Evrópu í apríl 1918. Þessi fyrsta bylgja virðist hafa verið tiltölulega saklaus en um sumarið kom banvænna afbrigði fram sem lét verulega kveða að sér í ágúst. Þriðja bylgjan gekk svo yfir heimsbyggðina veturinn 1918-19.

Frá Camp Funston í Kansas í Bandaríkjunum þar sem veikin er talin hafa komið fyrst upp.

Inflúensan fékk fljótlega viðurnefnið spánska veikin því átta milljónir manna sýktust á Spáni strax í maí 1918. Spænskir fjölmiðlar fylgdust ítarlega með framgangi veikinnar sem þeir kölluðu „frönsku flensuna”. Fjölmiðlar styrjaldarríkjanna voru aftur á móti ritskoðaðir og áttu því auðveldara með að fjalla um „spönsku veikina“ en inflúensuna sem geisaði í heimalöndum þeirra.

Í Evrópu var fyrri heimsstyrjöldinni að ljúka. Fjöldi óbreyttra borgara og hermanna hafði búið við slæman aðbúnað í lengri tíma sem varð til þess að mótstöðuafl þeirra var enn minna en ella. Ekki var til neitt bóluefni við þessum í inflúensustofni og til að bæta gráu ofan á svart þá var ekki búið að finna upp penisilín til að verjast lungnabólgu sem var afskaplega alvarlegur fylgikvilli. Á þessum tíma jafngilti það nánast dauðadómi að fá lungnabólgu.

Þórður Thoroddsen læknir lýsti spönsku veikinni svo:
Að öllu því er sjálfa veikina snertir, var hún mjög einkennileg og að mörgu leyti allt öðruvísi en þær inflúensusóttir, sem áður hafa gengið og ég hef séð. Ég var alvanur við að sjá í fyrri sóttum barkakvef og hálsbólgur, lungnakvef og lungnabólgur, bæði broncho-pneumoníur og krúpösar, eyrnabólgur, taugaveiki, uppköst og niðurgang, konur hafa misst [fóstur] og sumir orðið hálfbrjálaðir um tíma. En svo þungt lungnakvef, svo tíðar lungnabólgur sem í þessari sótt hef ég aldrei séð. Og þessar blæðingar. Blóðið streymdi ekki aðeins úr nösum, stundum óstöðvandi, heldur og upp úr lungum, niður úr þörmum, upp úr maga og gegnum þvagrásina. Lungnabólgan kom, þótt menn lægju kyrrir í rúmunum og gættu allrar varúðar. Og þótt lungnabólgan rénaði, fór hjartað að ólmast, hræðsla greip menn og kvíði, þyngsli komu og andarteppa, menn bólgnuðu í andliti, á höndum og fótum og köfnuðu að lokum. Og svo eftir allt saman urðu líkin helblá. Þetta er það, sem gerði þessa inflúensusótt svo einkennilega og ægilegri en aðrar inflúensusóttir, sem ég hef séð.

„Lýsing spænsku veikinnar.“
Ísland í aldanna rás, s. 150.

Veikin er talin hafa borist hingað til lands með skipunum Botníu frá Kaupmannahöfn og Willemoes frá Bandaríkjunum 19. október 1918, sama dag og fullveldi Íslands var samþykkt. Fljótlega fór fólk að veikjast og í byrjun nóvember var faraldurinn kominn verulega á skrið og fyrsta dauðsfallið skráð. Sólveig Vigfúsdóttir frá Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum hafði harkað af sér og haldið áfram vinnu sinni í Reykjavík þrátt fyrir að vera veik. Hún lagðist með lungnabólgu og lést innan sólarhrings. Miðvikudaginn 6. nóvember er talið að þriðjungur Reykvíkinga hafi legið sjúkur. Fimm dögum síðar er talið að tveir þriðju íbúa höfuðborgarinnar hafi verið rúmfastir. Á þessum tíma var mikill húsnæðisskortur og bjuggu margir við ömurlegar aðstæður sem gerði illt verra. Til að bæta gráu ofan á svart gekk kuldakast yfir.

Sérstök hjúkrunarnefnd var skipuð í Reykjavík 9. nóvember. Borginni var skipt í þrettán hverfi og gengið var í hús. Aðkoman var víða hroðaleg og í einu tilfelli fundust börn ein hjá látinni móður og ósjálfbjarga föður. Öll tiltæk lyf sem hjálpað gátu við lungnabólgu og hitasótt kláruðust umsvifalaust. Læknar unnu myrkranna á milli og læknanemar fengu bráðabirgðaskírteini til að sinna smituðum. Reynt var eftir megni að hlúa að sjúklingum, koma þeim á sjúkrahús og sjá til þess að kuldi og hungur næði ekki til þeirra.

Allt athafnalíf í Reykjavík lamaðist. Flestar verslanir lokuðust og 6. nóvember hættu blöð að koma út vegna veikinda starfsmanna. Samband við útlönd féll niður því allir starfsmenn Landsímahússins utan einn veiktust. Messufall varð og sömuleiðis féll niður sorphirða og hreinsun útisalerna. Erfitt var að anna líkflutningum og koma varð upp bráðabirgða líkhúsum. Brugðið var á það ráð að jarðsetja fólk í fjöldagrafreitum 20. nóvember. Þá var veikin þó tekin að réna.

Samkvæmt opinberum tölum létust alls 484 Íslendingar úr spönsku veikinni. Veikin kom þyngst niður á Reykjavíkingum en með ströngum sóttvörnum og einangrun manna og hluta sem grunaðir voru um að geta borið smit tókst að verja algerlega Norður- og Austurland. Í eftirfarandi töflu sjást dauðsföll af völdum veikinnar samkvæmt opinberum tölum. Einungis eru nefndir kaupstaðir en inni í þeim tölum eru aðliggjandi svæði. Vert er að taka fram að tölur yfir dauðsföll ná ekki til fósturláta sem töluvert var um.

Reykjavík258
Hafnarfjörður18
Keflavík44
Vestmannaeyjar25
Akranes28
Borgarfjörður2
Hesteyri4
Eyrarbakki31
Flatey17
Ísafjörður23
Rangárvallasýsla18
Árnessýsla16

[Heimild: „Hátt í fimm hundruð manns dóu.“ Ísland í aldanna rás, s. 149.]

Eitt einkenna veikinnar var að hún herjaði mest á fólk á besta aldri. Það vekur upp spurningar hvort miðaldra og aldrað fólk hafi verið búið að öðlast ónæmi við inflúensustofninum eftir skæða inflúensu sem gekk árið 1894. Vísindamönnum tókst á síðasta ári að uppgvöta vírusstofninn sem olli spönsku veikinni með því að rannsaka sýni úr jarðneskum leifum konu sem varðveist höfðu í Alaska og úr sýnum sem tekin höfðu verið úr bandarískum hermönnum sem létust í fyrri heimsstyrjöld. Í ljós kom að prótínsameind hafði stökkbreyst sem gerði flensustofninum, sem var upphaflega fuglaflensa, kleift að berast til manna. Vísindamönnum hefur nú tekist að þróa bóluefni við H1N1 vírusnum en þeir hafa samt sem áður miklar áhyggjur af því hvað kynni að gerast ef vírusinn myndi berast út í andrúmsloftið. Stafar það aðallega af því hve framleiðsla bóluefnis tekur langan tíma og því yrði erfitt að bregðast við stórfelldum faraldri. Enn fremur óttast menn að vírusstofn á við þann sem olli spönsku veikinni sé ákjósanlegt vopn í höndum hryðjuverkamanna. Í ljósi þess hve flensustofninn var banvænn og að um 20% jarðarbúa sýktust er ljóst að fuglaflensan sem nú herjar í Asíu (H5N1) getur orðið stórhættuleg nái hún að stökkbreytast og taka upp á því að berast á milli manna.

Höfundur þakkar Eiríki Sæland, doktor í ónæmisfræði, vinsamlegar ábendingar við gerð þessa svars.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...