Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1441 svör fundust
Hvaðan er hefðin um 13 jóladaga komin?
Enginn veit nákvæmlega hvenær Jesús Kristur fæddist. Það stendur hvergi í Biblíunni. Fyrstu kristnu söfnuðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs skeyttu ekki mikið um þetta atriði. Hjá þeim var fæðing til jarðlífsins lítils virði. Skírnin var þeim mun mikilvægari og þó einkum dauðastundin þegar menn fæddust til hins eilí...
Hvað eru margar reikistjörnur til?
Jörðin er ein af reikistjörnunum og auk þess sjáum við samtals fimm reikistjörnur með berum augum á himninum: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þeim er þá raðað eftir fjarlægð þeirra frá sól og er jörðin á milli Venusar og Mars í röðinni. Þannig vitum við samtals um sex reikistjörnur í sólkerfi okkar án...
Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?
Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...
Hvaða merkingu hefur það í stærðfræði að eitthvað sé ,,lokað undir'' samlagningu og margföldun og svo framvegis?
Í stærðfræði er mengi sagt vera lokað undir einhverri aðgerð ef útkoman úr aðgerðinni er aftur í menginu. Formlega skilgreiningin er svona: Látum X vera mengi, n vera náttúrlega tölu, og b : Xn → X vera vörpun. Þá segjum við að X sé lokað undir b ef að b(x1, ..., xn) er í X, fyrir öll x1, ..., xn í X. Se...
Ef við byggjum í fjórvíðum heimi hvað þyrftum við þá mörg augu til að sjá í fjórvídd?
Svarið er að tvö augu nægja fjórvíðu rúmi og raunar rúmi af hvaða vídd sem er til að skynja allar víddir rúmsins í einu. Fyrst er gott að einfalda dæmið eins mikið og komast má upp með, það er að segja að skoða auga í tvívíðu rúmi. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig auga býr til mynd út frá stefnu hluta. S...
Hvers vegna eru sumir rangeygðir?
Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...
Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?
Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að...
Ég fann ögn loðið skordýr í hveitipoka, getið þið sagt mér hvað dýrið heitir?
Upprunlega spurningin hljóðaði svo:Þegar ég var við brauðbakstur í sumarbústaðnum fann ég lítið sníkjudýr í hveitipokanum. Skordýrið er á stærð við hrísgrjón eða um 0,5-1,0 cm. Það hefur margar fætur og er ögn loðið. Örmjó hár koma svo framan og aftan úr dýrinu, sem er með ljósbrúna skel og gæti líkst pínulítilli ...
Á hverju lifa leðurblökur?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Stórblökurnar nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats) en smáblökurnar sem ...
Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?
Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar. Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bi...
Hvað er sogæðabólga?
Umhverfis allar frumur í líkamanum er vökvi sem er kallaður millifrumuvökvi og er hann nálægt því að vera 15% af líkamsþyngdinni. Þessi vökvi endurnýjast stöðugt vegna leka út úr háræðunum og hann tæmist út í sogæðakerfið eða öðru nafni vessaæðakerfið. Sogæðarnar liggja í gegnum eitla, sem gegna meðal annars því h...
Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?
Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...
Gæti einhver íslenskur fugl drepið mann?
Í íslenskri náttúru eru engin lífshættuleg dýr líkt og í náttúru margra annarra landa. Sum dýr hér á landi sýna þó mikla árásarhneigð við ákveðnar kringumstæður, til dæmis þegar fólk fer of nærri hreiðrum þeirra eða búi. Einhverjir hafa eflaust lent í árásum geitunga á sumrin. Nokkrar fuglategundir vernda hreið...
Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?
Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist rö...
Ef krónu er kastað fjórum sinnum, hvort eru meiri líkur á að fá þorskinn og bergrisann tvisvar hvorn eða fá þorskinn í öll skiptin?
Eitt krónukast hefur tvær mögulegar útkomur: Annars vegar getur þorskurinn (Þ) komið upp og hins vegar bergrisinn (B). Þegar krónu er kastað fjórum sinnum eru þess vegna $2 \cdot 2 \cdot 2 \cdot 2 = 16$ mögulegar útkomur. Þær eru: ÞÞÞÞ BÞÞÞ ÞBÞÞ ÞÞBÞ ÞÞÞB BBÞÞ BÞBÞ BÞÞB ÞBBÞ ÞBÞB ÞÞBB BBBÞ BBÞB BÞ...