Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef krónu er kastað fjórum sinnum, hvort eru meiri líkur á að fá þorskinn og bergrisann tvisvar hvorn eða fá þorskinn í öll skiptin?

Einar Bjarki Gunnarsson

Eitt krónukast hefur tvær mögulegar útkomur: Annars vegar getur þorskurinn (Þ) komið upp og hins vegar bergrisinn (B). Þegar krónu er kastað fjórum sinnum eru þess vegna $2 \cdot 2 \cdot 2 \cdot 2 = 16$ mögulegar útkomur. Þær eru:

ÞÞÞÞ

BÞÞÞ

ÞBÞÞ

ÞÞBÞ

ÞÞÞB

BBÞÞ

BÞBÞ

BÞÞB

ÞBBÞ

ÞBÞB

ÞÞBB

BBBÞ

BBÞB

BÞBB

ÞBBB

BBBB

Hér táknar útkoman „ÞÞÞÞ“ að þorskurinn komi upp í öllum fjórum köstunum, „BÞÞÞ“ táknar að bergrisinn komi upp í fyrsta kastinu og þorskurinn í hinum þremur, og svo framvegis. Allar útkomurnar í töflunni hafa sömu líkur.

Bergrisinn eða þorskurinn?

Með þessar upplýsingar að vopni er einfalt mál að reikna líkurnar á að tiltekinn atburður gerist þegar krónu er kastað fjórum sinnum. Við byrjum á því að finna allar útkomur sem tilheyra atburðinum. Þar sem sérhver útkoma hefur sömu líkur getum við síðan reiknað líkurnar á að atburðurinn gerist með því að deila fjölda útkoma sem tilheyra honum með heildarfjölda mögulegra útkoma. Með öðrum orðum gildir:

\[\text{Líkur á atburði} = \frac{\text{Fjöldi útkoma sem tilheyra honum}}{\text{Heildarfjöldi mögulegra útkoma}}\]

En við vitum að heildarfjöldi mögulegra útkoma er $16$, svo formúluna má einnig skrifa svona:

\[\text{Líkur á atburði} = \frac{\text{Fjöldi útkoma sem tilheyra honum}}{16}\]

Nú getum við reiknað líkurnar á atburðunum tveimur sem spurt var um. Aðeins ein útkoma tilheyrir atburðinum að fá þorskinn í öll skiptin, og það er „ÞÞÞÞ“, svo líkurnar á að hann gerist eru einfaldlega 1/16. Hins vegar tilheyra sex útkomur atburðinum að fá þorskinn tvisvar og bergrisann tvisvar, og þær eru „BBÞÞ“, „BÞBÞ“, „BÞÞB“, „ÞBBÞ“, „ÞBÞB“ og „ÞÞBB“. Líkurnar á að þessi atburður gerist eru þá 6/16 eða 37,5%. Þess vegna er sexfalt líklegra að fá þorskinn tvisvar og bergrisann tvisvar en að fá þorskinn í öll skiptin.

Við getum einnig reiknað líkurnar á fleiri atburðum með sama hætti. Til dæmis tilheyra fjórar útkomur atburðinum að þorskurinn komi þrisvar upp og bergrisinn einu sinni, og þær eru „BÞÞÞ“, „ÞBÞÞ“, „ÞÞBÞ“ og „ÞÞÞB“. Þess vegna eru 4/16 eða 25% líkur á að hann gerist. Ellefu útkomur tilheyra atburðinum að bergrisinn komi að minnsta kosti tvisvar upp, og þær eru „BBÞÞ“, „BÞBÞ“, „BÞÞB“, „ÞBBÞ“, „ÞBÞB“, „ÞÞBB“, „BBBÞ“, „BBÞB“, „BÞBB“, „ÞBBB“ og „BBBB“. Líkurnar á þessum atburði eru þess vegna 11/16 eða 68,75%.

Mynd:

Höfundur

Einar Bjarki Gunnarsson

nýdoktor í stærðfræði

Útgáfudagur

18.7.2011

Spyrjandi

Björgvin Freyr Jónsson, f. 1992

Tilvísun

Einar Bjarki Gunnarsson. „Ef krónu er kastað fjórum sinnum, hvort eru meiri líkur á að fá þorskinn og bergrisann tvisvar hvorn eða fá þorskinn í öll skiptin?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=32018.

Einar Bjarki Gunnarsson. (2011, 18. júlí). Ef krónu er kastað fjórum sinnum, hvort eru meiri líkur á að fá þorskinn og bergrisann tvisvar hvorn eða fá þorskinn í öll skiptin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=32018

Einar Bjarki Gunnarsson. „Ef krónu er kastað fjórum sinnum, hvort eru meiri líkur á að fá þorskinn og bergrisann tvisvar hvorn eða fá þorskinn í öll skiptin?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=32018>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef krónu er kastað fjórum sinnum, hvort eru meiri líkur á að fá þorskinn og bergrisann tvisvar hvorn eða fá þorskinn í öll skiptin?
Eitt krónukast hefur tvær mögulegar útkomur: Annars vegar getur þorskurinn (Þ) komið upp og hins vegar bergrisinn (B). Þegar krónu er kastað fjórum sinnum eru þess vegna $2 \cdot 2 \cdot 2 \cdot 2 = 16$ mögulegar útkomur. Þær eru:

ÞÞÞÞ

BÞÞÞ

ÞBÞÞ

ÞÞBÞ

ÞÞÞB

BBÞÞ

BÞBÞ

BÞÞB

ÞBBÞ

ÞBÞB

ÞÞBB

BBBÞ

BBÞB

BÞBB

ÞBBB

BBBB

Hér táknar útkoman „ÞÞÞÞ“ að þorskurinn komi upp í öllum fjórum köstunum, „BÞÞÞ“ táknar að bergrisinn komi upp í fyrsta kastinu og þorskurinn í hinum þremur, og svo framvegis. Allar útkomurnar í töflunni hafa sömu líkur.

Bergrisinn eða þorskurinn?

Með þessar upplýsingar að vopni er einfalt mál að reikna líkurnar á að tiltekinn atburður gerist þegar krónu er kastað fjórum sinnum. Við byrjum á því að finna allar útkomur sem tilheyra atburðinum. Þar sem sérhver útkoma hefur sömu líkur getum við síðan reiknað líkurnar á að atburðurinn gerist með því að deila fjölda útkoma sem tilheyra honum með heildarfjölda mögulegra útkoma. Með öðrum orðum gildir:

\[\text{Líkur á atburði} = \frac{\text{Fjöldi útkoma sem tilheyra honum}}{\text{Heildarfjöldi mögulegra útkoma}}\]

En við vitum að heildarfjöldi mögulegra útkoma er $16$, svo formúluna má einnig skrifa svona:

\[\text{Líkur á atburði} = \frac{\text{Fjöldi útkoma sem tilheyra honum}}{16}\]

Nú getum við reiknað líkurnar á atburðunum tveimur sem spurt var um. Aðeins ein útkoma tilheyrir atburðinum að fá þorskinn í öll skiptin, og það er „ÞÞÞÞ“, svo líkurnar á að hann gerist eru einfaldlega 1/16. Hins vegar tilheyra sex útkomur atburðinum að fá þorskinn tvisvar og bergrisann tvisvar, og þær eru „BBÞÞ“, „BÞBÞ“, „BÞÞB“, „ÞBBÞ“, „ÞBÞB“ og „ÞÞBB“. Líkurnar á að þessi atburður gerist eru þá 6/16 eða 37,5%. Þess vegna er sexfalt líklegra að fá þorskinn tvisvar og bergrisann tvisvar en að fá þorskinn í öll skiptin.

Við getum einnig reiknað líkurnar á fleiri atburðum með sama hætti. Til dæmis tilheyra fjórar útkomur atburðinum að þorskurinn komi þrisvar upp og bergrisinn einu sinni, og þær eru „BÞÞÞ“, „ÞBÞÞ“, „ÞÞBÞ“ og „ÞÞÞB“. Þess vegna eru 4/16 eða 25% líkur á að hann gerist. Ellefu útkomur tilheyra atburðinum að bergrisinn komi að minnsta kosti tvisvar upp, og þær eru „BBÞÞ“, „BÞBÞ“, „BÞÞB“, „ÞBBÞ“, „ÞBÞB“, „ÞÞBB“, „BBBÞ“, „BBÞB“, „BÞBB“, „ÞBBB“ og „BBBB“. Líkurnar á þessum atburði eru þess vegna 11/16 eða 68,75%.

Mynd:

...