b(x1, ..., xn) er í X, fyrir öll x1, ..., xn í X.Sem dæmi getum við litið á náttúrlegu tölurnar, en það eru jákvæðu heilu tölurnar ásamt 0. Þær eru lokaðar undir samlagningu, því ef maður leggur saman tvær náttúrlegar tölur fær maður aðra náttúrlega tölu, og þær eru líka lokaðar undir margföldun. Hins vegar eru þær hvorki lokaðar undir frádrætti né deilingu, því til dæmis er 2 - 3 = -1, sem er ekki náttúrleg tala. Annað dæmi sem má skoða eru ræðu tölurnar, en þær eru lokaðar undir samlagningu, frádrætti, margföldun, og ræðu tölurnar að núlli slepptu eru lokaðar undir margföldun og deilingu. Þær eru hins vegar ekki lokaðar undir aðgerðinni að taka kvaðratrót, því þekkt er að rótin af tveim er ekki ræð tala. Hugtakið að vera lokað undir er mikilvægt í stærðfræði því ef við höfum áhuga á einhverri aðgerð á gefnu mengi, þá viljum við halda okkur innan þess mengis, og því er alveg ótækt að við þurfum að taka tillit til þess hvaða stökum við beitum aðgerðinni á. Ef aðgerðin okkar er tvíundaraðgerð, það er að segja ef hún tekur inn tvö stök og skilar einu, eins og samlagning eða margföldun, þá er það að sýna fram á að mengið okkar er lokað undir aðgerðinni fyrsta skrefið í að sýna að mengið og aðgerðin mynda grúpu. Grúpur eru einn einfaldasti hluturinn í algebru og þær búa yfir mörgum þægilegum eiginleikum. Það er ágætt að vita að maður hefur grúpu í höndunum, því allir stærðfræðingar hafa unnið með þær og þekkja þær að einhverju leyti. Annað efni á Vísindavefnum:
- Svar Mark Dukes við spurningunni Hvað er hægt að búa til margar mismunandi sudokuþrautir?