Fimmtán ár liðu þar til næst varð banaslys í geimferðum. Þann 28. janúar 1986 var bandarísku geimferjunni Challenger skotið á loft. Aðeins 73 sekúndum eftir skotið varð sprenging og geimferjan tvístraðist. Sjö manns voru um borð í geimferjunni, fimm karlar og tvær konur; Francis R. "Dick" Scobee, Michael J. Smith, Ellison S. Onizuka, Judith A. Resnik, Ronald E. McNair, Gregory B. Jarvis og S. Christa McAuliffe. Margt bendir til þess að geimfararnir hafi lifað upphaflegu sprenginguna og ef til vill ekki látist fyrr en hylkið sem þeir voru í skall í sjóinn. Nánar má lesa um Challenger-slysið í svari við spurningunni Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?
Síðast varð banaslys í geimnum þann 1. febrúar 2003. Geimferjan Kólumbía var á leið til jarðar eftir 16 daga ferð í geimnum en 16 mínútum fyrir áætlaðan lengingartíma brotnaði geimferjan upp með þeim afleiðingum að allir um borð létust. Sjö manns voru um borð í Kólumbíu; Rick D. Husband, William C. McCool, Michael P. Anderson, David M. Brown, Kalpana Chawla, Laurel B. Clark, og Ilan Ramon. Hægt er að lesa meira um áhöfn Kólumbíu í svari við spurningunni Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?
Til viðbótar við þessa 18 hafa 14 menn sem voru í þjálfun fyrir geimferðir farist, ýmis við æfingar á jörðu niðri eða í flugslysum. Heimildir og mynd:
- Aerospaceweb.org. Skoðað 9. 3 .2009
- The Partnership: A History of the Apollo-Soyuz Test Project . Skoðað 9. 3. 2009
- Wikipedia. Skoðað 9. 3. 2009: