Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?

EDS

Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar.

Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bilanir, var ákveðið að snúa geimfarinu aftur til jarðar. Það tókst þó ekki betur til en svo að fallhlífar sem áttu að draga úr ferð geimfarsins fyrir lendingu brugðust og það skall til jarðar. Komarov lést samstundis.

Þremur árum seinna fórst áhöfn Soyuz 11 á leið til jarðar en um borð voru þrír geimfarar, Georgi T. Dobrovolsky, Viktor I. Patsayev og Vladislav N. Volkov. Soyuz 11 var skotið á loft þann 6. júní 1971 og var ferðinni heitið að sovésku geimstöðinni Salyut 1. Áður hafði Soyuz 10 reynt að tengjast geimstöðinni án árangurs en betur gekk hjá Soyuz 11 og var það í fyrsta skipti sem áhöfn geimfars fór um borð í geimstöð. Eftir 23 daga í geimnum snéri Soyuz 11 til baka til jarðar. Allt virtist í fyrstu ganga að óskum en þegar geimfarið var opnað eftir lendingu voru geimfararnir þrír látnir. Í ljós kom að þeir höfðu kafnað eftir að þrýstingur í hylkinu féll.



Áhöfn Soyuz 11 við æfingar.

Fimmtán ár liðu þar til næst varð banaslys í geimferðum. Þann 28. janúar 1986 var bandarísku geimferjunni Challenger skotið á loft. Aðeins 73 sekúndum eftir skotið varð sprenging og geimferjan tvístraðist. Sjö manns voru um borð í geimferjunni, fimm karlar og tvær konur; Francis R. "Dick" Scobee, Michael J. Smith, Ellison S. Onizuka, Judith A. Resnik, Ronald E. McNair, Gregory B. Jarvis og S. Christa McAuliffe. Margt bendir til þess að geimfararnir hafi lifað upphaflegu sprenginguna og ef til vill ekki látist fyrr en hylkið sem þeir voru í skall í sjóinn. Nánar má lesa um Challenger-slysið í svari við spurningunni Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?

Síðast varð banaslys í geimnum þann 1. febrúar 2003. Geimferjan Kólumbía var á leið til jarðar eftir 16 daga ferð í geimnum en 16 mínútum fyrir áætlaðan lengingartíma brotnaði geimferjan upp með þeim afleiðingum að allir um borð létust. Sjö manns voru um borð í Kólumbíu; Rick D. Husband, William C. McCool, Michael P. Anderson, David M. Brown, Kalpana Chawla, Laurel B. Clark, og Ilan Ramon. Hægt er að lesa meira um áhöfn Kólumbíu í svari við spurningunni Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?

Til viðbótar við þessa 18 hafa 14 menn sem voru í þjálfun fyrir geimferðir farist, ýmis við æfingar á jörðu niðri eða í flugslysum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

11.3.2009

Spyrjandi

Óttar Már Halldórsson, f. 1989

Tilvísun

EDS. „Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10180.

EDS. (2009, 11. mars). Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10180

EDS. „Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10180>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa margir geimfarar látist í tilraunum til að fara út í geim?
Alls hafa 18 manns farist í geimferðaslysum, annað hvort á leið út úr gufuhvolfi jarðar eða á leið til jarðar.

Sá fyrsti sem lést í geimferð var hinn sovéski Vladimir Komarov. Hann var einn í áhöfn Soyuz 1 sem skotið var á loft þann 23. apríl 1967. Eftir 18 hringi umhverfis jörðu, þar sem í ljós komu ýmisar bilanir, var ákveðið að snúa geimfarinu aftur til jarðar. Það tókst þó ekki betur til en svo að fallhlífar sem áttu að draga úr ferð geimfarsins fyrir lendingu brugðust og það skall til jarðar. Komarov lést samstundis.

Þremur árum seinna fórst áhöfn Soyuz 11 á leið til jarðar en um borð voru þrír geimfarar, Georgi T. Dobrovolsky, Viktor I. Patsayev og Vladislav N. Volkov. Soyuz 11 var skotið á loft þann 6. júní 1971 og var ferðinni heitið að sovésku geimstöðinni Salyut 1. Áður hafði Soyuz 10 reynt að tengjast geimstöðinni án árangurs en betur gekk hjá Soyuz 11 og var það í fyrsta skipti sem áhöfn geimfars fór um borð í geimstöð. Eftir 23 daga í geimnum snéri Soyuz 11 til baka til jarðar. Allt virtist í fyrstu ganga að óskum en þegar geimfarið var opnað eftir lendingu voru geimfararnir þrír látnir. Í ljós kom að þeir höfðu kafnað eftir að þrýstingur í hylkinu féll.



Áhöfn Soyuz 11 við æfingar.

Fimmtán ár liðu þar til næst varð banaslys í geimferðum. Þann 28. janúar 1986 var bandarísku geimferjunni Challenger skotið á loft. Aðeins 73 sekúndum eftir skotið varð sprenging og geimferjan tvístraðist. Sjö manns voru um borð í geimferjunni, fimm karlar og tvær konur; Francis R. "Dick" Scobee, Michael J. Smith, Ellison S. Onizuka, Judith A. Resnik, Ronald E. McNair, Gregory B. Jarvis og S. Christa McAuliffe. Margt bendir til þess að geimfararnir hafi lifað upphaflegu sprenginguna og ef til vill ekki látist fyrr en hylkið sem þeir voru í skall í sjóinn. Nánar má lesa um Challenger-slysið í svari við spurningunni Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?

Síðast varð banaslys í geimnum þann 1. febrúar 2003. Geimferjan Kólumbía var á leið til jarðar eftir 16 daga ferð í geimnum en 16 mínútum fyrir áætlaðan lengingartíma brotnaði geimferjan upp með þeim afleiðingum að allir um borð létust. Sjö manns voru um borð í Kólumbíu; Rick D. Husband, William C. McCool, Michael P. Anderson, David M. Brown, Kalpana Chawla, Laurel B. Clark, og Ilan Ramon. Hægt er að lesa meira um áhöfn Kólumbíu í svari við spurningunni Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?

Til viðbótar við þessa 18 hafa 14 menn sem voru í þjálfun fyrir geimferðir farist, ýmis við æfingar á jörðu niðri eða í flugslysum.

Heimildir og mynd:

...