Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1130 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?

Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...

category-iconLögfræði

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?

Munur er á annars vegar stundargengi (e. spot rate) og hins vegar framvirku gengi (e. forward rate) gjaldmiðla. Stundargengi er það gengi, sem fæst í viðskiptum ef gjaldmiðlarnir eru afhentir strax (í framkvæmd er oft miðað við afhendingu innan eins eða tveggja daga). Framvirka gengið er það gengi, sem fæst ef sam...

category-iconNæringarfræði

Hvort er hættulegra vatn eða gos?

Undir venjulegum kringumstæðum og við hóflega neyslu er hvorki vatn né gos beinlínis hættulegt. Hins vegar er það óumdeilt að það er miklu hollara fyrir okkur að drekka hreint vatn en gos. Vatn er okkur lífsnauðsynlegt, án þess getur maðurinn ekki lifað nema í örfáa daga. Vatnsþörfin er vissulega breytileg á mi...

category-iconFélagsvísindi

Hversu langur er lífstíðardómur á Íslandi?

Þess misskilnings gætir stundum að lífstíðardómur samkvæmt íslenskum lögum feli ekki sér lífstíðarfangelsi heldur styttri refsingu. Svo er þó ekki – lífstíðardómur á Íslandi er eins og orðið gefur til kynna dómur sem gengur út á að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar. Sá sem fengi slí...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er kók gott fyrir magann þegar maður er með ælupest?

Það er vel þekkt ráð við gubbupest að drekka gos, kók er mjög gjarnan nefnt en sprite er einnig þekkt. Þetta ráð er ekki séríslenskt fyrirbæri því ef leitað er á Netinu má víða sjá að mælt er með gosdrykkju við ælupest. Þar er reyndar gjarnan mælt með goslausum drykkjum, en einnig kóki og sprite auk þess sem engif...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?

Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn til...

category-iconLæknisfræði

Hafa sýklalyf áhrif á virkni pillunnar?

Já, ákveðnar tegundir sýklalyfja geta haft áhrif á virkni pillunnar. Getnaðarvarnarpillan byggir á hormónum sem koma í veg fyrir egglos. Hormónin hafa auk þess áhrif á slímmyndun í leghálsinum þannig að sæðisfrumur komast síður upp í legið og frjóvgað egg nær síður festu í slímhúð legsins. Flestar tegundir pil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu. Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og...

category-iconTrúarbrögð

Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?

Konur hafa gegnt embætti forseta í 48 löndum í öllum heimsálfum. Of langt mál er að telja þessi lönd öll upp en áhugasömum er bent á eftirfarandi heimild: List of elected and appointed female heads of state and government. Upplýsingar þar virðast vera mjög reglulega uppfærðar. Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kj...

category-iconHugvísindi

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er miltisbrandur?

Miltisbrandur er sjúkdómur sem sýkill að nafni Bacillus anthracis veldur. Það eru einkum grasbítandi dýr sem taka þennan sjúkdóm en menn geta þó af og til sýkst af honum. Sjúkdómar sem finnast í dýrum en geta jafnframt lagst á menn eru nefndir súnur (zoonosis). Sýkillinn getur myndað dvalagró eða spora. Sporarn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?

Snæhlébarðinn (Panthera uncia), sem einnig hefur verið nefndur snjóhlébarði eða snætígur, er náfrændi annarra stórra kattardýra af ættkvíslinni Panthera, ljóna, tígrisdýra, jagúara og hlébarða. Hann lifir þó við allt önnur skilyrði en frændur hans sem velja sér yfirleitt heit og gróðurrík svæði, en snæhlébarðinn h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?

Smyrillinn (Falco columbarius), sem hefur einnig verið kallaður dvergfálki eða litli skratti, er ránfugl líkt og fálki eða valur og haförn (Haliaeetus albicilla). Smyrillinn er af ætt fálka og af sömu ættkvísl og fálkinn (Falco rusticoulos). Hann er minnstur allra fálka, aðeins 165 til 295 grömm að þyngd og 29-33 ...

Fleiri niðurstöður