Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð?Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvarða hvenær ársins hann fæddist, þó þessi tími árs hafi verið valinn til að minnast atburðarins og sagnanna í kringum hann. Hátíðarhöld í kringum vetrarsólstöður voru þekkt löngu áður en kristni kom til sögunnar. Til að mynda héldu heiðnir norrænir menn upp á jól til að fagna því að sól færi hækkandi á lofti eftir 21. og 22. desember. Jafnframt var haldið upp á hækkandi sól í Róm til forna þar sem svokölluð Saturnalia-hátíð stóð yfir frá 17. til 23. desember. Saturnalia-hátíðin var tengd heiðnum sólarguðum og frelsurum. Áttu tveir þeirra, rómverski guðinn Attis og indversk-persneski guðinn Mítra, að hafa fæðst 25. desember.
- Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí? (Sótt 14.12.2020).
- Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? (Sótt 14.12.2020).
- Christmas - Wikipedia. (Sótt 3.12.2020).