Gos er að langmestu leyti vatn sem búið er að bæta í kolsýru, sykri eða sætuefnum, bragð-, litar- og stundum rotvarnarefnum. Gosdrykkir geta hjálpað til við að uppfylla vatnsþörfina, hins vegar innihalda þeir orku, ef um sykraða drykki er að ræða, án þess að gefa nein næringarefni, orku sem fer oftar en ekki umfram orkuþörf líkamans en það getur leitt til aukakílóa. Annað sem vatnið hefur ótvírætt fram yfir gosið er að það skemmir ekki tennur. Allir gosdrykkir valda glerungseyðingu sem er vaxandi vandamál og sykraðir drykkir valda auk þess tannátu eins og lesa má í svari Þorbjargar Jensdóttur og Peter Holbrook við spurningunni Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu? Hreint vatn er því mun hollara en gos, bæði þegar kemur að tönnum og holdafari. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Skemmir sódavatn tennur? eftir Peter Holbrook
- Er appelsínusafi óhollari en gos? eftir Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur
- Hvað er mikill sykur í kóki? eftir EDS
- Dustin Maher Fitness. Sótt 1. 4. 2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.