Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?

Magnús Jóhannsson

Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður í amínósýrurnar fenýlalanín (um 50%) og aspartínsýru (um 40%) en þar að auki breytast um 10% efnisins í metanól eða tréspíritus. Amínósýrurnar eru hættulausar og nýtast líkamanum eins og hver önnur fæða og magnið af metanóli er langt innan þeirra marka sem talið er hættulegt. Í nægjanlega miklu magni veldur metanól ýmsum eiturverkunum í líkamanum og eru sjónskemmdir og jafnvel blinda þekktastar og í miklu magni getur það valdið dauða.

Hér má sjá efnafræðilega byggingu aspartams.

Í flestum rannsóknum á aspartami hefur verið notað magn sem samsvarar að drukkið sé úr 12 til 30 flöskum eða dósum af sykurskertum gosdrykk á dag. Einu aukaverkanirnar sem komu fram í slíkum tilraunum var aukin tíðni á höfuðverk. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki að efnið gæti haft skaðleg áhrif við langtímanotkun. Hér vill stundum gleymast að ýmiss konar fæða sem við neytum inniheldur metanól og gildir það sérstaklega um grænmeti, ávexti og safa úr þeim; eitt glas af tómatsafa inniheldur til dæmis 6 sinnum meira metanól en sama magn af sykurskertum gosdrykk.

Aspartam var sett á markað í Bandaríkjunum 1981 og fljótlega þar á eftir í Evrópu og víðar. Það er nú notað í að minnsta kosti 100 löndum og hefur því verið notað í stórum stíl í bráðum 20 ár. Varla hefur nokkurt aukefni í matvælum verið rannsakað eins mikið og aspartam og þessar rannsóknir halda áfram. Alltaf af og til hafa komið fram grunsemdir um tengsl aspartams við sjúkdóma eins og heilaæxli, MS (heila- og mænusigg), rauða úlfa, minnistap, ofnæmi, hegðunarvandamál hjá börnum, flogaveiki, fósturskemmdir og fleira. Þessi tengsl ættu að byggjast á metanólinu, enda er það eina eitraða efnið sem myndast við neyslu aspartams. Gerðar hafa verið margar og stórar faraldsfræðilegar rannsóknir til að kanna slíkt samband og í stuttu máli hefur niðurstaðan alltaf verið sú sama; engin tengsl hafa fundist milli neyslu aspartams og sjúkdóma.

Viðamiklar rannsóknir á aspartami benda þannig eindregið til þess að efnið sé hættulaust og við verðum að vona að þær reynist réttar. Þeir sem eru með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm, fenýlketónúríu, verða þó að takmarka inntöku aspartams á fyrstu árum ævinnar, eins og margra matvæla sem innihalda amínósýruna fenýlalanín.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

29.3.2000

Spyrjandi

Ævar Már Óskarsson, f. 1983

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2000, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=305.

Magnús Jóhannsson. (2000, 29. mars). Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=305

Magnús Jóhannsson. „Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2000. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=305>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?
Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður í amínósýrurnar fenýlalanín (um 50%) og aspartínsýru (um 40%) en þar að auki breytast um 10% efnisins í metanól eða tréspíritus. Amínósýrurnar eru hættulausar og nýtast líkamanum eins og hver önnur fæða og magnið af metanóli er langt innan þeirra marka sem talið er hættulegt. Í nægjanlega miklu magni veldur metanól ýmsum eiturverkunum í líkamanum og eru sjónskemmdir og jafnvel blinda þekktastar og í miklu magni getur það valdið dauða.

Hér má sjá efnafræðilega byggingu aspartams.

Í flestum rannsóknum á aspartami hefur verið notað magn sem samsvarar að drukkið sé úr 12 til 30 flöskum eða dósum af sykurskertum gosdrykk á dag. Einu aukaverkanirnar sem komu fram í slíkum tilraunum var aukin tíðni á höfuðverk. Þetta útilokar að sjálfsögðu ekki að efnið gæti haft skaðleg áhrif við langtímanotkun. Hér vill stundum gleymast að ýmiss konar fæða sem við neytum inniheldur metanól og gildir það sérstaklega um grænmeti, ávexti og safa úr þeim; eitt glas af tómatsafa inniheldur til dæmis 6 sinnum meira metanól en sama magn af sykurskertum gosdrykk.

Aspartam var sett á markað í Bandaríkjunum 1981 og fljótlega þar á eftir í Evrópu og víðar. Það er nú notað í að minnsta kosti 100 löndum og hefur því verið notað í stórum stíl í bráðum 20 ár. Varla hefur nokkurt aukefni í matvælum verið rannsakað eins mikið og aspartam og þessar rannsóknir halda áfram. Alltaf af og til hafa komið fram grunsemdir um tengsl aspartams við sjúkdóma eins og heilaæxli, MS (heila- og mænusigg), rauða úlfa, minnistap, ofnæmi, hegðunarvandamál hjá börnum, flogaveiki, fósturskemmdir og fleira. Þessi tengsl ættu að byggjast á metanólinu, enda er það eina eitraða efnið sem myndast við neyslu aspartams. Gerðar hafa verið margar og stórar faraldsfræðilegar rannsóknir til að kanna slíkt samband og í stuttu máli hefur niðurstaðan alltaf verið sú sama; engin tengsl hafa fundist milli neyslu aspartams og sjúkdóma.

Viðamiklar rannsóknir á aspartami benda þannig eindregið til þess að efnið sé hættulaust og við verðum að vona að þær reynist réttar. Þeir sem eru með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm, fenýlketónúríu, verða þó að takmarka inntöku aspartams á fyrstu árum ævinnar, eins og margra matvæla sem innihalda amínósýruna fenýlalanín.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...