Sumum kann að finnast betra að sjá magnið fyrir sér í teskeiðum. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Cooking measurement converter er ein teskeið af sykri um það bil fjögur grömm. Í hálfslítra kókflösku eða dós eru því rúmlega 13 teskeiðar af sykri og um 53 teskeiðar í tveimur lítrum af kóki. Sá sem drekkur hálfan lítra af kóki á dag hvern einasta dag vikunnar allan ársins hring fær með gosdrykkjunni einni saman rúmlega eitt og hálft kíló af sykri á mánuði eða rúmlega 19 kíló á ári. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um gosdrykki, til dæmis:
- Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu? eftir Þorbjörgu Jensdóttur og Peter Holbrook
- Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Er appelsínusafi óhollari en gos? eftir Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur
Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað eru margir sykurmolar í 2 l kókflösku?