Ef bragðefnum eins og sítrónusýru er bætt í gosvatnið lækkar pH-gildið enn meira og fer yfirleitt talsvert undir 5,5 með þeim afleiðingum að úrkölkun tanna hefst. Flúor, sem styrkir glerunginn og ver hann þannig gegn tannskemmdum, gerir mest gagn þegar sýrustigið er á milli pH 4,5 og 5,5 en gagnast tönnum síður þegar pH-gildi er undir 4,5. Flúor er því ágætis vörn gegn tannskemmdum en vinnur síður gegn áhrifum súrra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru og valda glerungseyðingu. Sítrónusýra kemur líka í veg fyrir að tennur endurkalkist, það er að kalsín, sem losnar úr glerungi tanna við drykkju súrra drykkja, komist aftur inn í glerunginn. Sódavatn án bragðefnis hefur ekki þessi áhrif á kalsín þannig að þegar munnvatnið hefur unnið sína vinnu við að hlutleysa gosvatnið sem eftir er í munninum, það er gera það minna súrt, getur kalsín endurkalkað glerunginn. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Er sódavatn óhollt? eftir Björn Sigurð Gunnarsson
- Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu? eftir Þorbjörgu Jensdóttur og Peter Holbrook
- Er appelsínusafi óhollari en gos? eftir Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur
- Er mjólkurneysla tannskemmandi? eftir Sigfús Þór Elíasson
- Carbonated water á Fotopedia. Ljósmyndari: Jonas N. Sótt 14. 6. 2010.
Skemmir kolsýra (í sódavatni o.s.frv.) tennur og er eitthvað annað óhollt við hana?