Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Skemmir sódavatn tennur?

Peter Holbrook (1949-2024)

Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það.

Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt drykkjarvatn. Þrátt fyrir það er pH-gildi sódavatns yfir 5,5 sem er það sýrustig þar sem glerungur tanna byrjar að úrkalka, en svo kallast það þegar steinefni ganga úr glerungnum og glerungseyðing hefst.



Það er ekki kolsýran í sódavatni sem veldur glerungseyðingu heldur bragðefni sem bætt er út í.

Ef bragðefnum eins og sítrónusýru er bætt í gosvatnið lækkar pH-gildið enn meira og fer yfirleitt talsvert undir 5,5 með þeim afleiðingum að úrkölkun tanna hefst. Flúor, sem styrkir glerunginn og ver hann þannig gegn tannskemmdum, gerir mest gagn þegar sýrustigið er á milli pH 4,5 og 5,5 en gagnast tönnum síður þegar pH-gildi er undir 4,5. Flúor er því ágætis vörn gegn tannskemmdum en vinnur síður gegn áhrifum súrra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru og valda glerungseyðingu.

Sítrónusýra kemur líka í veg fyrir að tennur endurkalkist, það er að kalsín, sem losnar úr glerungi tanna við drykkju súrra drykkja, komist aftur inn í glerunginn. Sódavatn án bragðefnis hefur ekki þessi áhrif á kalsín þannig að þegar munnvatnið hefur unnið sína vinnu við að hlutleysa gosvatnið sem eftir er í munninum, það er gera það minna súrt, getur kalsín endurkalkað glerunginn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Skemmir kolsýra (í sódavatni o.s.frv.) tennur og er eitthvað annað óhollt við hana?

Höfundur

prófessor emeritus í tannlækningum við HÍ

Útgáfudagur

22.6.2010

Spyrjandi

Þorsteinn Valdimarsson, Áslaug Guðmundsdóttir

Tilvísun

Peter Holbrook (1949-2024). „Skemmir sódavatn tennur?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56123.

Peter Holbrook (1949-2024). (2010, 22. júní). Skemmir sódavatn tennur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56123

Peter Holbrook (1949-2024). „Skemmir sódavatn tennur?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56123>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Skemmir sódavatn tennur?
Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það.

Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt drykkjarvatn. Þrátt fyrir það er pH-gildi sódavatns yfir 5,5 sem er það sýrustig þar sem glerungur tanna byrjar að úrkalka, en svo kallast það þegar steinefni ganga úr glerungnum og glerungseyðing hefst.



Það er ekki kolsýran í sódavatni sem veldur glerungseyðingu heldur bragðefni sem bætt er út í.

Ef bragðefnum eins og sítrónusýru er bætt í gosvatnið lækkar pH-gildið enn meira og fer yfirleitt talsvert undir 5,5 með þeim afleiðingum að úrkölkun tanna hefst. Flúor, sem styrkir glerunginn og ver hann þannig gegn tannskemmdum, gerir mest gagn þegar sýrustigið er á milli pH 4,5 og 5,5 en gagnast tönnum síður þegar pH-gildi er undir 4,5. Flúor er því ágætis vörn gegn tannskemmdum en vinnur síður gegn áhrifum súrra vatnsdrykkja sem innihalda sítrónusýru og valda glerungseyðingu.

Sítrónusýra kemur líka í veg fyrir að tennur endurkalkist, það er að kalsín, sem losnar úr glerungi tanna við drykkju súrra drykkja, komist aftur inn í glerunginn. Sódavatn án bragðefnis hefur ekki þessi áhrif á kalsín þannig að þegar munnvatnið hefur unnið sína vinnu við að hlutleysa gosvatnið sem eftir er í munninum, það er gera það minna súrt, getur kalsín endurkalkað glerunginn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Skemmir kolsýra (í sódavatni o.s.frv.) tennur og er eitthvað annað óhollt við hana?
...