Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju verður fólk feitt?

ÍDÞ

Eins og með margt annað ákvarðast holdafar fólks af umhverfisþáttum og erfðum. Í grunninn er tvennt sem ræður því hversu feitur einstaklingur er. Annars vegar fer það eftir fjölda fitufrumna og hins vegar eftir stærð þeirra. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann leitast við að halda þyngdinni stöðugri. Ef við borðum of mikið reynir líkaminn að hindra fitusöfnun en ef við aftur á móti borðum of lítið reynir hann að halda í það sem er til staðar.

Þrátt fyrir þetta er holdafar fólks mismunandi. Fæstir fitna af því að borða óhollan mat einn dag í viku en ef við borðum of margar hitaeiningar yfir lengri tíma nær líkaminn ekki að nýta þær allar. Hann þarf þess vegna að geyma þær hitaeiningar sem verða umfram. Við það safnast fita í fitufrumurnar, þær stækka og viðkomandi fitnar. Oft heyrist að hægt sé að fækka fitufrumum með því að grenna sig en sú er ekki raunin. Þegar líkaminn vex getur fitufrumunum fjölgað en þegar hann hættir að vaxa, yfirleitt þegar unglingsárunum lýkur, helst fjöldi fitufrumna óbreyttur. Við getum þannig einungis minnkað þær fitufrumur sem eru til staðar en ekki fækkað þeim. Fólk sem var of feitt í æsku á þannig oftar en ekki í meiri erfiðleikum með að halda kílóunum í skefjum en þeir sem verða fyrst feitir á fullorðinsárum.

Hér má sjá aukna fitusöfnun.

Flest bendir til þess að offita sé sjúkdómur. Þannig hafa rannsóknir á músum sýnt fram á erfðagalla sem valda offitu. Einn af þeim kemur í veg fyrir eðlilega myndun prótínsins leptíns en sýnt hefur verið fram á að prótínið miðli þeim boðum um að við séum orðin södd. Enn á þó margt eftir að koma í ljós varðandi tengsl offitu og erfða.

En í grunninn er það svo að fólk verður feitt ef það innbyrðir fleiri hitaeiningar en það brennir en líkaminn þarf ákveðinn fjölda hitaeininga til að starfa eðlilega. Stundi menn einhvers konar hreyfingu er fleiri hitaeiningum brennt.

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Ragnar Þorri Vignisson, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju verður fólk feitt?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59187.

ÍDÞ. (2011, 1. apríl). Af hverju verður fólk feitt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59187

ÍDÞ. „Af hverju verður fólk feitt?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59187>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju verður fólk feitt?
Eins og með margt annað ákvarðast holdafar fólks af umhverfisþáttum og erfðum. Í grunninn er tvennt sem ræður því hversu feitur einstaklingur er. Annars vegar fer það eftir fjölda fitufrumna og hins vegar eftir stærð þeirra. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann leitast við að halda þyngdinni stöðugri. Ef við borðum of mikið reynir líkaminn að hindra fitusöfnun en ef við aftur á móti borðum of lítið reynir hann að halda í það sem er til staðar.

Þrátt fyrir þetta er holdafar fólks mismunandi. Fæstir fitna af því að borða óhollan mat einn dag í viku en ef við borðum of margar hitaeiningar yfir lengri tíma nær líkaminn ekki að nýta þær allar. Hann þarf þess vegna að geyma þær hitaeiningar sem verða umfram. Við það safnast fita í fitufrumurnar, þær stækka og viðkomandi fitnar. Oft heyrist að hægt sé að fækka fitufrumum með því að grenna sig en sú er ekki raunin. Þegar líkaminn vex getur fitufrumunum fjölgað en þegar hann hættir að vaxa, yfirleitt þegar unglingsárunum lýkur, helst fjöldi fitufrumna óbreyttur. Við getum þannig einungis minnkað þær fitufrumur sem eru til staðar en ekki fækkað þeim. Fólk sem var of feitt í æsku á þannig oftar en ekki í meiri erfiðleikum með að halda kílóunum í skefjum en þeir sem verða fyrst feitir á fullorðinsárum.

Hér má sjá aukna fitusöfnun.

Flest bendir til þess að offita sé sjúkdómur. Þannig hafa rannsóknir á músum sýnt fram á erfðagalla sem valda offitu. Einn af þeim kemur í veg fyrir eðlilega myndun prótínsins leptíns en sýnt hefur verið fram á að prótínið miðli þeim boðum um að við séum orðin södd. Enn á þó margt eftir að koma í ljós varðandi tengsl offitu og erfða.

En í grunninn er það svo að fólk verður feitt ef það innbyrðir fleiri hitaeiningar en það brennir en líkaminn þarf ákveðinn fjölda hitaeininga til að starfa eðlilega. Stundi menn einhvers konar hreyfingu er fleiri hitaeiningum brennt.

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...