Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 679 svör fundust
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...
Hvað getið þið sagt mér um sporðdreka?
Sporðdrekar tilheyra ættbálki Scorpionida sem er hluti af flokki áttfætlna (Arachnida) sem aftur teljast til fylkingar liðfætlna (Arthropoda) eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur? Alls eru þekktar um 700 tegundir núlifandi sporðdreka. Sporðdrekar finnast...
Hvað getur þú sagt mér um Klinefelter-heilkenni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni XXY-litningagalla? Klinefelter-heilkenni var fyrst lýst árið 1942 þegar maður að nafni Klinefelter gaf út skýrslu um níu karlmenn sem höfðu óvenjustór brjóst, gisinn hárvöxt í andliti og á líkama, og lítil eistu sem mynduðu ekki sæði. Þessi einkenni hlutu heitið...
Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er það sem greinir eyju frá landi?Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa? Af hverju er Ástralía ekki eyja?Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja? Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru ...
Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum?
Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir. Hin fitugerðin er svokö...
Hver var Alois Alzheimer og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Sjúkdómsheitið „Alzheimers-sjúkdómur“ er væntanlega öllum kunnugt og flestir vita sennilega að sjúkdómurinn leggst á heilann og veldur því að minni og önnur vitræn geta skerðist. Sjúkdómurinn fékk nafn sitt af þýska lækninum Alois Alzheimer sem fyrstur lýsti honum í ritgerð árið 1907 en það var þó ekki hann sjálfu...
Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?
Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hrau...
Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?
Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Hemóglóbín bindur súrefni frá lungum og flytur til vefja líkamans. Þar er það losað til að brenna næringarefnum og mynda orku sem notuð er til að viðhalda líkamsstarfsemi. Við brunann í vefjum myndast koltvíildi...
Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?
Svonefnt fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er notað um það þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Það gengur yfirleitt undir skammstöfuninni PCOS (Polycystic Ovarian Syndrome). Fjölbröðrueggjastokkaheilkenni er með algengari innkirtlakvillum hjá konum og er talinn hrjá allt að 20% kvenna í...
Hvað get ég gert til að vaxa hraðar?
Ýmsir þættir hafa áhrif á vöxt og þroska og þar eins og í svo mörgu öðru spila saman erfðir og umhverfisþættir. Á suma þætti er hægt að hafa einhver áhrif áður en einstaklingurinn hættir að vaxa, en eftir að vaxtarlínur beinanna lokast lengist fólk ekki meira. Sá þáttur sem mestu ræður um vaxtarhraða og hversu...
Margir segja að ekkert sé ókeypis í heiminum, en er súrefni ekki örugglega ókeypis?
Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum. Merking frasans er sú að öl...
Er bannað að klæðast búrkum á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er bannað að klæðast búrkum og híjab á Íslandi? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Hér á landi hefur ekki verið lagt bann við því að klæðast búrkum, híjab eða sambærilegum klæðnaði. Þó hefur bann við búrkum verið rætt nokkuð, bæði á Alþingi og í samfé...
Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?
Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum. Einsykr...
Hvað getur þú sagt mér um gæsir?
Gæsir eru meðalstórir fuglar, talsvert stærri en endur og hálslengri og háfættari. Þorri gæsa er mjög norðlægur, það er að segja fljúga langt norður á auðnir heimskautssvæðanna til varps. Áður náðu varpsvæði þessara norðlægu gæsa mun sunnar en vegna ágangs manna, aukins veiðiálags og röskunar búsvæða hafa þau færs...
Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?
Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...