Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?

Þórdís Kristinsdóttir

Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Hemóglóbín bindur súrefni frá lungum og flytur til vefja líkamans. Þar er það losað til að brenna næringarefnum og mynda orku sem notuð er til að viðhalda líkamsstarfsemi. Við brunann í vefjum myndast koltvíildi en það binst hemóglóbíninu sem ber það aftur til lungna. Þaðan er það losað úr líkamanum.

Hemóglóbín. Á myndinni sjást glóbíneinliðurnar (rauður og blár) ásamt hemhópum (grænn), sem innihalda járn (ryðbrúnn).

Í hverju rauðu blóðkorni eru um 640 milljónir hemóglóbínsameinda en hver sameind er úr fjórum glóbínsameindum sem hver getur bundið eina súrefnissameind. Í hemóglóbíni er einnig járnfrumeind sem veldur rauða litnum á blóði. Hvert gramm af hemóglóbíni getur bundið 1,34 ml af súrefni sem eykur súrefnisburðargetu blóðs sjötíufalt samanborið við uppleyst óbundið súrefni í blóði.

Við fyrstu komu einstaklings sem vill gefa blóð eru ýmsir þættir athugaðir til þess að kanna hvort hann sé hæfur blóðgjafi. Einstaklingar þurfa að svara spurningalistum um almennt heilsufar og ef þeir standast kröfur sem þar eru gerðar eru púls og blóðþrýstingur mældur og tekið blóðsýni til athugunar. Þá er gerð blóðflokkun og rauðkornamótefnaskimum, almenn blóðrannsókn, járnbirgðamælingar og skimað fyrir HIV, lifrarbólgu B og lifrarbólgu C. Járn er nauðsynlegt til að mynda hemhópa í hemóglóbíni og við járnskort dregur úr myndun þess. Ferritín í blóðvökva er mælt í járnbirgðamælingum en við blóðgjöf tapast 200-250 mg af járni og því þarf að fylgjast með járnbirgðum blóðgjafa.

Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Mikilvægt er að magn hemóglóbíns sé innan ákveðinna marka.

Mælieiningin fyrir hemóglóbín er grömm á desilítra (g/dl) en eðlilegt magn er 13,5-17,5 g/dl hjá körlum en 11,5-15,5 hjá konum. Ef skortur er á hemóglóbíni er talað um að einstaklingur þjáist af blóðleysi (e. anemia) og má ekki gefa blóð, en blóðgjöf gæti þá haft slævandi áhrif á blóðgjafann. Helstu einkenni blóðleysis eru þreyta, höfuðverkur og fölvi. Til þess að bæta járnbirgðir líkamans og auka hemóglóbín í blóði er gott að borða járnríka fæðu, svo sem Cheerios, múslí, spínat, rúsínur og lambakjöt. Enn fremur er hægt að taka járn inn á töfluformi.

Of mikið magn hemóglóbíns getur verð afleiðing ýmissa kvilla en þar mætti nefna minna súrefni í blóði vegna skertrar lungna- eða hjartastarfsemi eða starfstruflunar í beinmergi sem veldur aukinni myndun rauðra blóðkorna en það þekkist einnig hjá reykingafólki og fólki sem býr hátt yfir sjávarmáli. Aukin súrefnisflutningsgeta til vöðva vegna hás hlutfalls hemóglóbíns í blóði getur verið eftirsóknarverð fyrir þolíþróttafólk. Þekkt er að íþróttafólk hafi misnotað hormónalyfið EPO (e. erythropoietin, ísl. rauðkornavaki), sem eykur framleiðslu rauðra blóðkorna, til þess að hækka hlutfall hemóglóbíns og bæta þol. Notkun á EPO hefur nú verið bönnuð í íþróttum. Auk þess veldur misnotkun á EPO aukinni seigju blóðs og eykur þar með líkur á blóðtappamyndun og hjartaáfalli.

Af því sem áður segir er ljóst að mikilvægt er að halda magni hemóglóbíns innan áðurnefndra marka.

Heimildir:

Myndir:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa? Hver er mælieiningin? Hver eru eðlileg mörk? Er ákjósanlegra að vera með hærri en lægri tölu?

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.1.2013

Spyrjandi

Sigmar Alexandersson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=9479.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 31. janúar). Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=9479

Þórdís Kristinsdóttir. „Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=9479>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?
Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Hemóglóbín bindur súrefni frá lungum og flytur til vefja líkamans. Þar er það losað til að brenna næringarefnum og mynda orku sem notuð er til að viðhalda líkamsstarfsemi. Við brunann í vefjum myndast koltvíildi en það binst hemóglóbíninu sem ber það aftur til lungna. Þaðan er það losað úr líkamanum.

Hemóglóbín. Á myndinni sjást glóbíneinliðurnar (rauður og blár) ásamt hemhópum (grænn), sem innihalda járn (ryðbrúnn).

Í hverju rauðu blóðkorni eru um 640 milljónir hemóglóbínsameinda en hver sameind er úr fjórum glóbínsameindum sem hver getur bundið eina súrefnissameind. Í hemóglóbíni er einnig járnfrumeind sem veldur rauða litnum á blóði. Hvert gramm af hemóglóbíni getur bundið 1,34 ml af súrefni sem eykur súrefnisburðargetu blóðs sjötíufalt samanborið við uppleyst óbundið súrefni í blóði.

Við fyrstu komu einstaklings sem vill gefa blóð eru ýmsir þættir athugaðir til þess að kanna hvort hann sé hæfur blóðgjafi. Einstaklingar þurfa að svara spurningalistum um almennt heilsufar og ef þeir standast kröfur sem þar eru gerðar eru púls og blóðþrýstingur mældur og tekið blóðsýni til athugunar. Þá er gerð blóðflokkun og rauðkornamótefnaskimum, almenn blóðrannsókn, járnbirgðamælingar og skimað fyrir HIV, lifrarbólgu B og lifrarbólgu C. Járn er nauðsynlegt til að mynda hemhópa í hemóglóbíni og við járnskort dregur úr myndun þess. Ferritín í blóðvökva er mælt í járnbirgðamælingum en við blóðgjöf tapast 200-250 mg af járni og því þarf að fylgjast með járnbirgðum blóðgjafa.

Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Mikilvægt er að magn hemóglóbíns sé innan ákveðinna marka.

Mælieiningin fyrir hemóglóbín er grömm á desilítra (g/dl) en eðlilegt magn er 13,5-17,5 g/dl hjá körlum en 11,5-15,5 hjá konum. Ef skortur er á hemóglóbíni er talað um að einstaklingur þjáist af blóðleysi (e. anemia) og má ekki gefa blóð, en blóðgjöf gæti þá haft slævandi áhrif á blóðgjafann. Helstu einkenni blóðleysis eru þreyta, höfuðverkur og fölvi. Til þess að bæta járnbirgðir líkamans og auka hemóglóbín í blóði er gott að borða járnríka fæðu, svo sem Cheerios, múslí, spínat, rúsínur og lambakjöt. Enn fremur er hægt að taka járn inn á töfluformi.

Of mikið magn hemóglóbíns getur verð afleiðing ýmissa kvilla en þar mætti nefna minna súrefni í blóði vegna skertrar lungna- eða hjartastarfsemi eða starfstruflunar í beinmergi sem veldur aukinni myndun rauðra blóðkorna en það þekkist einnig hjá reykingafólki og fólki sem býr hátt yfir sjávarmáli. Aukin súrefnisflutningsgeta til vöðva vegna hás hlutfalls hemóglóbíns í blóði getur verið eftirsóknarverð fyrir þolíþróttafólk. Þekkt er að íþróttafólk hafi misnotað hormónalyfið EPO (e. erythropoietin, ísl. rauðkornavaki), sem eykur framleiðslu rauðra blóðkorna, til þess að hækka hlutfall hemóglóbíns og bæta þol. Notkun á EPO hefur nú verið bönnuð í íþróttum. Auk þess veldur misnotkun á EPO aukinni seigju blóðs og eykur þar með líkur á blóðtappamyndun og hjartaáfalli.

Af því sem áður segir er ljóst að mikilvægt er að halda magni hemóglóbíns innan áðurnefndra marka.

Heimildir:

Myndir:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa? Hver er mælieiningin? Hver eru eðlileg mörk? Er ákjósanlegra að vera með hærri en lægri tölu?
...