Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er blóðtappi?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða heilablóðfall og afleiðingin er heiladrep.

Nokkur munur er á sjúklingum sem lifa af heilaáfall eftir því hvort heilahvelið verður fyrir heiladrepi.

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana.

Ef blóðtappi myndast í hægra hvelinu eru helstu afleiðingar eftirfarandi:
  • Skert hreyfigeta eða lömun í vinstri helmingi líkamans (vinstri helftarlömun).
  • Skert geta til rúmskynjunar sem leiðir til skerts fjarlægðarskyns og stöðuskyns. Þá er hætta á að viðkomandi einstaklingur detti eða að hann geti ekki stjórnað fínhreyfingum eins og að hneppa tölu, reima skó eða tína upp litla hluti. Þetta getur jafnvel komið fram í því að viðkomandi áttar sig ekki á því hvort bók sem hann er að lesa snúi rétt eða sé á hvolfi.
  • Skert dómgreind sem kemur fram í hegðun. Sjúklingar haga sér oft hvatvíslega og gera sér ekki grein fyrir fötlun sinni og vangetu til að framkvæma hluti sem þeir gátu fyrir áfallið. Þetta getur reynst ákaflega hættulegt, til dæmis ef þeir reyna að ganga án aðstoðar eða keyra bíl.
  • Afneitun vinstri helmings líkamans er oft einkennandi. Þetta stafar af sjónrænum truflunum sem valda því að sjúklingar „gleyma“ eða „skipta sér ekki af“ vinstri helmingnum.
  • Sumir þessara sjúklinga finna fyrir stuttminnistapi. Þeir muna ef til vill eftir ferðalagi sem þeir fóru í fyrir 30 árum en geta ekki munað hvað þeir borðuðu í síðustu máltíð.

Ef blóðtappi myndast í vinstra heilahveli eru þessar afleiðingar helstar:
  • Skert hreyfigeta hægra megin eða hægri helftarlömun.
  • Málstol þar sem málstöðvar (Broca- og Wernickesvæðin) eru í vinstra hveli flestra. Málstol nær yfir allar mögulegar truflanir á tali og málskynjun. Það getur verið mjög sérhæft og einangrað fyrirbæri og snert aðeins einn þátt í getu sjúklings til samskipta, til dæmis getuna til að hreyfa talvöðva rétt. Sami sjúklingur getur aftur á móti verið með óskerta hæfni til að skrifa, lesa eða skilja mál.
  • Öfugt við þá sem lifa af heilaáfall í hægra heilahveli taka þeir sem hafa lifað af heilaáfall í vinstra hveli upp hæga og varkára hegðun. Nauðsynlegt getur verið að leiðbeina þeim í gegnum verk til að þeir ljúki við það.
  • Svipuð áhrif á minni geta komið fram eftir heilaáfall í vinstra hveli og í hægra hveli. Þar á meðal eru skemmra minnisbil, erfiðleikar við að læra nýja hluti og truflanir við hugtakamyndun og alhæfingar.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Heimildir:


Hér var einnig svarað spurningunum:
Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í hægra heilahveli? En í vinstra heilahveli?

Höfundur

Útgáfudagur

18.5.2004

Síðast uppfært

22.2.2020

Spyrjandi

Íris Ólafsdóttir
María Sigurðardóttir
Guðrún Stefánsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er blóðtappi?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4260.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 18. maí). Hvað er blóðtappi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4260

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er blóðtappi?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4260>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er blóðtappi?
Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða heilablóðfall og afleiðingin er heiladrep.

Nokkur munur er á sjúklingum sem lifa af heilaáfall eftir því hvort heilahvelið verður fyrir heiladrepi.

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana.

Ef blóðtappi myndast í hægra hvelinu eru helstu afleiðingar eftirfarandi:
  • Skert hreyfigeta eða lömun í vinstri helmingi líkamans (vinstri helftarlömun).
  • Skert geta til rúmskynjunar sem leiðir til skerts fjarlægðarskyns og stöðuskyns. Þá er hætta á að viðkomandi einstaklingur detti eða að hann geti ekki stjórnað fínhreyfingum eins og að hneppa tölu, reima skó eða tína upp litla hluti. Þetta getur jafnvel komið fram í því að viðkomandi áttar sig ekki á því hvort bók sem hann er að lesa snúi rétt eða sé á hvolfi.
  • Skert dómgreind sem kemur fram í hegðun. Sjúklingar haga sér oft hvatvíslega og gera sér ekki grein fyrir fötlun sinni og vangetu til að framkvæma hluti sem þeir gátu fyrir áfallið. Þetta getur reynst ákaflega hættulegt, til dæmis ef þeir reyna að ganga án aðstoðar eða keyra bíl.
  • Afneitun vinstri helmings líkamans er oft einkennandi. Þetta stafar af sjónrænum truflunum sem valda því að sjúklingar „gleyma“ eða „skipta sér ekki af“ vinstri helmingnum.
  • Sumir þessara sjúklinga finna fyrir stuttminnistapi. Þeir muna ef til vill eftir ferðalagi sem þeir fóru í fyrir 30 árum en geta ekki munað hvað þeir borðuðu í síðustu máltíð.

Ef blóðtappi myndast í vinstra heilahveli eru þessar afleiðingar helstar:
  • Skert hreyfigeta hægra megin eða hægri helftarlömun.
  • Málstol þar sem málstöðvar (Broca- og Wernickesvæðin) eru í vinstra hveli flestra. Málstol nær yfir allar mögulegar truflanir á tali og málskynjun. Það getur verið mjög sérhæft og einangrað fyrirbæri og snert aðeins einn þátt í getu sjúklings til samskipta, til dæmis getuna til að hreyfa talvöðva rétt. Sami sjúklingur getur aftur á móti verið með óskerta hæfni til að skrifa, lesa eða skilja mál.
  • Öfugt við þá sem lifa af heilaáfall í hægra heilahveli taka þeir sem hafa lifað af heilaáfall í vinstra hveli upp hæga og varkára hegðun. Nauðsynlegt getur verið að leiðbeina þeim í gegnum verk til að þeir ljúki við það.
  • Svipuð áhrif á minni geta komið fram eftir heilaáfall í vinstra hveli og í hægra hveli. Þar á meðal eru skemmra minnisbil, erfiðleikar við að læra nýja hluti og truflanir við hugtakamyndun og alhæfingar.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Heimildir:


Hér var einnig svarað spurningunum:
Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í hægra heilahveli? En í vinstra heilahveli?
...